Fleiri fréttir

Hræðast að ó­veður muni dreifa enn frekar úr eldunum

Veðurstofa Bandaríkjanna hefur gefið út rauða viðvörun vegna mikils óveðurs sem nálgast nú vesturströnd landsins. Veðrið boðar ekki gott, en miklum vindum og engri rigningu er spáð, og talið er að gróðureldarnir sem þar geisa muni dreifast enn meira. 

Bráðahjúkrun og leikfangabílar á Laugarvatni

Um fimmtíu hjúkrunarfræðingar víðsvegar af landinu sóttu þriggja daga námskeið á Laugarvatni í vikunni en þeir eiga það allir sameiginlegt að vera í viðbótarnámi í bráðahjúkrun.

Reglu­gerða­breytingar verða ekki gerðar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir ekki koma til greina að breyta reglugerðum um málsmeðferðartíma vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem vísa á úr landi á miðvikudag.

Úrlausnarefnið er ferðaþjónustan

Formaður Miðflokksins segir óljóst hver markmið aðgerða ríkisstjórnarinnar í annarri bylgju kórónuveirufaraldursins sé. Þá hafi lítið samráð verið haft við ferðaþjónustuna. Forsætisráðherra segir úrlausnarefni nú hvernig hægt sé að styðja við greinina.

Hrunamenn vilja nýja verslun á Flúðir

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps vinnur nú að því að fá lágvöruverslun á Flúðir. Heimamenn versla lítið sem ekkert í núverandi verslun, sem er Krambúðin, því þeim finnst verðið alltof hátt í versluninni. Mestur áhugi er að fá Nettó verslun á Flúðir.

Fjörutíu dagar á sjó og þrjár neitanir

Hópur flóttafólks er nú kominn í land á Ítalíu eftir að hafa varið yfir 40 dögum á sjó. Danska skipinu sem flutti hópinn var meinað að leggjast að landi í þremur ríkjum.

Fimm til tíu stiga hiti víða um land

Gera má ráð fyrir norðaustan 5 til 15 metrum á sekúndu á landinu í dag, en hvassast verður syðst. Þá mun rigna með köflum á Suður- og Suðvesturlandi en dálitlar skúrir norðan- og norðaustanlands.

„Þetta er ansi yfirþyrmandi ástand“

Formaður Íslendingafélagsins í Norður- Kaliforníu segir skógareldana á svæðinu hafa haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. Tuga er saknað í Oregon- ríki vegna skógar- og gróðureldanna sem loga þar og tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín.

Söngurinn klikkaði ekki í Tungnaréttum

Mikið var sungið í Tungnaréttum í Biskupstungum í morgun en réttirnar voru óvenjulegar fyrir þær sakir að aðeins mátta tvö hundruð manns mæta í réttirnar. Um fimm þúsund fjár voru hins vegar í réttunum.

Kirkjuþing harmar að myndin hafi sært fólk

Kirkjuþing hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ætlunin með auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagsskólans hafi verið að undirstrika fjölbreytileikann.

Gul­u vestin mót­mæla á ný

Mótmælendur sem jafnan eru kenndir við gul vesti sem þeir klæðast sneru aftur út á götur Parísar eftir að þeir gerðu hlé á mótmælum vegna kórónuveirufaraldursins.

Segir berin enn bera sig vel

Berjaspretta hefur verið með miklum ágætum þetta sumarið einkum á Vestfjörðum. Enn þá er hægt að fara í berjamó í þeim landshlutum þar sem ekki hefur fryst.

Breska lögreglan: „Hafnið hátíðahöldum“

Lögreglan í Bretlandi hefur varað almenning við því að nýta líðandi helgi til hátíðarhalda og partístands þó að hertar reglur um samkomutakmarkanir taki ekki gildi fyrr en á mánudag.

Friðar­við­ræður Afgan­istan og Talí­bana hafnar

Friðarviðræður milli Afganistan og Talíbana hófust í morgun í Katar eftir margra mánaða bið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir viðræðurnar sögulegar en hann er nú á leið til Doha í Katar til að vera viðstaddur opnunarhátíðar viðræðnanna.

Sjá næstu 50 fréttir