Fleiri fréttir

Leit að Andris hafin að nýju

Í síðustu viku hófst leit að nýju að Andris Kalvans, sem talinn er hafa týnst í Hnappadal á Snæfellsnesi þann 30. desember síðastliðinn.

Nowa fala zwolnień

Osiem firm ogłosiło grupowe zwolnienia pracowników, w których pracę straci łącznie 198 osób.

Mikil von­brigði að sjó­böðin hafi verið rænd

„Mér þykir leitt að þurfa að tilkynna að vegna stanslausra næturheimsókna í pottana á Hauganesi með ekki góðri umgengni og ónæði fyrir íbúana neyðist ég til að kæla þá niður kl. 22:00 á hverju kvöldi og hita þá svo upp aftur kl. 9:00 á morgnanna,“ skrifar Elvar Reykjalín, framkvæmdastjóri og eigandi sjóbaðanna á Hauganesi.

Evrópu­ríki huga að af­léttingu ferða­tak­markana

Þýsk stjórnvöld sögðust í dag vilja aflétta viðvörunum við ferðalögum til allra Evrópusambandsríkja auk Íslands, Noregs, Sviss og Liechtenstein þann 15. júní. Þjóðverjar bætast þannig í hóp þeirra ríkja sem vilja hleypa lífi í ferðaþjónustu á ný um miðjan júní.

Af­gönsk yfir­völd leysa 900 Talí­bana úr haldi

Afgönsk yfirvöld tilkynntu í dag að þau hyggðust leysa 900 vígamenn Talíbana úr haldi og báðu hryðjuverkahópinn jafnframt að framlengja þriggja daga vopnahlé sem á að enda á þriðjudagskvöld.

Dæmdur fyrir stór­fellt brot gegn barns­móður sinni

„Segðu henni að vera ekki með þetta fokking kjaftæði. Það er ekki ég sem er að eyðileggja þetta allt það er hún, ha. Og hún skal bara fokking koma með drengina í dag eða ég fokking stúta henni, ég er ekki að fokking djóka,“ var meðal þess sem maðurinn sagði í símtali við vinkonu brotaþola.

Þurfi að vera skýrt hvað lögregla megi gera við óhlýðna ferðamenn

Verkefnastjórn um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands telur að það þurfi að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hafi til þess að bregðast við gagnvart þeim sem koma til landsins en ætla sér ekki að hlíta þeim sóttvarnarráðstöfunum sem í gildi eru á hverjum tíma

Skipta farþegum í fjórar raðir við komuna til landsins

Farþegum sem koma til landsins verður skipt upp í fjóra hópa á Keflavíkurflugvelli eftir því hvað þeir kjósa þegar opnað verður fyrir millilandaflug 15. júní. Af minnisblaði vinnuhóps um aðferðasvæði við skimun fyrir kórónuveiru á flugvellinum má ráða að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvernig fólki verður hleypt inn í landið.

Rof í geð­læknis­með­ferðum vegna heims­far­aldursins

Óttar Guðmundsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, segir að ákveðið rof hafi komið í geðlæknismeðferð sjúklinga þegar faraldurinn og takmarkanir honum tengdar stóðu sem hæst. Komum á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans fækkaði.

Biður Twitter um að fjarlægja morðsamsærisóra Trump

Ekkill starfsmanns bandarísks fyrrverandi þingmanns sem Donald Trump forseta er í nöp við hefur beðið forstjóra Twitter um að fjarlægja tíst forsetans með samsæriskenningum um dauða konu sinnar. Trump forseti hefur ítrekað slengt fram rakalausum samsæriskenningum sem ýja að því að fyrrverandi þingmaðurinn hafi myrt konuna.

Sundköppum vísað frá affallinu stórhættulega

Lögreglan á Suðurnesjum fylgdi í gærkvöldi fjórum sundköppum frá útfallinu við Reykjanesvirkjun þar sem þeir voru að baða sig. Stórhættulegt getur verið að baða sig í útfallinu, líkt og komið hefur fram í fréttum.

Rannsókn héraðssaksóknara á fjárreiðum Zuism lokið

Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn sinni á fjármálum trúfélagsins Zuism og vísað málinu til ákærusviðs. Sýslumaður hefur haldið eftir sóknargjöldum Zuism í meira en ár vegna óvissu um starfsemi félagsins og Héraðsdómur Reykjavíkur gerði verulegar athugasemdir við ársreikning þess í byrjun árs.

Aðeins tvö virk smit eftir í landinu

Tveir eru nú eftir í einangrun vegna kórónuveirusmits á Íslandi samkvæmt opinberum tölum. Enginn greindist með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19 síðasta sólarhringinn hér á landi. Staðfest smit eru því enn 1.804.

Tegnell ítrekað hótað lífláti

Lögregla í Svíþjóð reynir nú að hafa uppi á þeim sem hafa hótað sóttvarnalækni landsins, en í skilaboðum segir að hópur manna hafi sammælst um að ráðst gegn Tegnell og fjölskyldu hans.

Innan við 200 manns fengu hýdroxíklórókín hér á landi

Landspítalinn hætti fyrir nokkru að gefa Covid-sjúklingum sýklalyfið hýdroxíklórókín. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur stöðvað tilraunir á notagildi lyfsins tímabundið því niðurstöður virðast benda til að það auki líkur á andláti sjúklinga. Innan við 200 manns fengu lyfið hér á landi undir eftirliti.

Manntjónið á Bretlandi nálgast verstu spár stjórnvalda

Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi er nú komin yfir 47.000 og nálgast svartsýnustu spár stjórnvalda. Aðstoðarráðherra í málefnum Skotlands sagði af sér í dag vegna viðbragða ríkisstjórnarinnar við uppljóstrunum um að nánasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra hefði brotið gegn fyrirmælum yfirvalda um að fólk héldi sig heima.

Tuttugu nemendur útskrifaðir úr Jafnréttisskólanum

Fulltrúar frá tíu löndum útskrifuðust með diplóma á meistarastigi í alþjóðlegum jafnréttisfræðum frá Alþjóðlegum jafnréttisskóla GRÓ (GRÓ-GEST) við Hugvísindasvið Háskóla Íslands á föstudaginn.

Sjá næstu 50 fréttir