Fleiri fréttir

Leggur til að skemmtistöðum og krám verði lokað yfir helgina

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að öllum skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu verði lokað á morgun og að staðirnir verði lokaðir yfir helgina.

Fluttur með sjúkraflugi suður eftir alvarlegt slys í Önundarfirði

Alvarlegt slys varð í spennistöð Orkubús Vestfjarða á fjórða tímanum í dag. Einn var fluttur slasaður með sjúkrabíl til Ísafjarðar en var skömmu síðar fluttur með sjúkraflugi Mýflugs suður til Reykjavíkur. Straumleysi varð í Önundarfirði eftir að slysið varð og er verið að skoða aðstæður.

WHO varar við að sóttkví sé stytt

Evrópuþjóðir verða að halda fast við sóttkvíarreglur vegna kórónuveirufaraldursins í ljósi fjölgunar smitaðra um alla álfuna undanfarið, að mati yfirmanns Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu. Fjölgunin ætti að vera álfunni vakning.

108 konur kallaðar til frekari skoðunar

Krabbameinsfélagið hefur lokið við endurskoðun tæplega 3300 af 6000 sýnum sem rannsaka á sérstaklega vegna alvarlegs atviks sem uppgötvaðist í sumar.

Fyrirsæta sakar Bandaríkjaforseta um kynferðisárás

Fyrrverandi fyrirsæta sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að hafa ráðist á hana kynferðislega á opna bandaríska tennismótinu fyrir tæpum aldarfjórðungi. Konan lýsir því að árásin hafi valdið henni ógleði og henni hafi fundist á sér brotið.

Engar ábendingar um dvalarstað fjölskyldunnar

Formleg leit er enn ekki hafin að Khedr-fjölskyldunni sem stóð til að vísa úr landi í gær. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra er verið að meta næstu skref. Yfirvöld vita enn ekki hvar þau eru niðurkomin og ekki hafa borist ábendingar um dvalarstað þeirra.

Fimm milljóna styrkur í rannsóknir samgönguslysa

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mætti í morgun á lögreglustöðina á Selfossi til að undirrita samning um að Lögreglan á Suðurlandi haldi áfram að sinna rannsóknum ökutækja úr alvarlegum umferðarslysum um land allt.

Nítján greindust með veiruna í gær

Nítján kórónuveirusmit greindust hér á landi síðasta sólarhringinn. Þetta staðfestir Thor Aspelund prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands í samtali við Vísi.

Hafi inn­byrt eitrið úr vatns­flösku á hótel­her­bergi

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní er sagður hafa innbyrt taugaeitrið novichok úr vatnsflösku sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu í síberísku borginni Tomsk en ekki á flugvellinum í borginni líkt og áður var talið.

Skúrir og suð­vestan vindur

Veðurstofan spáir suðvestan 5 til 13 metrum á sekúndu og skúrum í dag, en víða léttskýjað austantil á landinu. Hitinn verður á bilinu 7 til 13 stig.

Sally olli miklum flóðum

Hitabeltisstormurinn Sally hefur orsakað rafmagnsleysi hjá hálfri milljón Bandaríkjanna en óveðrinu hafa fylgt gríðarlegar rigningar og flóð.

Sjá næstu 50 fréttir