Fleiri fréttir

Skoða frekari aðstoð til flugfélaga

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir það í skoðun hvernig hægt sé að hjálpa flugfélögum þegar ferðalög milli landa liggja nánast niðri.

Hættur við forsetaframboð

Magnús Ingberg Jónsson, verktaki og forsetaframbjóðandi, er hættur við forsetaframboð sitt.

Jóhanna af Örk dýrlingur í hundrað ár

Hundrað ár eru liðin í dag frá því Benedikt 15. páfi gerði hina frönsku Jóhönnu af Örk að dýrlingi kaþólsku kirkjunnar. Þetta var engin geðþóttaákvörðun. Áratugalangt ferli var að baki ákvörðuninni enda var Jóhanna þessi ein helsta þjóðhetja Frakka.

Ítalía opnar fyrir ferðamönnum 3. júní

Stefnt er að því að opna landamæri Ítalíu fyrir ferðamönnum 3. júní en landið hefur nú verið lokað vegna faraldurs kórónuveiru í yfir tvo mánuði.

Íslendingur kom að sögulegum aðskilnaði síamstvíbura

Íslenskur barnasvæfingarlæknir kom að umönnun samtengdra stvíbura sem tókst að skilja að í vel heppnaðri aðgerð í lok síðasta árs. Tvíburasysturnar eiga framtíðina fyrir sér en innan við fjórðungur lifir aðgerðina af.

Læknarit gagnrýnir Trump harðlega fyrir viðbrögð hans við faraldrinum

Ritstjórn breska læknaritsins Lancet sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um „mótsagnarkend og sundurlaus“ viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum og að hafa ýtt sóttvarnayfirvöldum til hliðar. Hún hvetur Bandaríkjamenn til að kjósa sér forseta sem skilur að flokkapólitík ætti ekki að stjórna lýðheilsumálum.

Samið við Icelandair um lágmarksflugsamgöngur í sumar

Til greina kemur að bæta flugferðum til Kaupmannahafnar og New York við ferðir til Boston, London og Stokkhólms með nýjum samningi sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert við Icelandair. Samningurinn er sagður tryggja lágmarksflugferðir til Evrópu og Bandaríkjanna fram undir lok júní.

Fyrirtækjalistinn verður birtur

Listi yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda verður birtur. Unnið er að því að koma listanum í birtingarhæft form og er því ekki von á honum fyrr en líklega í næstu viku.

Alþingi mögulega á bakvakt í allt sumar

Hlutfall bóta í hlutabótaleiðinni lækkar en ríkið greiðir laun fólks á uppsagnarfresti upp að vissu hámarki samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra sem lagt verður fram eftir helgi. Þá verður hert á lögum um kennitöluflakk.

Fær bætur eftir að 1,5 tonna vagn féll á fót hans

Landsréttur dæmdi í dag í máli manns sem lenti undir 1,5 tonna þungum deigluvagni sem féll á fót hans við vinnu. Dæmt var manninum í vil og skulu honum vera greiddar skaðabætur vegna slyssins.

Ís­lands­spil í harðri sam­keppni við ríkið um spila­kassana

„Það eru allir sammála um það að það hefur enginn af þessum aðilum sérstakan áhuga á því að hafa einhverja fjármuni af fólki sem er að berjast við spilafíkn. Ekki frekar en þeir sem reka skemmtistaði eða bari hafa áhuga á því að selja þeim áfengi sem eiga erfitt með að ráða við það,“ segir Þór Þorsteinsson formaður Slysavarnafélagsins Landsbjörg.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samningar flugmanna við Icelandair, framhald hlutabótaleiðarinnar og spilafíkn er á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Aðstandendur fá að fylgja konum á kvennadeild eftir helgi

Opnað verður fyrir að aðstandendur fái að fylgja konum á meðgöngu, fæðingu og sængurlegu á Landspítalanum í flestum tilfellum frá og með mánudeginum 18. maí, þar á meðal í ómskoðun og eftir fæðingu. Ákveðnar takmarkanir verða þó áfram í gildi.

Hreiðar Már sýknaður í síðasta hrunmálinu

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings var í dag sýknaður af ákæru um umboðssvik og innherjasvikum fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem forstjóri bankans þegar hann lét bankann veita sér lán án samþykki stjórnar bankans.

Leynilegt geimfar ber merkilega tilraun út í geim

Flugher Bandaríkjanna stefnir á að skjóta dularfullri geimflaug á braut um jörðu á morgun. Farið sem kallast X-37B mun bera mörg tilraunaverkefni en eitt þeirra hefur vakið meiri athygli en önnur.

Sjá næstu 50 fréttir