Fleiri fréttir

ESB opnar landamærin fyrir bólusettum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur tekið þá ákvörðun að opna landamæri ríkjasambandsins fyrir ferðamönnum sem hafa verið bólusettir að fullu. Þessi ákvörðun var tekin í morgun en hefur ekki verið tilkynnt opinberlega þar sem ákvörðunin hefur ekki verið staðfest af erindrekum aðildarríkja ESB.

Dró sér þrjár milljónir frá hús­fé­laginu

Kona var í gær dæmd, í Héraðsdómi Reykjavíkur, til þess að greiða húsfélaginu í Efstasundi 100 rétt rúmar 2,8 milljónir króna. Hún var ákærð fyrir að hafa, sem formaður húsfélagsins, dregið sér fé af reikningum húsfélagsins.

Tæp­lega 70% sam­dráttur í losun frá Evrópu­flugi í faraldrinum

Losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegundum vegna ferða innan evrópska efnahagssvæðisins dróst saman um 69% á milli ára í fyrra þegar samgangur á milli landa snarminnkaði í kórónuveirufaraldrinum. Ekki hefur verið losað minna frá því að samevrópskt kerfi um losunarheimildir var tekið upp árið 2013.

Saksóknarar í New York taka höndum saman gegn fyrirtæki Trumps

Rannsókn saksóknara í New York á fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er nú orðin glæparannsókn. Þeir vinna nú með ríkissaksóknunum í Manhattan en í meira en ár hafa bæði embætti unnið að mismunandi rannsóknum á viðskiptum forsetans fyrrverandi og hafa þær nú verið sameinaðar.

Blóðug aftaka náðist á myndband

Það var ójafn leikur þegar þrír háhyrningar tóku varnarlausan sel af lífi skammt vestan við Hvammsvík í Hvalfirði á dögunum, eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan.

Komu akandi og köstuðu grjóti gegnum rúðu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til upp úr miðnætti nótt þar sem menn höfðu komið akandi að heimili og kastað grjóti í gegnum rúðu. Atvikið náðist á öryggismyndavélar og er málið í rannsókn.

Von á stöku skúr sunnan­lands

Stöðugleikinn sem hefur einkennt veðrið undanfarið er áfram til staðar og á landinu er nú fremur hæg norðlæg eða breytileg átt með stöku él norðaustantil. Annars en annars bjart að mestu þó að von sé á stöku skúr sunnanlands.

Fimm nýir Volvo FH16 dráttarbílar afhentir

Fimm nýir Volvo FH16 dráttarbílar voru afhentir með viðhöfn hjá Velti á Hádegismóum 8 á föstudaginn. Það voru eigendur og starfsmenn fyrirtækjanna Ragnars og Ásgeirs í Grundarfirði og Jón og Margeirs í Grindavík sem komu og tóku formlega við þessum glæsilegu bílum af nýrri kynslóð Volvo FH16.

Þrýstingur um vopnahlé fer vaxandi

Þrýstingur alþjóðasamfélagsins um vopnahlé á Gasa-svæðinu fer nú vaxandi en Egyptar segjast nú vilja koma vopnahléi á strax á morgun.

Fram­­kvæmd Suður­ne­sja­línu 2 í upp­­­námi

Fyrir­huguð fram­kvæmd Lands­nets á Suður­ne­sja­línu 2 er komin í upp­nám að sögn upp­lýsinga­full­trúa Lands­nets, Steinunnar Þor­steins­dóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á ó­vart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svo­nefnda Suð­vestur­línu.

Sakar Gísla um pólitískan áróður gegn Ísrael

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sakaði Gísla Martein Baldursson um pólitískan áróður gegn Ísrael á undankvöldi Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva í kvöld.

Segir sóun að ætla að stöðva hraunið með varnargörðum

Hafist var handa í dag við að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð eftir að ríkisstjórnin samþykkti í morgun að verja tuttugu milljónum króna til verksins. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta sóun, engin leið sé að stöðva hraunið með varnargörðum.

Berjast við sinueld í Hvalfirði

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar berjast nú við sinueld í norðanverðum Hvalfirðinum. Yfir tuttugu manns taka þátt í slökkvistarfinu en slökkviliðsstjórinn segir að stjórn hafi náðst á eldinum.

Ekkert útlit fyrir vopnahlé í bráð

Ekkert útlit er fyrir að vopnahlé náist í bráð milli Ísraels og Hamas-samtakanna á Gasa. Það er þrátt fyrir aukinn alþjóðlegan þrýsting á að vopnahléi verði komið á. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að árásir Ísraelshers hafi komið verulega niður á starfsemi Hamas.

Ís­lenskir ráð­amenn þrýstu á Blin­ken um lausn fyrir botni Mið­jarðar­hafs

Íslenskir ráðmenn þrýstu á Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundum með honum í dag að gera allt sem í hans valdi stæði til að stöðva átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann er sammála stefnu íslenskra stjórnvalda um að tveggja ríkja lausn í samskiptum Ísraels og Palestínu sé besta skrefið varðandi framtíð ríkjanna.

Ísraelsstjórn mótmælt víða um heim

Fjölmenn mótmæli voru víða gegn loftárásum Ísraela á Gasasvæðið í dag. Ekkert lát er á árásunum né eldflaugaskotum Hamas-samtakanna á ísraelskar borgir.

Lítill gróðureldur á Laugarnesi

Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst um klukkan sjö í kvöld tilkynning um gróðureldur á Laugarnesi. Einn bíll var sendur á vettvang og tók það skamman tíma að ná tökum á gróðureldinum.

Palestínumanni vísað á götuna eða til Grikklands

Palestínumaður, sem hefur verið synjað um hæli hér á landi, segist vilja búa á Íslandi með fjölskyldu sinni sem er enn á Gaza. Til stendur að senda hann aftur til Grikklands þar sem lögmaður segir aðstæður vera óboðlegar og mun verri en áður en faraldurinn skall á.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Íslenskir ráðamenn hvöttu utanríkisráðherra Bandaríkjanna til að beita sér fyrir friði á Gasasvæðinu á fundi með honum í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, fylgdist með fundum Antony Blinken með utanríkisráðherra, forsætisráðherra og forseta Íslands í dag og segir frá því helsta í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Telur víst að minnst eitt­hundrað megi koma saman eftir helgi

Heilbrigðisráðherra telur nokkuð öruggt að 100 manns hið minnsta verði leyft að koma saman þegar nýjar samkomutakmarkanir taka gildi eftir helgi. Grímuskyldan er einnig til skoðunar en ráðherra telur að hún verði afnumin í áföngum.

Gróður­eldar loga í Breið­holti

Tveir eldar hafa kviknað í skóginum á milli Breiðholtsbrautar og Seljabrautar. Útkall barst slökkviliði um klukkan 16:45 í dag og segir varðstjóri að slökkvistarf gangi ágætlega.

Bakslag fyrir bólusetningaráætlun Sameinuðu þjóðanna

Verulegt bakslag er komið í áætlanir Sameinuðu þjóðanna um að bólusetja fólk í þróunarríkjum gegn kórónuveirunni eftir að stærsti framleiðandi bóluefna í heiminum á Indlandi sagðist ekki geta afhent fleiri skammta fyrr en í lok þessa árs.

Repúblikanar á móti rannsókn á árásinni á þinghúsið

Leiðtogi Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings styður ekki tillögu um að óháð nefnd beggja flokka rannsaki mannskæða árás á þinghúsið 6. janúar. Sumir flokksbræður hans hafa undanfarið tekið til við að gera lítið úr alvarleika árásarinnar.

Þingmenn þungt hugsi eftir umfjöllun Kompáss: „Vægast sagt sláandi“

Þingmönnum var mörgum hverjum mikið niðri fyrir þegar skipulögð glæpastarfsemi var rædd á þinginu í dag. Upphafsmaður umræðunnar var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sem telur ástæðu til að óttast að Íslendingar séu að missa tökin á skipulagðri glæpastarfsemi.

Þjóðargersemar þurfi að skila sér heim

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafa haft gaman af því að fara yfir sameiginlega sögu Íslands og Bandaríkjanna á fundi þeirra í Hörpu í dag. Sagnfræðingurinn Guðni færði ráðherranum bókagjöf; bók eftir sjálfan sig.

Kominn tími á að jafna kynjahlutföllin

Um 6.300 fengu bóluefni Pfizer/BioNTech í Laugardalshöll í dag. Er það svipaður fjöldi og í gær þegar tæplega 7.200 fengu bóluefni Moderna. Annars vegar er um að ræða fólk sem var að fá sinn seinni skammt og hins vegar konur yngri en 55 ára sem tilheyra áhættuhópum.

Katrín: Mikil valdabarátta í aðdraganda fundarins

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist merkja mikla valdabaráttu í aðdraganda fundar Norðurskautsráðsins á morgun. Þjóðirnar séu að marka sér stöðu. Þetta sagði Katrín í viðtali við fréttastofu að loknum fundi hennar með Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Vilja hætta að merkja vín sín Rioja

Yfir fimm­tíu bask­neskir vín­fram­leið­endur vilja nú ekki lengur að vín þeirra séu merkt sem Rioja-vín. Vín merkt svæðinu Rioja eru ó­um­deilan­lega þau vin­sælustu sem koma frá Spáni en bask­nesku fram­leið­endurnir vilja nýja sér­bask­neska vín­merkingu.

Styðja ekki yfirlýsingar sem séu ekki vænlegar til árangurs

Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs komu sannarlega við sögu á blaðamannafundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Íslands í Hörpu í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafnar því að þjóð hans standi í vegi fyrir að friði verði komið á. Bandaríkin styðji þó ekki aðgerðir sem ekki séu vænlegar til árangurs.

Skelltu tveimur íbúðarblokkum í sóttkví

Heilbrigðisyfirvöld í litlum bæ í grennd við Düsseldorf í Þýskalandi gripu til sérstaklega róttækra aðgerða vegna kórónuveirusmita af völdum indverska afbrigðisins um helgina.

Sjá næstu 50 fréttir