Fleiri fréttir

Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans

Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn.

Vill auðvelda ferðafólki að sjá einu konungsgröfina á Íslandi

Ekkert aðgengi er fyrir ferðamenn að einu konungsgröfinni sem vitað er um á Íslandi. Heimamenn á Árskógsströnd vilja bæta úr þessu með gerð áningarstaðar þar sem menn geti kynnst skrautlegri sögu konungsins sem fyrir þúsund árum var fluttur nauðugur til Íslands.

Fólk veikara en áður þegar það leitar sér aðstoðar

Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir ákveðnar vísbendingar um breytingar á fjölda þeirra sem greinast með krabbamein. Hann hefur áhyggjur af því að fólk veigri sér við að leita sér heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins.

Íbúar í Urriðaholti þurfa að panta strætó utan annatíma

Ný strætóleið sem verður tekin í notkun fyrir Urriðaholt í Garðabæ á sunnudag verður ein fjögurra leiða á höfuðborgarsvæðinu sem verður aðeins ekin í pöntunarþjónustu á vissum tímum. Hátt í 2.500 manns búa nú í hverfinu sem er enn í byggingu.

Flúðu Venesúela og leita nú að vinnu ásamt hundruðum samlanda sinna

Síðustu mánuði hafa um 700 hælisleitendur fengið alþjóðlega vernd hér á landi og fá þá dvalarleyfi hér í eitt til fjögur ár. Þessi fjöldi hefur sjaldan eða aldrei verið meiri hér á landi. Hjón þaðan segja sig sárvanta vinnu svo lífið komist í eðlilegt horf en stundum sé ruglingslegt hvert eigi leita og hvernig.

Höfðu áhyggjur af andlega veikum starfsmanni sem gerði mistök

Starfsmaður Krabbameinsfélagsins sem sinnti því að greina sýni við leghálsskoðun var andlega veikur og hætti störfum af þeim sökum á þessu ári. Viðkomandi starfsmaður gerði mistök við greiningu á frumubreytingum sem nú er orðið að ólæknandi krabbameini.

Efast um að bóluefni verði tilbúið í október

Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember.

Ótvíræður árangur af landamæraskimun

Forsætisráðherra segir ótvírætt að tvöföld landamæraskimun eftir kórónuveirunni hafi skilað árangri. Þeim sem greinist á landamærunum hafi fjölgað verulega.

Botnlanginn fjarlægður úr Víði

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, gekkst undir botnlangauppskurð á mánudag eftir að einkenni í kviðarholi sem hann byrjaði að finna fyrir í hálendisferð í síðustu viku fóru versnandi.

Selja síma og tölvur sem aldrei berast

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú nokkur fjársvikamál þar sem fólk telur sig hafa keypt raftæki af sölusíðum á netinu en fær þau aldrei send.

Eins metra regla fyrir alla og 200 megi koma saman

Sóttvarnalæknir hefur lagt það til við heilbrigðisráðherra að fjöldamörk samkomubanns verði hækkuð úr hundrað manns upp í tvö hundruð frá og með 7. september næstkomandi, fyrr en áætlað var.

Þvertaka fyrir að hafa eitrað fyrir Navalny

Ríkisstjórn Rússlands þvertekur fyrir að bera á nokkurn hátt ábyrgð á því að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny, einum helsta stjórnarandstæðingi Rússlands, með taugaeitrinu Novichok.

Telur njósnamálið í Danmörku snerta Íslendinga beint

Smári McCarthy, þingmaður Pírata, segir að njósnamál sem kom upp nýverið í Danmörku tengist Íslendingum beint. Utanríkisráðherra telur að stjórnvöld hér á landi hafi ekki verið nógu vakandi í netöryggismálum.

Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum

Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld.

Kveður Ís­land og heldur til Pretóríu

Håkan Juholt, sem gegnt hefur starfi sendiherra Svíþjóðar á Íslandi síðustu ár, vann sinn síðasta vinnudag í sendiráðinu í vikunni og hefur nú yfirgefið landið. Hann mun nú taka við starfi sendiherra Svíþjóðar í Suður-Afríku.

Biden mælist enn með töluvert forskot

Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump, forseta.

Óvissustigi lýst yfir vegna norðanhríðar

Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna norðanhríðar sem spáð er að gangi yfir landið seint í dag og fram eftir föstudegi.

Fjögur ný innan­lands­smit

Alls greindust fjórir með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Tveir voru í sóttkví.

Sjá næstu 50 fréttir