Bílar

Björgvin Páll fær Mercedes-Benz bifreið til að sinna forvarnarverkefni

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Björgvin Páll við Mercedes-Benz GLC sem hann ekur á milli grunnskóla landsins.
Björgvin Páll við Mercedes-Benz GLC sem hann ekur á milli grunnskóla landsins.

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur sett af stað forvarnar- og fræðsluverkefni í grunnskólum landsins. Verkefnið ber nafnið Vopnabúrið og er fyrirlestrarröð fyrir nemendur, kennara og foreldra, segir í fréttatilkynningu frá Öskju, sem leggur Björgvini Páli til bifreið til að sinna verkefninu.

Björgvin Páll er löngu landskunnur fyrir afrek sín sem landsliðsmarkvörður í handbolta en hann átti sjálfur ekki auðvelda æsku og þurfti því að ryðja ýmsum hindrunum úr vegi og hafa mikið fyrir því að ná eins langt og hann gerði.

„Ég hef mikinn áhuga á því að nýta mína reynslu til að hjálpa börnum og unglingum sem standa frammi fyrir sömu áskorunum og ég gerði. Ástandið er ekki frá­bært, sér­stak­lega á börn­un­um okk­ar“ seg­ir Björg­vin Páll. Þar vís­ar hann til ný­legra rann­sókna á and­legri líðan í tengsl­um við far­ald­ur kórónuveirunnar.

Björg­vin Páll mun til að byrja með halda fyrir­lestra sína í skól­um í Kópa­vogi þar sem ræt­ur hans liggja en hann hef­ur tjáð sig um æsku sína þar sem hann lenti í mikl­um erfiðleik­um og fyr­ir skömmu gaf hann út bókina Án filters þar sem hann seg­ir frá reynslu sinni. Mark­miðið er að ná til ung­linga sem eiga á hættu að lenda í erfiðleik­um og neyslu, mynda tengsl við þá og freista þess að beina þeim inn á rétt­ar braut­ir í líf­inu. Verk­efnið er tví­skipt: ann­ars veg­ar er það Vopna­búrið og Við sem lið en í það ætl­ar Björg­vin Páll að safna saman krökk­um til að vinna per­sónu­lega með.

Bílaumboðið Askja lætur Björgvin Pál fá afnot að Mercedes-Benz bifreið til að sinna verkefninu og aka á milli grunnskóla landsins. „Það er okkur hjá Öskju mikil og sönn ánægja að geta stutt við bakið á þessu góða málefni“ segir Arna Rut Hjartardóttir, markaðsstjóri Mercedes-Benz.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.