Fleiri fréttir

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fáum við helstu tíðindi af upplýsingafundi um kórónuveirufaraldurinn en sóttvarnalæknir hefur nú skilað minnisblaði um frekari tilslakanir til ráðherra sem tekur væntanlega ákvörðun um það á morgun.

Á­frýjunar­með­ferð í máli Gunnars Jóhanns hófst í morgun

Málflutningur í máli Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem dæmdur var í þrettán ára fangelsi fyrir að hafa banað bróður sínum í bænum Mehamn í Norður-Noregi í apríl 2019, hófst í lögmannsrétti Hálogalands í Tromsø í morgun. Verjendur Gunnars Jóhanns áfrýjuðu dómnum yfir skjólstæðingi sínum sem féll í október síðastliðnum.

Enginn greindist innan­lands í gær

Enginn greindist með kórónuveiruna innan­lands í gær.  Einn greindist með veiruna á landamærum og niðurstöðu mótefnamælingar beðið.

Símon Sig­valda­son metinn hæfastur í Lands­rétt

Símon Sigvaldason héraðsdómari er hæfastur umsækjenda til að gegna stöðu dómara við Landsrétt að mati dómnefndar um hæfni umsækjenda. Embætti dómara við Landsrétt var auglýst laust til umsóknar þann 20. nóvember síðastliðinn og bárust alls þrjár umsóknir.

Her­sveitir hörfa frá um­deildu stöðu­vatni

Indverskar og kínverskar hersveitir hafa hörfað frá landsvæði við stöðuvatnið Pangong í Himalaja-fjallgarðinum á landamærum ríkjanna. Mikil spenna hefur verið á svæðinu síðustu mánuði, en ríkin hafa lengi deilt um hvar landamærin skuli liggja.

Hægir vestan­vindar en sums staðar snjór

Landsmenn mega búast við fremur hægum vestanvindum í dag og þar sem mun snjóa sums staðar norðvestan til. Annars staðar verður lítilsháttar slydda eða rigning og mun létta smám saman til á Suðausturlandi.

Boeing 777-þotur kyrrsettar

Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur kyrrsett 24 Boeing 777-þotur í flota sínum eftir að eldur kom upp í hreyfli einnar þeirrar á laugardaginn var.

Yutong Eurobus afhendir 105 rafdrifna strætisvagna og rútur í Noregi

Yutong Eurobus hefur afhent 102 nýja rafknúna strætisvagna til Keolis í Bergen í Noregi og 3 rafdrifnar rútur til Oslobuss í Osló og hafa allir vagnarnir þegar verið teknir í notkun. Yutong Eurobus er einnig búið að afhenta og klára stóra samninga á rafmagnsvögnum til Danmerkur og Finnlands og unnið er í stórum útboðum til Svíþjóðar. Áætlað er að CO2 losun minnki um 50 tonn miðað við hvern rafknúinn vagn í stað dísilvagns í Bergen samkvæmt upplýsingum frá Keolis.

Kosningar 2021: Stjórnmál á tímum sóttarinnar

Tiltölulega litlar breytingar er að sjá á fylgi flokkanna í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn heldur ágætum sjó og er sá eini sem segja má að njóti umtalsverðs fylgis – stöðugt með vel yfir fimmtung atkvæða. Hefur þó dalað í öðrum nýlegum könnunum, svo sem hjá MMR. Aðrir flokkar ná ekki yfir fimmtán prósenta fylgi könnun Maskínu.

Vilja opna rannsókn á morði Malcolm X

Dætur Malcolm X vilja að rannsókn á morði föður þeirra verði opnuð að nýju vegna nýrra sönnunargagna í málinu. Malcolm X var þekktur fyrir réttindabaráttu sína í Bandaríkjunum, en hann var skotinn til bana þennan dag, 21. febrúar, árið 1965.

Byggðin á Barðaströnd nær vopnum sínum á ný

Það blés ekki byrlega fyrir samfélaginu á Barðaströnd fyrir fimm árum þegar bæjarstjórn Vesturbyggðar tilkynnti að grunnskóla sveitarinnar á Birkimel yrði lokað vegna barnafækkunar. Þá stefndi í að einungis tvö börn yrðu í sveitinni á skólaaldri.

Ó­sætti eftir að borgar­stjóri Lyon tók út kjöt­mál­tíðir í skólum

Grégory Doucet, borgarstjóri frönsku borgarinnar Lyon, ákvað að ekkert kjöt yrði á matseðli skóla í borginni til þess að einfalda matarþjónustu skóla vegna kórónuveirufaraldursins. Fiskur og egg er þó áfram hluti af skólamáltíðum, en ákvörðunin hefur farið öfugt ofan nokkra ráðamenn.

Segir Armi­e Hammer hafa „merkt sig“ og dreift nektar­myndum í ó­leyfi

Áhrifavaldurinn og háskólaneminn Paige Lorenze segir leikarann Armie Hammer hafa rist upphafsstaf sinn við lífbein hennar og síðar sleikt blóðið í burtu. Lorenze, sem var kærasta Hammer undir lok síðasta árs, hefur áður greint frá því að hann hafi dreift nektarmyndum af henni án hennar leyfis.

Blóðug barátta á botninum fyrir kosningar

Fylgi Samfylkingarinnar dalar nokkuð samkvæmt nýrri könnun og Flokkur fólksins dettur út af þingi. Prófessor í stjórnmálafræði telur nær ómögulegt að flokkum fjölgi á Alþingi og segir blóðuga baráttu fram undan á milli minnstu flokkanna.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um næstu skref í kórónuveirufaraldrinum en hún fékk í tillögur að næstu tilslökunum í hendurnar í kvöld.

Minnisblaðið komið til ráðherra

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að tilslökunum á sóttvarnaaðgerðum innanlands. 

Hálf milljón punkta á forsíðunni, einn fyrir hvert tapað líf

Hátt í hálf milljón hefur látið lífið í Bandaríkjunum af völdum covid-19 frá því við upphaf faraldursins þar í landi. Stórblaðið New York Times birti af þessu tilefni hálfa milljón svartra punkta á forsíðu sinni, sem tákn fyrir hvern þann sem látið hefur lífið af völdum sjúkdómsins í landinu.

Lögreglan varar við umferðartöfum næstu daga

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við umferðartöfum sem kunna að verða næstu daga vegna framkvæmda á Hafnarfjarðarvegi. Vinna hefst í fyrramálið vegna framkvæmdanna á Hafnarfjarðarvegi á leið til norðurs á brúnni sem liggur yfir Nýbýlaveg í Kópavogi.

„Mesta furða hvað fólk ber sig vel“

Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur (VSFK), segir Suðurnesjamenn bjartsýna og bera sig almennt nokkuð vel þrátt fyrir að atvinnuástandið þar sé það versta á landinu. Atvinnuleysi á Suðurnesjum mældist 24,5 prósent í janúar en þar að auki eru margir sem hafa verið þvingaðir í lægra starfshlutfall.

Brjálað að gera í blómabúðum

Brjálað hefur verið að gera hjá blómasölum landsins í tilefni af konudeginum sem er í dag, en hann markar upphaf góu. Konudagurinn er enn langstærsti blómasöludagur landsins þó Valentínusardagurinn sé í mikill sókn.

Hveragerði, Ölfus og Árborg keppast um nýja íbúa

„Við erum bara í heilbrigðri samkeppni um hver er bestur“, segir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar en mikil fjögun íbúa á sér nú stað í Hveragerði, Árborg og í Ölfusi en allt eru þetta nágranna sveitarfélög, sem keppst um að fá nýtt fólk til sín.

Heiða Guðný vill leiða lista VG í Suðurkjördæmi

Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, býður sig fram til að leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Heiða Guðný er bóndi á Ljótarstöðum og hefur setið í sveitarstjórn Skaftárhrepps í tíu ár. Þetta kemur fram í framboðstilkynningu frá Heiðu.

Íbúar á Reyðarfirði beðnir að loka gluggum vegna bruna

Töluverður eldur logar á athafnasvæði Hringrásar á Hjallaleiru á Reyðarfirði. Slökkvistarf stendur yfir að því er fram kemur í tilkynningu á heimasíðu Fjarðabyggðar. Nokkurn reyk mun leggja frá svæðinu og yfir byggð á Reyðarfirði.

Yfirheyra sakborninga og einum sleppt

Lögregla hyggst ekki fara fram á gæsluvarðhald yfir karlmanni sem var handtekinn í gær í tengslum við morðið í Rauðagerði. Tveir voru handteknir vegna málsins í gær og var annar þeirra úrskurðaður í gæsluvarðhald. Báðir koma frá Albaníu og eru í kringum þrítugt og fertugt.

Slökkviliðsmenn féllust í faðma á vaktaskiptum eftir marga mánuði í sundur

Tímamót urðu hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í gær þegar útkallslið slökkviliðsins varð að einum sóttvarnahóp á nýjan leik. Í marga mánuði hafa vaktaskipti hjá slökkviliðinu farið fram með óhefðbundnum hætti sökum kórónuveirufaraldursins þar sem gætt var að því að vaktir hittust ekki.

Von á tilslökunum á næstu dögum

Heilbrigðisráðherra býst við að fá drög að næstu sóttvarnaraðgerðum frá sóttvarnarlækni í dag. Hún gerir ráð fyrir talsverðum tilslökunum. Ekki er búið að ákveða hvort íslenskir ríkisborgarar sem koma til landsins án neikvæðs PCR-prófs verði sektaðir.

Fjölmenn mótmæli í skugga skothríðar

Þúsundir mótmælenda gengu um götur borga Mjanmar í morgun, þrátt fyrir að hermenn hafi skotið minnst tvo mótmælendur til bana í gær og sært marga aðra.

Etna spúði kviku í kílómetra hæð

Eldfjallið Etna, stærsta virka eldfjall Evrópu, lét aftur á sér kræla í nótt þegar það spúði kviku hátti til himins. Mikil virkni hefur verið í eldfjallinu undanfarið en byggðir á Sikiley hafa ekki verið í hættu.

Sjá næstu 50 fréttir