Fleiri fréttir Lést eftir fall af reiðhjóli Karlmaður á sjötugsaldri lést á Landspítalanum gær, en maðurinn féll af reiðhjóli á göngustíg í Seljahverfinu í Breiðholti síðastliðin laugardag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 19.1.2021 11:46 Kaflaskil þegar fyrstu Íslendingarnir fá seinni sprautuna í vikunni Það var þann 29. desember sem fyrstu Íslendingarnir fengu fyrri sprautuna fyrir Covid-19. Síðan eru liðnar þrjár vikur og á fimmtudag verður hafist handa við að gefa tæplega fimm þúsund manns seinni sprautuna. 19.1.2021 11:41 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Aðeins tveir greindust innanlands með Covid-19 í gær og báðir voru þeir í sóttkví. Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um skipulag bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu þessa vikuna. 19.1.2021 11:34 Dæmd í 43 ára fangelsi fyrir að móðga konungsfjölskylduna Tælensk kona hefur verið dæmd í 43 ára fangelsi fyrir að móðga konungsfjölskyldu landsins. Er það lengsti dómur sem hefur verið veittur varðandi brot sem þetta í landinu. Lögin í kringum konungsfjölskyldu Taílands þykja einkar ströng og hefur ákærum á grundvelli þeirra farið fjölgandi. 19.1.2021 11:20 63 prósent treysta Bjarna illa fyrir einkavæðingu Íslandsbanka Tæp 63 prósent þjóðarinnar treysta Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, mjög illa eða frekar illa til að leiða einkavæðingu Íslandsbanka. 23,5 prósent segjast treysta honum mjög eða frekar vel. 19.1.2021 10:56 „Nálgaðist tilveruna af áhuga og ástríðu allt til loka“ Fjölmargir minnast Svavars heitins Gestssonar, fyrrverandi ritstjóra, þingmanns, ráðherra og sendiherra, sem féll frá aðfaranótt 18. janúar. Forsætisráðherra rifjar upp sín fyrstu kynni af Svavari og fleiri hugsa hlýlega til hans á þessum tímamótum. 19.1.2021 10:49 Tvö innanlandssmit í gær Alls greindust tveir með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir voru þeir í sóttkví við greiningu. 19.1.2021 10:43 Sautján andlát rakin til hópsmitsins á Landakoti Alls eru sautján andlát rakin til hópsmitsins sem kom upp á Landakoti í október í fyrra. Fjórtán þeirra sem létust vegna Covid-19 og smituðust af veirunni í hópsýkingunni létust á Landakoti. Þrír létust á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka. 19.1.2021 10:30 Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19.1.2021 10:19 Telur ótækt að yfirvöld etji þreyttum ferðalöngum út í hættulegar heimferðir Læknir á Ísafirði telur ótækt að því sé haldið að ferðalöngum, sem búsettir eru á landsbyggðinni og koma frá útlöndum, að koma sér tafarlaust á skráðan sóttkvíarstað, jafnvel þótt þeir eigi langt ferðalag fyrir höndum. Leggja eigi áherslu á að fólk geti hvílt sig í grennd við flugvöllinn, frekar en að „etja þreyttum ferðalöngum út í að keyra um landið þvert og endilangt“ við erfið skilyrði. 19.1.2021 10:17 Lítill hluti ofbeldismála á hendur fötluðu fólki ratar inn í réttarvörslukerfið Talið er að fjöldi fatlaðs fólks hér á landi verði fyrir ofbeldi en að aðeins lítill hluti málanna rati inn í réttarvörslukerfið. Svört skýrsla kom út í dag um ofbeldi gagnvart fötluðum þar sem dregin er sú ályktun að sá hópur njóti ekki sömu réttinda og aðrir í kerfinu. 19.1.2021 10:08 Icelandair setur Iceland Travel í sölu Icelandair Group hefur ákveðið að hefja söluferli á dótturfélagi sínu, Iceland Travel. Félagið segir markmiðið í söluferlinu að hámarka virði fyrirtækisins og tryggja á sama tíma hagsmuni starfsfólks og íslenskrar ferðaþjónustu. 19.1.2021 10:04 Blær Ástríkur, áður Ásdís Jenna, er látinn Blær Ástríkur Stefán Ástuson Ástráðsson táknmálsfræðingur, sem áður hét Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, er látinn. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Kópavogi síðastliðinn laugardag, 16. janúar, 51 árs að aldri. Greint er frá andláti Blæs í Morgunblaðinu í dag. 19.1.2021 09:17 Skólar loka í Malaví – 25% COVID-19 sýna jákvæð Lazarus Chakwera forseti Malaví tilkynnti um lokun skóla í ávarpi til þjóðarinnar í gær til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar. 19.1.2021 09:10 Enn einn harmleikurinn við K2 Alex Goldfarb, Bandaríkjamaður sem hugðist klífa fjallið Broad Peak í grennd við K2 nú í janúar, fannst látinn í gær eftir umfangsmikla leit. Íslendingurinn John Snorri Sigurjónsson var á meðal þeirra sem tóku þátt í leitinni. 19.1.2021 09:07 Sögð hafa stolið tölvu Pelosi og ætlað að afhenda hana Rússum Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið konu á þrítugsaldri sem grunuð er um að hafa ætlað að reyna að selja Rússum tölvu í eigu Nancy Pelosi, leiðtoga fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 19.1.2021 08:18 Öflugur jarðskjálfti í Argentínu Öflugur jarðskjálfti 6,8 stig að stærð reið yfir í Argentínu í gærkvöldi. Í kjölfarið fylgdu að minnsta kosti fimm öflugir eftirskjálftar. 19.1.2021 08:04 „Í vikulokin ætti að hafa bætt vel í snjóinn norðan- og austanlands“ Í dag og á morgun er útlit fyrir norðlæga átt á landinu með strekkingi eða allhvössum vindi víða, jafnvel hvassari á stöku stað í vindstrengjum við fjöll að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 19.1.2021 07:21 Alelda bíll í Hafnarfirði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór á síðasta sólarhring í 117 sjúkraflutninga, þar af voru 22 forgangsverkefni og átta voru vegna Covid-19. 19.1.2021 06:59 Biden hyggst framlengja ferðabannið Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti ætlar að framlengja ferðabann sem hefur hindrað komu nærri allra farþega án bandarísks ríkisfangs sem hafa á síðustu 14 dögum verið í Brasilíu, Bretlandi, Írlandi eða þeim 26 ríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu. Ísland er þeirra á meðal. 19.1.2021 06:35 Islandia zobowiązała się do kupowania szczepionek z UE Islandia może kupować szczepionki tylko z Unii Europejskiej. 19.1.2021 00:22 Trump muni aflétta banni við komu farþega frá Evrópu Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hyggst fella úr gildi ferðabann sem hamlar komu erlendra ríkisborgara frá Brasilíu og Evrópu til Bandaríkjanna þann 26. janúar næstkomandi. Þetta herma heimildir Reuters-fréttastofunnar sem hefur þetta eftir ónefndum ráðamönnum innan Hvíta hússins. 18.1.2021 23:47 Blóðflæði í öllum fingrum eftir aðgerðina Guðmundur Felix Grétarsson er með blóðflæði í öllum fingrum eftir handleggjaágræðslu sem hann gekkst undir í síðustu viku. Frá þessu er greint á Facebook-síðu hans í kvöld. 18.1.2021 23:41 Svavar fór með áhorfendur á æskuslóðir sínar Svavar Gestsson lýsti hugmyndum sínum um Gullna söguhringinn í þættinum Um land allt á Stöð 2 árið 2017. Svavar fór þar með Kristjáni Má Unnarssyni um helstu söguslóðir Dalasýslu og rakti hvernig hann sá fyrir sér að treysta mætti byggðina með menningartengdri starfsemi, byggða á Íslendingasögunum. 18.1.2021 22:54 Zamknięto drogę z powodu zagrożenia lawinowego Z powodu lawny zamknięto drogę Ólafsfjarðarmúli. 18.1.2021 22:46 Ójöfn dreifing bóluefnis „siðferðilegt stórslys“ Það er ósanngjarnt að yngra og heilbrigðara fólk í ríkari þjóðum heimsins sé bólusett við kórónuveirunni áður en viðkvæmir hópar í fátækari löndum fá bólusetningu. Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem er afar gagnrýninn á það hvernig bóluefni hefur verið dreift. 18.1.2021 21:02 Ráðast í endurbætur á símasambandi á slysstað í næstu viku Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir það sjaldgæft að fólk nái ekki sambandi í neyð vegna slæms símasambands og að þeim stöðum fari mjög fækkandi. Til stendur að ráðast í endurbætur á símasambandi í Skötufirði í næstu viku þar sem banaslys átti sér stað á laugardag. 18.1.2021 20:46 Ísland hefur skuldbundið sig til að kaupa ekki bóluefni utan samnings Evrópusambandsins Sóttvarnalæknir segir að búið verði að bólusetja um 30 þúsund manns gegn kórónuveirunni í lok mars. Hann segir að Ísland hafi skuldbundið sig til að kaupa bóluefni samkvæmt samningum Evrópusambandsins. Því sé ekki hægt að kaupa bóluefni framhjá þeim samningum. 18.1.2021 20:22 Veginum um Ólafsfjarðarmúla lokað vegna snjóflóðs Veginum um Ólafsfjarðarmúla á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur hefur verið lokað vegna snjóflóðs sem féll yfir veginn. Starfsmenn Vegagerðarinnar komu að snjóflóðinu um kvöldmatarleytið. 18.1.2021 20:20 Handtekinn eftir 130 tilefnislaus símtöl í Neyðarlínuna Lögreglan á Suðurlandi handtók á laugardag einstakling sem hafði hringt 130 sinnum í Neyðarlínuna frá morgni til hádegis án ástæðu. Viðkomandi var handtekinn á hosteli á Selfossi þar sem hann dvaldi, en þar brást hann ókvæða við og hrækti á lögreglumenn. 18.1.2021 19:33 Vill Navalní úr haldi tafarlaust Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní var úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald í dag. Utanríkisráðherra fer fram á að honum verði tafarlaust sleppt úr haldi. 18.1.2021 19:00 „Smitskömm er óþörf og getur jafnvel valdið skaða“ Það tekur smitrakningateymi lengri tíma nú en í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins að ná utan um smit og smitkeðjur en áður. Aðstoðaryfirlögregluþjónn veltir fyrir sér hvort smitskömm sé meiri nú en þá. 18.1.2021 19:00 Ótækt að bera saman tilkynningar um aukaverkanir Moderna og Pfizer Alls hafa sextán aukaverkanir verið tilkynntar eftir bólusetningar með bóluefni Moderna en aðeins ein er talin alvarleg. Í því tilfelli fékk einstaklingur ofnæmisviðbrögð eftir bólusetninguna. 18.1.2021 18:34 Óttast að Samfylkingin fremji ódæðisverk gegn óvirkum alkóhólistum Birgir Dýrfjörð, sem situr í flokksstjórn Samfylkingarinnar, segir að hans eigin reynsla af alkóhólisma og vanmætti sínum gagnvart áfengi hafi litað ákvörðun hans um að segja sig úr uppstillingarnefnd flokksins. 18.1.2021 18:08 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ísland hefur skuldbundið sig til að kaupa ekki bóluefni framhjá samningum ESB að sögn sóttvarnalæknis. Hann bindur ennþá vonir við að Ísland taki þátt í bólusetningarrannsókn lyfjafyrirtækisins Pfizer. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 18.1.2021 18:03 Fox krafðist þagnar um sáttina fram yfir kosningar Forsvarsmenn Fox News gerðu það að skilyrði sáttar þeirra við foreldra Seth Rich, sem var myrtur árið 2016, að ekki mætti segja frá sáttinni fyrr en eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. 18.1.2021 16:38 Ríkisendurskoðun tekur út starfsemi Vegagerðarinnar Alþingi samþykkti í dag að fela ríkisendurskoðanda að gera úttekt á starfsemi Vegagerðarinnar. Sara Elísa Þórðardóttir, þingmaður Pírata, fór fram á úttektina sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á fyrsta þingfundi eftir jólafrí í dag. 18.1.2021 16:11 Katrín telur stjórnarflokkana hafa unnið vel úr Ásmundarsalarmálinu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist hafa haft áhyggjur af því að Ásmundarsalarmálið svokallaða myndi hafa áhrif á traust á milli stjórnarflokkanna. Hún telur þó að vel hafi verið unnið úr því. 18.1.2021 16:07 Svavar Gestsson er látinn Svavar Gestsson, fyrrum ritstjóri Þjóðviljans, formaður Alþýðubandalagsins, þingmaður, ráðherra og sendiherra, lést á gjörgæsludeild Landspítalans aðfararnótt 18. janúar. Svavar fæddist á Guðnabakka í Stafholtstungum 26. júní 1944, sonur hjónanna Guðrúnar Valdimarsdóttur og Gests Sveinssonar. Svavar var elstur átta systkina. 18.1.2021 15:49 Réttarvarsla fatlaðs fólks lakari en annarra Ætla má að fjöldi fatlaðs fólks verði fyrir ofbeldi á Íslandi og að í einhverjum tilvikum verði þolendur ítrekað – og jafnvel reglulega – fyrir ofbeldi. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra (RLS), Ofbeldi gegn fötluðu fólki á Íslandi. 18.1.2021 15:38 „Eins og að segja: Étið það sem úti frýs“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, hóf fyrsta óundirbúna fyrirspurnatíma Alþingis á nýju ári á því að spyrja félagsmálaráðherra hvort til skoðunar væri að framlengja tímabil atvinnuleysisbóta úr þrjátíu mánuðum. 18.1.2021 15:32 Breskir útgerðarmenn brjálaðir vegna Brexit Forsvarsmenn skoskra skelfisksfyrirtækja mótmæltu aðstæðum á mörkuðum þeirra með því að leggja fjölda flutningabíla við þingið í London og ráðuneyti. Þeir segja úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, og skilyrði sem því fylgja vera að kæfa fyrirtækin og kalla eftir breytingum. 18.1.2021 15:08 Viðurkenndu að hafa brotið reglur um sóttkví Lögreglan á Austurlandi segir að tveir einstaklingar, sem grunaðir voru um brot á sóttkví, hafi nú játað brot sín. Lögreglan hefur haft málið til rannsóknar frá því í síðustu viku. 18.1.2021 14:56 Heilbrigðisráðherra standi ekki einn í rokinu Vonir standa til að hægt verði að afgreiða sóttvarnalög úr velferðarnefnd í næstu viku. Formaður nefndarinnar segir ekki liggja eins mikið á flýtiafgreiðslu þar sem stjórnvöld telji lagagrundvöll fyrir því að skylda fólk í tvöfalda skimun á landamærunum. 18.1.2021 14:18 Navalní úrskurðaður í gæsluvarðhald Alexei Navalní hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. febrúar. Það er í takt við kröfur saksóknara og verður hann í gæsluvarðhaldi á meðan ákveðið er fyrir öðrum dómstól hvort dæma eigi hann til fangelsisvistar fyrir að rjúfa skilorð. 18.1.2021 14:08 Sjá næstu 50 fréttir
Lést eftir fall af reiðhjóli Karlmaður á sjötugsaldri lést á Landspítalanum gær, en maðurinn féll af reiðhjóli á göngustíg í Seljahverfinu í Breiðholti síðastliðin laugardag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 19.1.2021 11:46
Kaflaskil þegar fyrstu Íslendingarnir fá seinni sprautuna í vikunni Það var þann 29. desember sem fyrstu Íslendingarnir fengu fyrri sprautuna fyrir Covid-19. Síðan eru liðnar þrjár vikur og á fimmtudag verður hafist handa við að gefa tæplega fimm þúsund manns seinni sprautuna. 19.1.2021 11:41
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Aðeins tveir greindust innanlands með Covid-19 í gær og báðir voru þeir í sóttkví. Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um skipulag bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu þessa vikuna. 19.1.2021 11:34
Dæmd í 43 ára fangelsi fyrir að móðga konungsfjölskylduna Tælensk kona hefur verið dæmd í 43 ára fangelsi fyrir að móðga konungsfjölskyldu landsins. Er það lengsti dómur sem hefur verið veittur varðandi brot sem þetta í landinu. Lögin í kringum konungsfjölskyldu Taílands þykja einkar ströng og hefur ákærum á grundvelli þeirra farið fjölgandi. 19.1.2021 11:20
63 prósent treysta Bjarna illa fyrir einkavæðingu Íslandsbanka Tæp 63 prósent þjóðarinnar treysta Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, mjög illa eða frekar illa til að leiða einkavæðingu Íslandsbanka. 23,5 prósent segjast treysta honum mjög eða frekar vel. 19.1.2021 10:56
„Nálgaðist tilveruna af áhuga og ástríðu allt til loka“ Fjölmargir minnast Svavars heitins Gestssonar, fyrrverandi ritstjóra, þingmanns, ráðherra og sendiherra, sem féll frá aðfaranótt 18. janúar. Forsætisráðherra rifjar upp sín fyrstu kynni af Svavari og fleiri hugsa hlýlega til hans á þessum tímamótum. 19.1.2021 10:49
Tvö innanlandssmit í gær Alls greindust tveir með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir voru þeir í sóttkví við greiningu. 19.1.2021 10:43
Sautján andlát rakin til hópsmitsins á Landakoti Alls eru sautján andlát rakin til hópsmitsins sem kom upp á Landakoti í október í fyrra. Fjórtán þeirra sem létust vegna Covid-19 og smituðust af veirunni í hópsýkingunni létust á Landakoti. Þrír létust á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka. 19.1.2021 10:30
Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19.1.2021 10:19
Telur ótækt að yfirvöld etji þreyttum ferðalöngum út í hættulegar heimferðir Læknir á Ísafirði telur ótækt að því sé haldið að ferðalöngum, sem búsettir eru á landsbyggðinni og koma frá útlöndum, að koma sér tafarlaust á skráðan sóttkvíarstað, jafnvel þótt þeir eigi langt ferðalag fyrir höndum. Leggja eigi áherslu á að fólk geti hvílt sig í grennd við flugvöllinn, frekar en að „etja þreyttum ferðalöngum út í að keyra um landið þvert og endilangt“ við erfið skilyrði. 19.1.2021 10:17
Lítill hluti ofbeldismála á hendur fötluðu fólki ratar inn í réttarvörslukerfið Talið er að fjöldi fatlaðs fólks hér á landi verði fyrir ofbeldi en að aðeins lítill hluti málanna rati inn í réttarvörslukerfið. Svört skýrsla kom út í dag um ofbeldi gagnvart fötluðum þar sem dregin er sú ályktun að sá hópur njóti ekki sömu réttinda og aðrir í kerfinu. 19.1.2021 10:08
Icelandair setur Iceland Travel í sölu Icelandair Group hefur ákveðið að hefja söluferli á dótturfélagi sínu, Iceland Travel. Félagið segir markmiðið í söluferlinu að hámarka virði fyrirtækisins og tryggja á sama tíma hagsmuni starfsfólks og íslenskrar ferðaþjónustu. 19.1.2021 10:04
Blær Ástríkur, áður Ásdís Jenna, er látinn Blær Ástríkur Stefán Ástuson Ástráðsson táknmálsfræðingur, sem áður hét Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, er látinn. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Kópavogi síðastliðinn laugardag, 16. janúar, 51 árs að aldri. Greint er frá andláti Blæs í Morgunblaðinu í dag. 19.1.2021 09:17
Skólar loka í Malaví – 25% COVID-19 sýna jákvæð Lazarus Chakwera forseti Malaví tilkynnti um lokun skóla í ávarpi til þjóðarinnar í gær til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar. 19.1.2021 09:10
Enn einn harmleikurinn við K2 Alex Goldfarb, Bandaríkjamaður sem hugðist klífa fjallið Broad Peak í grennd við K2 nú í janúar, fannst látinn í gær eftir umfangsmikla leit. Íslendingurinn John Snorri Sigurjónsson var á meðal þeirra sem tóku þátt í leitinni. 19.1.2021 09:07
Sögð hafa stolið tölvu Pelosi og ætlað að afhenda hana Rússum Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið konu á þrítugsaldri sem grunuð er um að hafa ætlað að reyna að selja Rússum tölvu í eigu Nancy Pelosi, leiðtoga fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 19.1.2021 08:18
Öflugur jarðskjálfti í Argentínu Öflugur jarðskjálfti 6,8 stig að stærð reið yfir í Argentínu í gærkvöldi. Í kjölfarið fylgdu að minnsta kosti fimm öflugir eftirskjálftar. 19.1.2021 08:04
„Í vikulokin ætti að hafa bætt vel í snjóinn norðan- og austanlands“ Í dag og á morgun er útlit fyrir norðlæga átt á landinu með strekkingi eða allhvössum vindi víða, jafnvel hvassari á stöku stað í vindstrengjum við fjöll að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 19.1.2021 07:21
Alelda bíll í Hafnarfirði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór á síðasta sólarhring í 117 sjúkraflutninga, þar af voru 22 forgangsverkefni og átta voru vegna Covid-19. 19.1.2021 06:59
Biden hyggst framlengja ferðabannið Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti ætlar að framlengja ferðabann sem hefur hindrað komu nærri allra farþega án bandarísks ríkisfangs sem hafa á síðustu 14 dögum verið í Brasilíu, Bretlandi, Írlandi eða þeim 26 ríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu. Ísland er þeirra á meðal. 19.1.2021 06:35
Islandia zobowiązała się do kupowania szczepionek z UE Islandia może kupować szczepionki tylko z Unii Europejskiej. 19.1.2021 00:22
Trump muni aflétta banni við komu farþega frá Evrópu Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hyggst fella úr gildi ferðabann sem hamlar komu erlendra ríkisborgara frá Brasilíu og Evrópu til Bandaríkjanna þann 26. janúar næstkomandi. Þetta herma heimildir Reuters-fréttastofunnar sem hefur þetta eftir ónefndum ráðamönnum innan Hvíta hússins. 18.1.2021 23:47
Blóðflæði í öllum fingrum eftir aðgerðina Guðmundur Felix Grétarsson er með blóðflæði í öllum fingrum eftir handleggjaágræðslu sem hann gekkst undir í síðustu viku. Frá þessu er greint á Facebook-síðu hans í kvöld. 18.1.2021 23:41
Svavar fór með áhorfendur á æskuslóðir sínar Svavar Gestsson lýsti hugmyndum sínum um Gullna söguhringinn í þættinum Um land allt á Stöð 2 árið 2017. Svavar fór þar með Kristjáni Má Unnarssyni um helstu söguslóðir Dalasýslu og rakti hvernig hann sá fyrir sér að treysta mætti byggðina með menningartengdri starfsemi, byggða á Íslendingasögunum. 18.1.2021 22:54
Zamknięto drogę z powodu zagrożenia lawinowego Z powodu lawny zamknięto drogę Ólafsfjarðarmúli. 18.1.2021 22:46
Ójöfn dreifing bóluefnis „siðferðilegt stórslys“ Það er ósanngjarnt að yngra og heilbrigðara fólk í ríkari þjóðum heimsins sé bólusett við kórónuveirunni áður en viðkvæmir hópar í fátækari löndum fá bólusetningu. Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem er afar gagnrýninn á það hvernig bóluefni hefur verið dreift. 18.1.2021 21:02
Ráðast í endurbætur á símasambandi á slysstað í næstu viku Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir það sjaldgæft að fólk nái ekki sambandi í neyð vegna slæms símasambands og að þeim stöðum fari mjög fækkandi. Til stendur að ráðast í endurbætur á símasambandi í Skötufirði í næstu viku þar sem banaslys átti sér stað á laugardag. 18.1.2021 20:46
Ísland hefur skuldbundið sig til að kaupa ekki bóluefni utan samnings Evrópusambandsins Sóttvarnalæknir segir að búið verði að bólusetja um 30 þúsund manns gegn kórónuveirunni í lok mars. Hann segir að Ísland hafi skuldbundið sig til að kaupa bóluefni samkvæmt samningum Evrópusambandsins. Því sé ekki hægt að kaupa bóluefni framhjá þeim samningum. 18.1.2021 20:22
Veginum um Ólafsfjarðarmúla lokað vegna snjóflóðs Veginum um Ólafsfjarðarmúla á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur hefur verið lokað vegna snjóflóðs sem féll yfir veginn. Starfsmenn Vegagerðarinnar komu að snjóflóðinu um kvöldmatarleytið. 18.1.2021 20:20
Handtekinn eftir 130 tilefnislaus símtöl í Neyðarlínuna Lögreglan á Suðurlandi handtók á laugardag einstakling sem hafði hringt 130 sinnum í Neyðarlínuna frá morgni til hádegis án ástæðu. Viðkomandi var handtekinn á hosteli á Selfossi þar sem hann dvaldi, en þar brást hann ókvæða við og hrækti á lögreglumenn. 18.1.2021 19:33
Vill Navalní úr haldi tafarlaust Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní var úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald í dag. Utanríkisráðherra fer fram á að honum verði tafarlaust sleppt úr haldi. 18.1.2021 19:00
„Smitskömm er óþörf og getur jafnvel valdið skaða“ Það tekur smitrakningateymi lengri tíma nú en í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins að ná utan um smit og smitkeðjur en áður. Aðstoðaryfirlögregluþjónn veltir fyrir sér hvort smitskömm sé meiri nú en þá. 18.1.2021 19:00
Ótækt að bera saman tilkynningar um aukaverkanir Moderna og Pfizer Alls hafa sextán aukaverkanir verið tilkynntar eftir bólusetningar með bóluefni Moderna en aðeins ein er talin alvarleg. Í því tilfelli fékk einstaklingur ofnæmisviðbrögð eftir bólusetninguna. 18.1.2021 18:34
Óttast að Samfylkingin fremji ódæðisverk gegn óvirkum alkóhólistum Birgir Dýrfjörð, sem situr í flokksstjórn Samfylkingarinnar, segir að hans eigin reynsla af alkóhólisma og vanmætti sínum gagnvart áfengi hafi litað ákvörðun hans um að segja sig úr uppstillingarnefnd flokksins. 18.1.2021 18:08
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ísland hefur skuldbundið sig til að kaupa ekki bóluefni framhjá samningum ESB að sögn sóttvarnalæknis. Hann bindur ennþá vonir við að Ísland taki þátt í bólusetningarrannsókn lyfjafyrirtækisins Pfizer. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 18.1.2021 18:03
Fox krafðist þagnar um sáttina fram yfir kosningar Forsvarsmenn Fox News gerðu það að skilyrði sáttar þeirra við foreldra Seth Rich, sem var myrtur árið 2016, að ekki mætti segja frá sáttinni fyrr en eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. 18.1.2021 16:38
Ríkisendurskoðun tekur út starfsemi Vegagerðarinnar Alþingi samþykkti í dag að fela ríkisendurskoðanda að gera úttekt á starfsemi Vegagerðarinnar. Sara Elísa Þórðardóttir, þingmaður Pírata, fór fram á úttektina sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á fyrsta þingfundi eftir jólafrí í dag. 18.1.2021 16:11
Katrín telur stjórnarflokkana hafa unnið vel úr Ásmundarsalarmálinu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist hafa haft áhyggjur af því að Ásmundarsalarmálið svokallaða myndi hafa áhrif á traust á milli stjórnarflokkanna. Hún telur þó að vel hafi verið unnið úr því. 18.1.2021 16:07
Svavar Gestsson er látinn Svavar Gestsson, fyrrum ritstjóri Þjóðviljans, formaður Alþýðubandalagsins, þingmaður, ráðherra og sendiherra, lést á gjörgæsludeild Landspítalans aðfararnótt 18. janúar. Svavar fæddist á Guðnabakka í Stafholtstungum 26. júní 1944, sonur hjónanna Guðrúnar Valdimarsdóttur og Gests Sveinssonar. Svavar var elstur átta systkina. 18.1.2021 15:49
Réttarvarsla fatlaðs fólks lakari en annarra Ætla má að fjöldi fatlaðs fólks verði fyrir ofbeldi á Íslandi og að í einhverjum tilvikum verði þolendur ítrekað – og jafnvel reglulega – fyrir ofbeldi. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra (RLS), Ofbeldi gegn fötluðu fólki á Íslandi. 18.1.2021 15:38
„Eins og að segja: Étið það sem úti frýs“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, hóf fyrsta óundirbúna fyrirspurnatíma Alþingis á nýju ári á því að spyrja félagsmálaráðherra hvort til skoðunar væri að framlengja tímabil atvinnuleysisbóta úr þrjátíu mánuðum. 18.1.2021 15:32
Breskir útgerðarmenn brjálaðir vegna Brexit Forsvarsmenn skoskra skelfisksfyrirtækja mótmæltu aðstæðum á mörkuðum þeirra með því að leggja fjölda flutningabíla við þingið í London og ráðuneyti. Þeir segja úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, og skilyrði sem því fylgja vera að kæfa fyrirtækin og kalla eftir breytingum. 18.1.2021 15:08
Viðurkenndu að hafa brotið reglur um sóttkví Lögreglan á Austurlandi segir að tveir einstaklingar, sem grunaðir voru um brot á sóttkví, hafi nú játað brot sín. Lögreglan hefur haft málið til rannsóknar frá því í síðustu viku. 18.1.2021 14:56
Heilbrigðisráðherra standi ekki einn í rokinu Vonir standa til að hægt verði að afgreiða sóttvarnalög úr velferðarnefnd í næstu viku. Formaður nefndarinnar segir ekki liggja eins mikið á flýtiafgreiðslu þar sem stjórnvöld telji lagagrundvöll fyrir því að skylda fólk í tvöfalda skimun á landamærunum. 18.1.2021 14:18
Navalní úrskurðaður í gæsluvarðhald Alexei Navalní hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. febrúar. Það er í takt við kröfur saksóknara og verður hann í gæsluvarðhaldi á meðan ákveðið er fyrir öðrum dómstól hvort dæma eigi hann til fangelsisvistar fyrir að rjúfa skilorð. 18.1.2021 14:08