Fleiri fréttir Allt annað líf að fá að standa berskjaldaður andspænis kúnnunum Ætla má að veitingahúsa- og bareigendur landsins hafi margir hverjir séð tilefni til að gleðjast í dag yfir boðuðum tilslökunum á sóttvarnareglum. Það er Björn Árnason, eigandi Skúla Craft Bar, að minnsta kosti en hann segir það muna öllu að fá að afgreiða fólk grímulaus. 21.5.2021 21:15 Kristján Einar sýknaður af ákæru um líkamsárás Kristján Einar Sigurbjörnsson, unnusti söngkonunnar Svölu Björgvinsdóttur, var í dag sýknaður af ákæru um líkamsárás í Landsrétti. Dómi héraðsdóms í málinu var þannig snúið við en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Kristján Einar fyrir líkamsárásina í desember 2019. 21.5.2021 20:41 Erfið enduruppbygging framundan á Gasa Vopnahlé tók gildi í morgun eftir ellefu daga átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna. Rauði krossinn á Íslandi hefur safnað þrjátíu milljónum króna sem munu nýtast í mannúðaraðstoð á svæðinu. 21.5.2021 20:00 Týndur svifvængjaflugmaður sló kannski Íslandsmet Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar var fengin til að svipast um eftir svifvængjaflugmanni í nágrenni við Hrafnabjörg, ofan við Þingvelli, í dag þar sem ekki hafði náðst í hann lengi. 21.5.2021 19:29 Vill skylda alla lögreglumenn til að sækja sálfræðiþjónustu Sautján lögreglumenn hafa fallið fyrir eigin hendi á síðustu þrjátíu árum. Formaður Landssambands lögreglumanna segir tölurnar sláandi og hyggst leggja til að lögreglumönnum verði gert skylt að sækja sálfræðiþjónustu með reglulegu millibili. Lögreglumaður segir það hingað til hafa verið litið á það sem veikleikamerki að viðurkenna vanmátt sinn. 21.5.2021 18:46 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hundrað og fimmtíu mega koma saman á þriðjudag og grímuskylda verður afnumin að hluta. Við fjöllum um afléttingar á sóttvarnaaðgerðum í fréttum okkar í kvöld og ræðum við heilbrigðisráðherra, forsætisráðherra og veitingamann en ætla má að sá geiri sé himinlifandi með þessar afléttingar. 21.5.2021 18:12 Hnepptu meintan stórsmyglara í varðhald með aðstoð spænsku lögreglunnar Lögreglan á Suðurnesjum telur sig vera með höfuðpaur í umfangsmiklu fíkniefnamáli í gæsluvarðhaldi. Maðurinn var framseldur til Íslands frá Spáni í marsmánuði. Fjórir til viðbótar voru handteknir vegna málsins sem lögregla flokkar sem skipulagða glæpastarfsemi. 21.5.2021 18:11 Hraunið komið yfir nýlagðan ljósleiðara Ljósleiðari var grafinn niður fyrir framan annan varnargarðinn á gosstöðvunum síðasta þriðjudag til að mæla áhrif hraunrennslis á ljósleiðara. Ljóst er að ef gosið heldur mikið lengur áfram mun hraun á endanum renna niður að Suðurstrandavegi en áður en það næði þangað myndi það renna yfir ljósleiðara Mílu sem hringtengir Reykjanesið. 21.5.2021 18:01 Verður ekki sendur aftur heim þar sem hann var pyntaður Hælisleitandi frá Sri Lanka, sem synjað var um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi í ágúst 2018, mun ekki þurfa að fara úr landi. Þetta dæmdi Landsréttur í dag. Maðurinn er talinn í verulegri hættu í heimalandi sínu en hann tilheyrir þar minnihlutahópi og segist hafa verið pyntaður í haldi yfirvalda. 21.5.2021 16:04 G7 ríkin ætla að hætta að fjármagna kolaorkuver Erindrekar G7 ríkjanna hafa komist að samkomulagi um aðgerðir til að draga úr hækkun hitastigs á jörðinni vegna manngerðra veðurfarsbreytinga. Aðgerðirnar taka mið af því að hitastig hækki ekki um meira en eina og hálfa gráðu. 21.5.2021 15:53 Fyrsta konan til að gegna stöðu skólastjóra Guðrún Inga Sívertsen hefur verið ráðin nýr skólastjóri Verzlunarskóla Íslands (VÍ) og tekur við af Inga Ólafssyni. Hún er fyrsta konan til að gegna starfinu í rúmlega 110 ára sögu VÍ og jafnframt fyrsti skólastjórinn sem hefur útskrifast úr skólanum. 21.5.2021 15:10 Steypusílóum verður breytt í gróðurhús Steypustöðinni á Sævarhöfða verður umbreytt í veitingastaði og og nýsköpunarmiðstöð verði verðlaunatillaga sem kynnt var í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur að veruleika. Þá verða steypusíló á svæðinu gerð að gróðurhúsum. 21.5.2021 15:00 Persónuvernd telur öryggisáhættu geta skapast við endurmerkingu leghálssýna við flutning milli landa Persónuvernd telur að mögulega muni reyna á álitaefni varðandi öryggi í tengslum við notkun danskra kennitalna og tengsl þeirra við íslenskar kennitölur, þegar leghálssýni eru flutt úr landi til rannsókna í Danmörku. 21.5.2021 14:57 WHO segir dauðsföll vegna Covid mögulega þrisvar sinnum hærri en opinberar tölur segja Mögulegt er að mun fleiri hafi dáið vegna Covid-19 en opinberar tölur segja. Þetta segja sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og áætla þeir að raunverulegur fjöldi látinna sé allt að tvisvar til þrisvar sinnum en talið er. 21.5.2021 14:56 Mun óska eftir nýrri þjóðarkvæðagreiðslu um sjálfstæði Pere Aragonés var í dag kjörinn forseti héraðsstjórnar Katalóníu af héraðsþinginu. 21.5.2021 14:49 Hætt verði að skima bólusetta og börn um miðjan júní Sóttvarnalæknir leggur til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra um sóttvarnaaðgerðir á landamærum að um miðjan júní verði hætt að skima bólusetta, fólk með vottorð um fyrri Covid-sýkingu og börn. Í júní eða júlí verði stefnt að því að breyta tvöfaldri skimun í einfalda skimun og íhuga að hætta henni í framhaldinu. 21.5.2021 14:43 Annmarkar í tölvukerfi aftra vottorðum fyrir blandaða bólusetningu Annmarkar í tölvukerfi Embætti Landlæknis hefur orðið til þess að fólk sem fengið hefur blandaða bólusetningu, það er eitt bóluefni í fyrri sprautu og annað í seinni, hefur ekki fengið bólusetningarvottorð hingað til. 21.5.2021 14:00 Áfram grímuskylda í Strætó Tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum og grímuskyldu munu ekki hafa áhrif á starfsemi Strætó. Áfram þurfa bæði farþegar og vagnstjórar að bera grímu. 21.5.2021 14:00 Gagnrýnir færeyska utanríkisráðherrann fyrir að afþakka bólusetningu Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur gagnrýnt utanríkisráðherra sinn, Jenis av Rana, fyrir að afþakka bólusetningu gegn kórónuveirunni. Lögmaðurinn segir ráðherrann með þessu senda Færeyingum slæm skilaboð. 21.5.2021 13:28 „Svakalegt að lesa um illviljann sem hér er afhjúpaður“ Hallgrímur Helgason rithöfundur fer háðulegum orðum um gervigrasrótarstarfsemi Samherja, segir þar illvilja ráða og sjúklegt hugarfar lítilla karla. 21.5.2021 12:38 Nefnd um þjóðaróperu klofnaði: Vinnan heldur áfram innan ráðuneytisins Ekki var full samstaða innan nefndar um stofnun þjóðaróperu. Meirihlutinn vildi að lagt yrði fram frumvarp til breytinga á lögum um sviðslistir og stofnun þjóðaróperu lögfest en minnihlutinn skilaði séráliti. 21.5.2021 12:32 Kokkar, kennarar og hjúkrunarfræðingar sinna störfum fangavarða vegna gífurlegrar manneklu Gífurlegur skortur er á fangavörðum í Bandaríkjunum og hafa kokkar, hjúkrunarfræðingar, kennarar og aðrir þurft að ganga í störf þeirra. Í einhverjum tilfellum eru fangar læstir í klefum sínum um helgar því skortur er á fangavörðum til að vakta þá. 21.5.2021 12:26 Benedikt vildi efsta sætið en var boðið það neðsta Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda og fyrrverandi formaður Viðreisnar, mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti. 21.5.2021 12:09 Mál Benedikts Bogasonar fyrir allsherjarnefnd Páll Magnússon formaður allsherjar og menntamálanefndar telur fulla ástæðu til að ýmsum spurningum og álitaefnum er varða aukastörf hæstaréttardómara sé svarað. 21.5.2021 12:04 Bólusettir verða áfram skimaðir á landamærum Bólusettir verða áfram skimaðir á landamærum og verður fyrirkomulag um tvöfalda skimun áfram óbreytt, að minnsta kosti til 15. júní. Er það meðal annars vegna þess að bólusettum á leið til landsins mun fjölga á næstunni. 21.5.2021 11:33 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um þær afléttingar sem taka gildi bæði innanlands og á landamærum í næstu viku. Hundrað og fimmtíu mega nú koma saman og grímuskyldan verður aflögð að miklu leyti. Enginn greindist smitaður innanlands í gær og aðeins einn á landamærum. 21.5.2021 11:31 Nowe rozluźnienia przepisów od wtorku Spotykać będzie się mogło do 150 osób, zwiększona będzie liczba osób mogących korzystać z basenów i siłowni. 21.5.2021 11:29 Alþjóðlegur dagur fjölbreytni lífríkisins á morgun António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir COVID-19 áminningu um að tengsl mannkynsins og náttúrunnar séu órjúfanleg. 21.5.2021 11:27 Herstjórnin sögð ætla að leysa upp stærsta flokk Mjanmar Herstjórn Mjanmar hefur skipað sérstaka nefnd til að leysa upp stjórnmálaflokk Aung San Suu Kyi, sem bar sigur úr býtum í þingkosningum í fyrra. Herstjórnin tók völd þann 1. febrúar í kjölfar kosninganna og hefur haldið því fram að umfangsmikið svindl hafi átt sér stað. Herstjórnin hefur þó ekki getað fært sönnur fyrir þeim ásökunum. 21.5.2021 11:15 Max-þota í fyrsta sinn í innanlandsflugi í dag Boeing 737 MAX flugvél Icelandair verður nýtt í innanlandsflugi milli Reykjavíkur og Akureyrar seinnipartinn í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem MAX-þota er notuð í farþegaflugi til Akureyrar sem og á innanlandsleiðum, að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. 21.5.2021 11:09 150 mega hittast og almenn grímuskylda heyrir sögunni til 150 mega koma saman frá og með næsta þriðjudegi og fyrstu skref verða tekin í að aflétta grímuskyldu. Þetta staðfesti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra rétt í þessu. 21.5.2021 11:05 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 21.5.2021 10:54 „Skæruliðadeild“ Samherja sögð hafa lagt á ráðin um pistlaskrif gegn RÚV og fleirum „Ég fékk skilaboð frá einum af skipstjórunum okkar Páli Steingrímssyni. Hann hefur verið mjög „aktífur“ að skrifa bæði í blöð og á samfélagsmiðlum og getur svarað fyrir sig. Hann sem sagt býður fram krafta sína ef við þurfum nafn á einhver skrif.“ 21.5.2021 10:49 Svandís og Katrín kynntu breytingar innanlands og á landamærum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum sínum um aðgerðir innanlands. 21.5.2021 10:22 Hafa sent þúsundir aftur til Marokkó Rúmlega 6.500 af þeim um átta þúsund farand- og flóttamönnum sem hafa gert sér leið til Ceuta, yfirráðasvæðis Spánar í Norður-Afríku, í þessari viku hafa verið sendir aftur til Marokkó. Þetta tilkynnti Fernando Grande-Marlaska, innanríkisráðherra Spánar í morgun. 21.5.2021 10:15 Losun frá íslenskum iðnaði dróst aðeins saman Stöðvun á starfsemi kísilvers PCC á Bakka í fyrra er talin meginástæða 1,8% samdráttar á losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði á Íslandi sem heyrir undir evrópsks viðskiptakerfis með losunarheimildir á milli ára í fyrra. 21.5.2021 10:00 ESA vill net gervihnatta á braut um tunglið Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, vinnur að því að koma samskipta- og staðsetningargervihnöttum á braut um tunglið. Þannig á að auðvelda verulega rannsóknarvinnu og ferðir til tunglsins og þaðan lengra út í sólkerfið. 21.5.2021 09:23 Landlæknir telur Landspítala geta sinnt leghálssýnarannsóknum Embætti landlæknis segir Landspítala eiga að geta sinnt rannsóknum á leghálssýnum, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Rannsóknirnar eru nú framkvæmdar í Danmörku en fagsamtök heilbrigðisstarfsmanna hafa kallað eftir því að þær verði fluttar heim. 21.5.2021 09:06 Bein útsending: Uppbygging húsnæðis í Reykjavík til framtíðar Framtíðaruppbygging húsnæðis í Reykjavíkurborg verður til umræðu á fundi um grænt húsnæði klukkan 9 í dag. 21.5.2021 08:16 Vopnaður sverði á Laugaveginum: „Farðu heim til þín“ Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út í síðustu viku vegna slagsmála á Laugavegi þar sem karlmaður ógnaði öðrum með sverði. Liðsmenn sérsveitarinnar handtóku þann sem bar vopnið eftir einhverja leit en hinn flúði af vettvangi. Hvorugur þeirra er talinn hafa slasast alvarlega. 21.5.2021 07:55 Þjáðist af kvíða og kvíðaköstum og vildi gera allt til að hætta að finna til Harry Bretaprins þjáðist af kvíða og fékk alvarleg kvíðaköst þegar hann var yngri. Þá drakk hann stundum „vikuskammt“ af áfengi á einu kvöldi til að takast á við dauða móður sinnar og var tilbúinn til að gera allt til að hætta að finna til löngu seinna. 21.5.2021 07:54 Víða bjartviðri en dálitlar skúrir um landið austanvert Veðurstofan spáir norðlægri átt, golu eða kalda í dag. Spáð er víða bjartviðri, en skýjað um landið austanvert og dálitlar skúrir eða slydduél. Hiti á landinu eitt til ellefu stig yfir daginn, mildast suðvestantil, en allvíða næturfrost. 21.5.2021 07:16 Lögregla rannsakar 97 milljóna tap einstaklings á netinu Lögregla hefur til rannsóknar mál einstaklings sem tapaði 97 milljónum króna á netsvikum. Að sögn Daða Gunnarssonar, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, tapar eldra fólk stærri fjárhæðum. 21.5.2021 07:07 BL tekur við umboði fyrir Invicta Electric raffarartæki BL hefur tekið við umboði fyrir rafknúin farartæki frá spænska fyrirtækinu Invicta Electric sem selur mismunandi gerðir 100% rafdrifinna fólks- og sendibíla ásamt rafknúnum reiðhjólum, rafmagnsvespum og rafskútum. 21.5.2021 07:00 Handtóku meintan rafmagnshlaupahjólaþjóf Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann sem grunaður er um að hafa brotist inn í verslun og stolið tveimur rafmagnshlaupahjólum. Þá voru tveir menn handteknir í póstnúmerinu 111 fyir húsbrot, eignaspjöll og hótanir. 21.5.2021 06:21 Sjá næstu 50 fréttir
Allt annað líf að fá að standa berskjaldaður andspænis kúnnunum Ætla má að veitingahúsa- og bareigendur landsins hafi margir hverjir séð tilefni til að gleðjast í dag yfir boðuðum tilslökunum á sóttvarnareglum. Það er Björn Árnason, eigandi Skúla Craft Bar, að minnsta kosti en hann segir það muna öllu að fá að afgreiða fólk grímulaus. 21.5.2021 21:15
Kristján Einar sýknaður af ákæru um líkamsárás Kristján Einar Sigurbjörnsson, unnusti söngkonunnar Svölu Björgvinsdóttur, var í dag sýknaður af ákæru um líkamsárás í Landsrétti. Dómi héraðsdóms í málinu var þannig snúið við en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Kristján Einar fyrir líkamsárásina í desember 2019. 21.5.2021 20:41
Erfið enduruppbygging framundan á Gasa Vopnahlé tók gildi í morgun eftir ellefu daga átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna. Rauði krossinn á Íslandi hefur safnað þrjátíu milljónum króna sem munu nýtast í mannúðaraðstoð á svæðinu. 21.5.2021 20:00
Týndur svifvængjaflugmaður sló kannski Íslandsmet Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar var fengin til að svipast um eftir svifvængjaflugmanni í nágrenni við Hrafnabjörg, ofan við Þingvelli, í dag þar sem ekki hafði náðst í hann lengi. 21.5.2021 19:29
Vill skylda alla lögreglumenn til að sækja sálfræðiþjónustu Sautján lögreglumenn hafa fallið fyrir eigin hendi á síðustu þrjátíu árum. Formaður Landssambands lögreglumanna segir tölurnar sláandi og hyggst leggja til að lögreglumönnum verði gert skylt að sækja sálfræðiþjónustu með reglulegu millibili. Lögreglumaður segir það hingað til hafa verið litið á það sem veikleikamerki að viðurkenna vanmátt sinn. 21.5.2021 18:46
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hundrað og fimmtíu mega koma saman á þriðjudag og grímuskylda verður afnumin að hluta. Við fjöllum um afléttingar á sóttvarnaaðgerðum í fréttum okkar í kvöld og ræðum við heilbrigðisráðherra, forsætisráðherra og veitingamann en ætla má að sá geiri sé himinlifandi með þessar afléttingar. 21.5.2021 18:12
Hnepptu meintan stórsmyglara í varðhald með aðstoð spænsku lögreglunnar Lögreglan á Suðurnesjum telur sig vera með höfuðpaur í umfangsmiklu fíkniefnamáli í gæsluvarðhaldi. Maðurinn var framseldur til Íslands frá Spáni í marsmánuði. Fjórir til viðbótar voru handteknir vegna málsins sem lögregla flokkar sem skipulagða glæpastarfsemi. 21.5.2021 18:11
Hraunið komið yfir nýlagðan ljósleiðara Ljósleiðari var grafinn niður fyrir framan annan varnargarðinn á gosstöðvunum síðasta þriðjudag til að mæla áhrif hraunrennslis á ljósleiðara. Ljóst er að ef gosið heldur mikið lengur áfram mun hraun á endanum renna niður að Suðurstrandavegi en áður en það næði þangað myndi það renna yfir ljósleiðara Mílu sem hringtengir Reykjanesið. 21.5.2021 18:01
Verður ekki sendur aftur heim þar sem hann var pyntaður Hælisleitandi frá Sri Lanka, sem synjað var um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi í ágúst 2018, mun ekki þurfa að fara úr landi. Þetta dæmdi Landsréttur í dag. Maðurinn er talinn í verulegri hættu í heimalandi sínu en hann tilheyrir þar minnihlutahópi og segist hafa verið pyntaður í haldi yfirvalda. 21.5.2021 16:04
G7 ríkin ætla að hætta að fjármagna kolaorkuver Erindrekar G7 ríkjanna hafa komist að samkomulagi um aðgerðir til að draga úr hækkun hitastigs á jörðinni vegna manngerðra veðurfarsbreytinga. Aðgerðirnar taka mið af því að hitastig hækki ekki um meira en eina og hálfa gráðu. 21.5.2021 15:53
Fyrsta konan til að gegna stöðu skólastjóra Guðrún Inga Sívertsen hefur verið ráðin nýr skólastjóri Verzlunarskóla Íslands (VÍ) og tekur við af Inga Ólafssyni. Hún er fyrsta konan til að gegna starfinu í rúmlega 110 ára sögu VÍ og jafnframt fyrsti skólastjórinn sem hefur útskrifast úr skólanum. 21.5.2021 15:10
Steypusílóum verður breytt í gróðurhús Steypustöðinni á Sævarhöfða verður umbreytt í veitingastaði og og nýsköpunarmiðstöð verði verðlaunatillaga sem kynnt var í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur að veruleika. Þá verða steypusíló á svæðinu gerð að gróðurhúsum. 21.5.2021 15:00
Persónuvernd telur öryggisáhættu geta skapast við endurmerkingu leghálssýna við flutning milli landa Persónuvernd telur að mögulega muni reyna á álitaefni varðandi öryggi í tengslum við notkun danskra kennitalna og tengsl þeirra við íslenskar kennitölur, þegar leghálssýni eru flutt úr landi til rannsókna í Danmörku. 21.5.2021 14:57
WHO segir dauðsföll vegna Covid mögulega þrisvar sinnum hærri en opinberar tölur segja Mögulegt er að mun fleiri hafi dáið vegna Covid-19 en opinberar tölur segja. Þetta segja sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og áætla þeir að raunverulegur fjöldi látinna sé allt að tvisvar til þrisvar sinnum en talið er. 21.5.2021 14:56
Mun óska eftir nýrri þjóðarkvæðagreiðslu um sjálfstæði Pere Aragonés var í dag kjörinn forseti héraðsstjórnar Katalóníu af héraðsþinginu. 21.5.2021 14:49
Hætt verði að skima bólusetta og börn um miðjan júní Sóttvarnalæknir leggur til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra um sóttvarnaaðgerðir á landamærum að um miðjan júní verði hætt að skima bólusetta, fólk með vottorð um fyrri Covid-sýkingu og börn. Í júní eða júlí verði stefnt að því að breyta tvöfaldri skimun í einfalda skimun og íhuga að hætta henni í framhaldinu. 21.5.2021 14:43
Annmarkar í tölvukerfi aftra vottorðum fyrir blandaða bólusetningu Annmarkar í tölvukerfi Embætti Landlæknis hefur orðið til þess að fólk sem fengið hefur blandaða bólusetningu, það er eitt bóluefni í fyrri sprautu og annað í seinni, hefur ekki fengið bólusetningarvottorð hingað til. 21.5.2021 14:00
Áfram grímuskylda í Strætó Tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum og grímuskyldu munu ekki hafa áhrif á starfsemi Strætó. Áfram þurfa bæði farþegar og vagnstjórar að bera grímu. 21.5.2021 14:00
Gagnrýnir færeyska utanríkisráðherrann fyrir að afþakka bólusetningu Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur gagnrýnt utanríkisráðherra sinn, Jenis av Rana, fyrir að afþakka bólusetningu gegn kórónuveirunni. Lögmaðurinn segir ráðherrann með þessu senda Færeyingum slæm skilaboð. 21.5.2021 13:28
„Svakalegt að lesa um illviljann sem hér er afhjúpaður“ Hallgrímur Helgason rithöfundur fer háðulegum orðum um gervigrasrótarstarfsemi Samherja, segir þar illvilja ráða og sjúklegt hugarfar lítilla karla. 21.5.2021 12:38
Nefnd um þjóðaróperu klofnaði: Vinnan heldur áfram innan ráðuneytisins Ekki var full samstaða innan nefndar um stofnun þjóðaróperu. Meirihlutinn vildi að lagt yrði fram frumvarp til breytinga á lögum um sviðslistir og stofnun þjóðaróperu lögfest en minnihlutinn skilaði séráliti. 21.5.2021 12:32
Kokkar, kennarar og hjúkrunarfræðingar sinna störfum fangavarða vegna gífurlegrar manneklu Gífurlegur skortur er á fangavörðum í Bandaríkjunum og hafa kokkar, hjúkrunarfræðingar, kennarar og aðrir þurft að ganga í störf þeirra. Í einhverjum tilfellum eru fangar læstir í klefum sínum um helgar því skortur er á fangavörðum til að vakta þá. 21.5.2021 12:26
Benedikt vildi efsta sætið en var boðið það neðsta Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda og fyrrverandi formaður Viðreisnar, mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti. 21.5.2021 12:09
Mál Benedikts Bogasonar fyrir allsherjarnefnd Páll Magnússon formaður allsherjar og menntamálanefndar telur fulla ástæðu til að ýmsum spurningum og álitaefnum er varða aukastörf hæstaréttardómara sé svarað. 21.5.2021 12:04
Bólusettir verða áfram skimaðir á landamærum Bólusettir verða áfram skimaðir á landamærum og verður fyrirkomulag um tvöfalda skimun áfram óbreytt, að minnsta kosti til 15. júní. Er það meðal annars vegna þess að bólusettum á leið til landsins mun fjölga á næstunni. 21.5.2021 11:33
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um þær afléttingar sem taka gildi bæði innanlands og á landamærum í næstu viku. Hundrað og fimmtíu mega nú koma saman og grímuskyldan verður aflögð að miklu leyti. Enginn greindist smitaður innanlands í gær og aðeins einn á landamærum. 21.5.2021 11:31
Nowe rozluźnienia przepisów od wtorku Spotykać będzie się mogło do 150 osób, zwiększona będzie liczba osób mogących korzystać z basenów i siłowni. 21.5.2021 11:29
Alþjóðlegur dagur fjölbreytni lífríkisins á morgun António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir COVID-19 áminningu um að tengsl mannkynsins og náttúrunnar séu órjúfanleg. 21.5.2021 11:27
Herstjórnin sögð ætla að leysa upp stærsta flokk Mjanmar Herstjórn Mjanmar hefur skipað sérstaka nefnd til að leysa upp stjórnmálaflokk Aung San Suu Kyi, sem bar sigur úr býtum í þingkosningum í fyrra. Herstjórnin tók völd þann 1. febrúar í kjölfar kosninganna og hefur haldið því fram að umfangsmikið svindl hafi átt sér stað. Herstjórnin hefur þó ekki getað fært sönnur fyrir þeim ásökunum. 21.5.2021 11:15
Max-þota í fyrsta sinn í innanlandsflugi í dag Boeing 737 MAX flugvél Icelandair verður nýtt í innanlandsflugi milli Reykjavíkur og Akureyrar seinnipartinn í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem MAX-þota er notuð í farþegaflugi til Akureyrar sem og á innanlandsleiðum, að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. 21.5.2021 11:09
150 mega hittast og almenn grímuskylda heyrir sögunni til 150 mega koma saman frá og með næsta þriðjudegi og fyrstu skref verða tekin í að aflétta grímuskyldu. Þetta staðfesti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra rétt í þessu. 21.5.2021 11:05
Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 21.5.2021 10:54
„Skæruliðadeild“ Samherja sögð hafa lagt á ráðin um pistlaskrif gegn RÚV og fleirum „Ég fékk skilaboð frá einum af skipstjórunum okkar Páli Steingrímssyni. Hann hefur verið mjög „aktífur“ að skrifa bæði í blöð og á samfélagsmiðlum og getur svarað fyrir sig. Hann sem sagt býður fram krafta sína ef við þurfum nafn á einhver skrif.“ 21.5.2021 10:49
Svandís og Katrín kynntu breytingar innanlands og á landamærum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum sínum um aðgerðir innanlands. 21.5.2021 10:22
Hafa sent þúsundir aftur til Marokkó Rúmlega 6.500 af þeim um átta þúsund farand- og flóttamönnum sem hafa gert sér leið til Ceuta, yfirráðasvæðis Spánar í Norður-Afríku, í þessari viku hafa verið sendir aftur til Marokkó. Þetta tilkynnti Fernando Grande-Marlaska, innanríkisráðherra Spánar í morgun. 21.5.2021 10:15
Losun frá íslenskum iðnaði dróst aðeins saman Stöðvun á starfsemi kísilvers PCC á Bakka í fyrra er talin meginástæða 1,8% samdráttar á losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði á Íslandi sem heyrir undir evrópsks viðskiptakerfis með losunarheimildir á milli ára í fyrra. 21.5.2021 10:00
ESA vill net gervihnatta á braut um tunglið Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, vinnur að því að koma samskipta- og staðsetningargervihnöttum á braut um tunglið. Þannig á að auðvelda verulega rannsóknarvinnu og ferðir til tunglsins og þaðan lengra út í sólkerfið. 21.5.2021 09:23
Landlæknir telur Landspítala geta sinnt leghálssýnarannsóknum Embætti landlæknis segir Landspítala eiga að geta sinnt rannsóknum á leghálssýnum, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Rannsóknirnar eru nú framkvæmdar í Danmörku en fagsamtök heilbrigðisstarfsmanna hafa kallað eftir því að þær verði fluttar heim. 21.5.2021 09:06
Bein útsending: Uppbygging húsnæðis í Reykjavík til framtíðar Framtíðaruppbygging húsnæðis í Reykjavíkurborg verður til umræðu á fundi um grænt húsnæði klukkan 9 í dag. 21.5.2021 08:16
Vopnaður sverði á Laugaveginum: „Farðu heim til þín“ Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út í síðustu viku vegna slagsmála á Laugavegi þar sem karlmaður ógnaði öðrum með sverði. Liðsmenn sérsveitarinnar handtóku þann sem bar vopnið eftir einhverja leit en hinn flúði af vettvangi. Hvorugur þeirra er talinn hafa slasast alvarlega. 21.5.2021 07:55
Þjáðist af kvíða og kvíðaköstum og vildi gera allt til að hætta að finna til Harry Bretaprins þjáðist af kvíða og fékk alvarleg kvíðaköst þegar hann var yngri. Þá drakk hann stundum „vikuskammt“ af áfengi á einu kvöldi til að takast á við dauða móður sinnar og var tilbúinn til að gera allt til að hætta að finna til löngu seinna. 21.5.2021 07:54
Víða bjartviðri en dálitlar skúrir um landið austanvert Veðurstofan spáir norðlægri átt, golu eða kalda í dag. Spáð er víða bjartviðri, en skýjað um landið austanvert og dálitlar skúrir eða slydduél. Hiti á landinu eitt til ellefu stig yfir daginn, mildast suðvestantil, en allvíða næturfrost. 21.5.2021 07:16
Lögregla rannsakar 97 milljóna tap einstaklings á netinu Lögregla hefur til rannsóknar mál einstaklings sem tapaði 97 milljónum króna á netsvikum. Að sögn Daða Gunnarssonar, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, tapar eldra fólk stærri fjárhæðum. 21.5.2021 07:07
BL tekur við umboði fyrir Invicta Electric raffarartæki BL hefur tekið við umboði fyrir rafknúin farartæki frá spænska fyrirtækinu Invicta Electric sem selur mismunandi gerðir 100% rafdrifinna fólks- og sendibíla ásamt rafknúnum reiðhjólum, rafmagnsvespum og rafskútum. 21.5.2021 07:00
Handtóku meintan rafmagnshlaupahjólaþjóf Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann sem grunaður er um að hafa brotist inn í verslun og stolið tveimur rafmagnshlaupahjólum. Þá voru tveir menn handteknir í póstnúmerinu 111 fyir húsbrot, eignaspjöll og hótanir. 21.5.2021 06:21