Styðja ekki yfirlýsingar sem séu ekki vænlegar til árangurs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. maí 2021 14:08 Blinken fór um víðan völl á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs komu sannarlega við sögu á blaðamannafundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Íslands í Hörpu í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafnar því að þjóð hans standi í vegi fyrir að friði verði komið á. Bandaríkin styðji þó ekki aðgerðir sem ekki séu vænlegar til árangurs. Antony Blinken kom hingað til lands í gærkvöldi en tilefnið er fundur Norðurskautsráðs sem hefst á morgun. Þeir Guðlaugur Þór sögðust ekki hafa haft nægan tíma til að ræða öll þau mál sem lágu fyrir fundinum, svo mikið hafi þeir haft að ræða. Þó hafi átök Ísraels og Palestínu verið rædd án þess að hafa verið á dagskrá fundarins. Ræddi við kollega við Miðjarðarhaf Blinken hóf mál sitt á því að snerta á stöðunni fyrir botni Miðjarðarhafs og vinnu Bandaríkjanna í þeim tilgangi að stöðva átökin. Joe Biden forseti Bandaríkjanna hafi rætt við Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels í gær og lýst yfir stuðningi við vopnahlé. Biden hafi lýst yfir að Ísraelar, eins og allar þjóðir, hefðu rétt á að verja sig gagnvart eldflaugaárásum. Hann hafi lagt áherslu á að Ísraelar þyrftu að leggja áherslu á að gæta að öryggi saklausra borgara. Blinken og Guðlaugur Þór heilsuðust að Covid-19 sið í Hörpu í morgun.Vísir/Vilhelm Á sama tíma hafi Blinken rætt um nauðsyn þess að binda endi á ofbeldið við utanríkisráðherra í Ísrael, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Jórdaníu, Túnis og Evrópusambandinu og einnig við fulltrúa í Marokkó og Barein í morgun. Þau samtöl muni halda áfram við ráðherra þeirra þjóða sem sæki fundi Norðurskautsráðsins. Tveggja ríkja lausnin til framtíðar „Markmið okkar verður áfram að binda endi á þessa ofbeldishrinu eins hratt og mögulegt er. Og svo að ræða við aðila um örugga framtíðarlausn sem íbúar í Ísrael, Palestínu og um heim allan eiga skilið.“ Blinken var spurður frekar út í aðgerðir Bandaríkjanna af blaðamönnum í lok fundar. Þar kom fram að Bandaríkin væru viss um að framtíðarlausn fælist í tveggja ríkja lausninni svonefndu. Sem ætti að tryggja framtíð Ísraels sem lýðræðisríki en um leið að Palestínumenn fengu það land sem þeir ættu tilkall til. Félagar úr samtökunum Frjáls Palestína mótmæltu við Hörpu í morgun.Vísir/Vilhelm Hann sagði ekki rétt að með því að skrifa ekki undir yfirlýsingu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, varðandi það að átökum skyldi hætt tafarlaust. Bandaríkin stæðu í mikilli vinnu í því markmiði að koma á vopnahléi. Fyrrnefnd yfirlýsing væri ekki talin vænleg til árangurs. Ef Sameinuðu þjóðirnar væru með svar sem væri líklegt til að auka líkur á friði myndu Bandaríkin standa með því. Forðast hernað á svæðinu Málefni Norðurskauta voru einnig í brennidepli enda tilefni komu ráðherrans. Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu eftir tveggja ára setu og hrósaði Blinken Íslendingum fyrir störf sín. Ráðið stæði betur nú en fyrir tveimur árum. Þá væri mikilvægt að friður ríki áfram á Norðurslóðum og þjóðirnar geti unnið saman að sjálfbæru samfélagi og sinnt rannsóknum í vísindaskyni. Forðast þyrfti hernaðarumræðu á svæðinu og leyst honum ekki á hugmyndir Rússa um samtal á hernaðarlegum nótum. Blinken hlustar á Guðlaug Þór fara lofsamlegum orðum um samskipti Íslands og Bandaríkjanna í gegnum árin.Vísir/Vilhelm Tillaga er á borðinu um fund forsetanna Joe Biden og Vladimír Pútín. Það væri ósk Bandaríkjanna að sambandið við Rússa væri stöðugra og fyrirsjáanlegra. Afstaða Bandaríkjanna væri þó skýr ef Rússar gripu til einhverra aðgerða og nefndi tilraun til að myrða rússneska stjórnarandstöðuleiðtogann Alexei Navalní og afskipti Rússa af forsetakosningum í Bandaríkjunum. Rússar væru hins vegar auðvitað virkur þátttakandi í samtali um Norðurslóðir og tæki nú við formennsku. Vonir stæðu til þess að samvinna og samtal um umhverfismál og fleira á svæðinu verði áfram á góðum nótum. Blaðamannafundinn má sjá í heild að neðan. Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Bandaríkin Utanríkismál Ísrael Palestína Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Antony Blinken kom hingað til lands í gærkvöldi en tilefnið er fundur Norðurskautsráðs sem hefst á morgun. Þeir Guðlaugur Þór sögðust ekki hafa haft nægan tíma til að ræða öll þau mál sem lágu fyrir fundinum, svo mikið hafi þeir haft að ræða. Þó hafi átök Ísraels og Palestínu verið rædd án þess að hafa verið á dagskrá fundarins. Ræddi við kollega við Miðjarðarhaf Blinken hóf mál sitt á því að snerta á stöðunni fyrir botni Miðjarðarhafs og vinnu Bandaríkjanna í þeim tilgangi að stöðva átökin. Joe Biden forseti Bandaríkjanna hafi rætt við Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels í gær og lýst yfir stuðningi við vopnahlé. Biden hafi lýst yfir að Ísraelar, eins og allar þjóðir, hefðu rétt á að verja sig gagnvart eldflaugaárásum. Hann hafi lagt áherslu á að Ísraelar þyrftu að leggja áherslu á að gæta að öryggi saklausra borgara. Blinken og Guðlaugur Þór heilsuðust að Covid-19 sið í Hörpu í morgun.Vísir/Vilhelm Á sama tíma hafi Blinken rætt um nauðsyn þess að binda endi á ofbeldið við utanríkisráðherra í Ísrael, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Jórdaníu, Túnis og Evrópusambandinu og einnig við fulltrúa í Marokkó og Barein í morgun. Þau samtöl muni halda áfram við ráðherra þeirra þjóða sem sæki fundi Norðurskautsráðsins. Tveggja ríkja lausnin til framtíðar „Markmið okkar verður áfram að binda endi á þessa ofbeldishrinu eins hratt og mögulegt er. Og svo að ræða við aðila um örugga framtíðarlausn sem íbúar í Ísrael, Palestínu og um heim allan eiga skilið.“ Blinken var spurður frekar út í aðgerðir Bandaríkjanna af blaðamönnum í lok fundar. Þar kom fram að Bandaríkin væru viss um að framtíðarlausn fælist í tveggja ríkja lausninni svonefndu. Sem ætti að tryggja framtíð Ísraels sem lýðræðisríki en um leið að Palestínumenn fengu það land sem þeir ættu tilkall til. Félagar úr samtökunum Frjáls Palestína mótmæltu við Hörpu í morgun.Vísir/Vilhelm Hann sagði ekki rétt að með því að skrifa ekki undir yfirlýsingu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, varðandi það að átökum skyldi hætt tafarlaust. Bandaríkin stæðu í mikilli vinnu í því markmiði að koma á vopnahléi. Fyrrnefnd yfirlýsing væri ekki talin vænleg til árangurs. Ef Sameinuðu þjóðirnar væru með svar sem væri líklegt til að auka líkur á friði myndu Bandaríkin standa með því. Forðast hernað á svæðinu Málefni Norðurskauta voru einnig í brennidepli enda tilefni komu ráðherrans. Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu eftir tveggja ára setu og hrósaði Blinken Íslendingum fyrir störf sín. Ráðið stæði betur nú en fyrir tveimur árum. Þá væri mikilvægt að friður ríki áfram á Norðurslóðum og þjóðirnar geti unnið saman að sjálfbæru samfélagi og sinnt rannsóknum í vísindaskyni. Forðast þyrfti hernaðarumræðu á svæðinu og leyst honum ekki á hugmyndir Rússa um samtal á hernaðarlegum nótum. Blinken hlustar á Guðlaug Þór fara lofsamlegum orðum um samskipti Íslands og Bandaríkjanna í gegnum árin.Vísir/Vilhelm Tillaga er á borðinu um fund forsetanna Joe Biden og Vladimír Pútín. Það væri ósk Bandaríkjanna að sambandið við Rússa væri stöðugra og fyrirsjáanlegra. Afstaða Bandaríkjanna væri þó skýr ef Rússar gripu til einhverra aðgerða og nefndi tilraun til að myrða rússneska stjórnarandstöðuleiðtogann Alexei Navalní og afskipti Rússa af forsetakosningum í Bandaríkjunum. Rússar væru hins vegar auðvitað virkur þátttakandi í samtali um Norðurslóðir og tæki nú við formennsku. Vonir stæðu til þess að samvinna og samtal um umhverfismál og fleira á svæðinu verði áfram á góðum nótum. Blaðamannafundinn má sjá í heild að neðan.
Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Bandaríkin Utanríkismál Ísrael Palestína Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira