Fleiri fréttir Meira en þrjár milljónir manna hafa greinst með kórónuveiruna Meira en þrjár milljónir manna í heiminum hafa nú greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19 síðan hennar varð fyrst vart í borginni Wuhan í Kína undir lok síðasta árs. 27.4.2020 22:10 Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27.4.2020 21:00 „Við verðum með lægra verð núna í sumar“ Svavar Njarðarson, eigandi Gullfoss Kaffis, veitingastaðar við einn vinsælasta ferðamannastað landsins, Gullfoss, segir að hægt verði að lækka vöruverð í sumar. 27.4.2020 20:25 Fleiri lifað af gjörgæslumeðferð en upphaflega var gert ráð fyrir Fleiri hafa lifað af gjörgæslumeðferð vegna kórónuveirunnar en upphaflega var gert ráð fyrir. Yfirlæknir segir þá sem hafa komist úr öndunarvél þó eiga langt bataferli framundan. 27.4.2020 20:00 Ekki orðið af hátt í 500 aðgerðum vegna kórónuveirunnar Ætla má að ekki hafi orðið af hátt í fimm hundruð aðgerðum á Landspítalanum vegna kórónuveirunnar. Unnið er að því að draga úr viðbúnaði og hefur covid-deildum verið fækkað um helming. Forstjóri vonast til að bakverðir haldist áfram í starfi. 27.4.2020 19:40 Hefja formlegar viðræður við SA vegna alvarlegrar stöðu á vinnumarkaði VR, ásamt Framsýn stéttarfélagi og Verkalýðsfélagi Akraness, hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður við Samtök atvinnulífsins vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi á vinnumarkaði. 27.4.2020 18:40 Fréttir Stöðvar 2 Kvöldfréttir hefjast klukkan 18:30. 27.4.2020 18:00 Búið að taka númerin af næstum öllum rútunum Ferðaþjónustufyrirtæki óttast gjaldþrot eða að þurfa að grípa til fjöldauppsagna um mánaðamótin. Fyrirtækin hafa misst nær allar tekjur sínar síðustu vikurnar og búið er að taka stóran hluta rútuflotans af númerum. 27.4.2020 17:59 Drugi dzień bez nowych zakażeń i zasada 2 metrów Od wczoraj w kraju nie zarejestrowano żadnego nowego zakażenia koronawirusem. 27.4.2020 17:50 Verkfall Eflingar í Kópavogi og fleiri sveitarfélögum hefst 5. maí Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Kópavogi, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Ölfusi samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að fara í ótímabundið verkfall frá og með 5. maí næstkomandi. 27.4.2020 17:38 Losað að hluta um samkomubann í Bolungarvík og á Ísafirði Frá og með næstkomandi mánudegi, 4. maí, verður að hluta til losað um samkomubannið sem gilt hefur frá því í byrjun apríl í Bolungarvík og á Ísafirði. 27.4.2020 17:21 WHO: Faraldrinum fjarri því lokið Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að kórónuveiruheimsfaraldrinum sé hvergi nærri lokið. Hann lýsir djúpum áhyggjum af áhrifum faraldursins á heilbrigðisþjónustu, sérstaklega fyrir börn. 27.4.2020 16:54 Samfylkingin segir að tryggja þurfi framtíð Icelandair Samfylkingin vill að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að koma Icelandair til aðstoðar og hvetja þannig hluthafa til að koma með aukið fjármagn í rekstur félagsins. 27.4.2020 16:41 Telja mun fleiri hafa látist í Bandaríkjunum í upphafi faraldursins Allt að tvöfalt fleiri gætu hafa látist af völdum nýs afbrigðis kórónuveiru í Bandaríkjunum á fyrstu vikum faraldursins en opinberar tölur segja til um. Rúmlega fimmtán þúsund fleiri dauðsföll urðu í Bandaríkjunum í mars en á venjulegu ári. 27.4.2020 16:15 Spá sláandi atvinnuleysistölum við Mývatn Forsvarsmenn Skútustaðahrepps gera ráð fyrir að atvinnuleysi í sveitarfélaginu verði 30 prósent í þessum mánuði. 27.4.2020 15:47 Staðfest smit orðin fleiri í Rússlandi en Kína Rúmlega 87.000 manns hafa nú greinst með nýtt afbrigði kórónuveiru í Rússlandi og eru staðfest smit þar nú orðin fleiri en í Kína ef marka má opinberar tölur. Vladímír Pútín forseti hefur ekki gefið út hvort að útgöngubann verði framlengt. 27.4.2020 15:41 Um 70 þúsund Íslendingar tilheyra áhættuhópum vegna kórónuveirunnar: „Eina vissan er óvissan“ Um það bil 70 þúsund Íslendingar tilheyra áhættuhópum vegna kórónuveirunnar og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum hennar en aðrir. Ekki er vitað hvenær fólkinu er óhætt að fara út í samfélagið að nýju. 27.4.2020 15:30 Tveggja metra reglan verði almennt viðmið Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að afnema tveggja metra regluna og ekki stendur heldur til að afnema hana sem slíka. 27.4.2020 14:58 Daglegu upplýsingafundirnir fara að líða undir lok Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundinum í dag. 27.4.2020 14:34 Hrókeringar í utanríkisþjónustunni 27.4.2020 14:10 Johnson vill ekki slaka á takmörkunum strax Árangri sem breska þjóðin hefur náð í að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar með fórnum verður ekki kastað fyrir róða með því að slaka á takmörkunum of snemma, að sögn Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands. Ekki sé ljóst hvenær verði hægt að opna hagkerfið frekar. 27.4.2020 14:05 Andslitsgrímuskylda sett á í Þýskalandi Nýjar reglur sem gera yfirvöldum kleift að sekta þá sem bera ekki andlitsgrímur um borð í almenningssamgönguvögnum, lestum og í búðum hafa tekið gildi í flestum sambandsríkjum Þýskalands. Hæsta sektin getur numið 1,5 milljón króna. 27.4.2020 13:44 Brýnt að allir hafi greiðan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu, óháð efnahag Sálfræðingafélag Íslands sendi heilbrigðisráðherra í morgun opið bréf þar sem farið er fram á að sálfræðiþjónusta verði gerð að almennum réttindum. Félagið skorar á þingheim að setja afgreiðslu frumvarps um breytingar á Lögum um sjúkratryggingar í forgang. Frumvarpið tryggir að sálfræðiþjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. 27.4.2020 13:28 Vinna við Notre Dame hafin að nýju Vinna við endurreisn Notre Dame kirkjunnar í París er hafin að nýju eftir að hlé var gert vegna faraldurs kórónuveirunnar. 27.4.2020 13:28 Svona var 57. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 27.4.2020 13:25 Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnunina til lengri tíma litið. 27.4.2020 13:17 Enginn greinst með veiruna síðasta sólarhringinn Enginn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. 27.4.2020 13:07 Enginn með kórónuveiruna í öndunarvél í fyrsta sinn í fimm vikur Enginn sem smitast hefur af kórónuveirunni styðst nú við öndunarvél. 27.4.2020 12:36 Víðfeðmasta sveitarfélag landsins í burðarliðnum Fimm sveitarfélög með þéttbýliskjarnana Hellu, Hvolfsvöll, Vík í Mýrdal, Kirkjubæjarklaustur og Laugaland skoða sameiningu. Ef að henni verður yrði til víðfemasta sveitarfélag landsins sem næði yfir 16 prósent landsvæðis Íslands. 27.4.2020 12:36 COVID-19: Stuðningur Íslands við flóttamannabyggðir í Úganda Stofnanir Sameinuðu þjóðanna í Úganda hafa í samstarfi við tuttugu samstarfsstofnanir birt ákall um 47 milljarða króna stuðning til að draga úr áhrifum COVID-19 farsóttarinnar. 27.4.2020 12:35 Sakar glæpagengi um að notfæra sér faraldurinn Forseti El Salvador sakar þarlend glæpagengi um að notfæra sér að öryggissveitir landsins beini nú kröftum sínum að því að stöðva útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Fleiri en fimmtíu manns voru myrtir í Mið-Ameríkulandinu um helgina. 27.4.2020 11:31 Lentu eins hreyfils flugvél á hæsta fjalli Norðurlands Það er ekki á hverjum degi sem flugvélum er lent á einum af tíu hæstu tindum landsins. Félagarnir Kristján Þór Kristjánsson og Fáfnir Árnason gerðu þó tíunda hæsta fjall landsins, og hæsta fjall norðurlands, Kerlingu að flugbraut sinni í gær. 27.4.2020 11:31 Mikilvægt að halda áfram Covid-sýnatöku í vetur samhliða inflúensunni Mikilvægt er að halda áfram sýnatökum og öðrum aðgerðum í baráttunni við kórónuveiruna næstu misseri, einkum með tilliti til inflúensu sem gengur yfirleitt yfir á veturna. 27.4.2020 11:24 Kínverjar hafna því að þeir stundi upplýsingafals um veiruna Utanríkisráðuneyti Kína þvertekur fyrir að ríkisstjórnin þar dreifi nú fölskum upplýsingum kórónuveiruna og fullyrðir að hún sé sjálf fórnarlamb upplýsingafals. Umtalsverðar vísbendingar eru sagðar um leynilega samfélagsmiðlaherferð kínverskra stjórnvalda í tengslum við faraldurinn í skýrslu Evrópusambandsins. 27.4.2020 10:50 Ráðhúsið rýmt vegna reyks í borgarráðsherberginu Slökkvilið var kallað út um tíuleytið í morgun vegna reyks í borgarráðsherberginu í Ráðhúsi Reykjavíkur. 27.4.2020 10:32 Segja veirunni útrýmt á Nýja-Sjálandi Samfélagssmit á Nýja-Sjálandi hafa nærri því stöðvast og segir Jacinda Ardern, forsætisráðherra, að kórónuveirunni hafi verið útrýmt þar eins og sakir standa. Slakað verður á sumum þeirra samfélagslega takmarkana sem var komið á til að hefta útbreiðslu veirunnar á morgun. 27.4.2020 10:30 Rafmagnslaust í hluta Vesturbæjar Rafmagnsleysið má rekja til háspennubilunar en unnið er að bilanagreiningu og viðgerð. 27.4.2020 10:03 Johnson sneri aftur til vinnu eftir Covid-veikindin Johnson sagði í ávarpi fyrir utan Downingstræti 10 að breska þjóðin væri nú líklega komin yfir versta hjallann í faraldri kórónuveiru í landinu en fara þyrfti varlega í tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda. 27.4.2020 08:59 Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27.4.2020 08:30 Fréttamaður Sky lýsir símtali frá smitrakningarteyminu fyrsta daginn á Íslandi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands ræðir aðgerðir Íslands, og árangur, í baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar í viðtali við hina bresku Sky-fréttastofu sem birtist í morgun. 27.4.2020 08:23 Þyrlan send eftir göngufólki sem hafði seinkað ferðaáætlun Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var tvívegis ræst út í gærkvöldi og nótt. 27.4.2020 08:15 Suður-Kóreumenn segja Kim Jong-un sprelllifandi Fregnir af andláti leiðtoga Norður-Kóreu eru stórlega ýktar, ef marka má nágranna þeirra í suðri. 27.4.2020 07:42 „Viðunandi hitatölur“ í kortunum Það verða engar gríðarlegar sviptingar í veðrinu næstu daga að sögn Veðurstofunnar. 27.4.2020 07:06 Eldsneytissala dregst saman um 68% Sala á eldsneyti dróst saman um 42% á milli marsmánaða 2019 og 2020. Meðal dagleg sala sem af er apríl er 68% lægri en meðal dagleg sala í apríl í fyrra. 27.4.2020 07:00 Sádar hætta að taka börn af lífi Yfirvöld í Sádí Arabíu hafa afnumið dauðarefsingu fyrir börn. 27.4.2020 06:54 Sjá næstu 50 fréttir
Meira en þrjár milljónir manna hafa greinst með kórónuveiruna Meira en þrjár milljónir manna í heiminum hafa nú greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19 síðan hennar varð fyrst vart í borginni Wuhan í Kína undir lok síðasta árs. 27.4.2020 22:10
Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27.4.2020 21:00
„Við verðum með lægra verð núna í sumar“ Svavar Njarðarson, eigandi Gullfoss Kaffis, veitingastaðar við einn vinsælasta ferðamannastað landsins, Gullfoss, segir að hægt verði að lækka vöruverð í sumar. 27.4.2020 20:25
Fleiri lifað af gjörgæslumeðferð en upphaflega var gert ráð fyrir Fleiri hafa lifað af gjörgæslumeðferð vegna kórónuveirunnar en upphaflega var gert ráð fyrir. Yfirlæknir segir þá sem hafa komist úr öndunarvél þó eiga langt bataferli framundan. 27.4.2020 20:00
Ekki orðið af hátt í 500 aðgerðum vegna kórónuveirunnar Ætla má að ekki hafi orðið af hátt í fimm hundruð aðgerðum á Landspítalanum vegna kórónuveirunnar. Unnið er að því að draga úr viðbúnaði og hefur covid-deildum verið fækkað um helming. Forstjóri vonast til að bakverðir haldist áfram í starfi. 27.4.2020 19:40
Hefja formlegar viðræður við SA vegna alvarlegrar stöðu á vinnumarkaði VR, ásamt Framsýn stéttarfélagi og Verkalýðsfélagi Akraness, hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður við Samtök atvinnulífsins vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi á vinnumarkaði. 27.4.2020 18:40
Búið að taka númerin af næstum öllum rútunum Ferðaþjónustufyrirtæki óttast gjaldþrot eða að þurfa að grípa til fjöldauppsagna um mánaðamótin. Fyrirtækin hafa misst nær allar tekjur sínar síðustu vikurnar og búið er að taka stóran hluta rútuflotans af númerum. 27.4.2020 17:59
Drugi dzień bez nowych zakażeń i zasada 2 metrów Od wczoraj w kraju nie zarejestrowano żadnego nowego zakażenia koronawirusem. 27.4.2020 17:50
Verkfall Eflingar í Kópavogi og fleiri sveitarfélögum hefst 5. maí Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Kópavogi, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Ölfusi samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að fara í ótímabundið verkfall frá og með 5. maí næstkomandi. 27.4.2020 17:38
Losað að hluta um samkomubann í Bolungarvík og á Ísafirði Frá og með næstkomandi mánudegi, 4. maí, verður að hluta til losað um samkomubannið sem gilt hefur frá því í byrjun apríl í Bolungarvík og á Ísafirði. 27.4.2020 17:21
WHO: Faraldrinum fjarri því lokið Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að kórónuveiruheimsfaraldrinum sé hvergi nærri lokið. Hann lýsir djúpum áhyggjum af áhrifum faraldursins á heilbrigðisþjónustu, sérstaklega fyrir börn. 27.4.2020 16:54
Samfylkingin segir að tryggja þurfi framtíð Icelandair Samfylkingin vill að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að koma Icelandair til aðstoðar og hvetja þannig hluthafa til að koma með aukið fjármagn í rekstur félagsins. 27.4.2020 16:41
Telja mun fleiri hafa látist í Bandaríkjunum í upphafi faraldursins Allt að tvöfalt fleiri gætu hafa látist af völdum nýs afbrigðis kórónuveiru í Bandaríkjunum á fyrstu vikum faraldursins en opinberar tölur segja til um. Rúmlega fimmtán þúsund fleiri dauðsföll urðu í Bandaríkjunum í mars en á venjulegu ári. 27.4.2020 16:15
Spá sláandi atvinnuleysistölum við Mývatn Forsvarsmenn Skútustaðahrepps gera ráð fyrir að atvinnuleysi í sveitarfélaginu verði 30 prósent í þessum mánuði. 27.4.2020 15:47
Staðfest smit orðin fleiri í Rússlandi en Kína Rúmlega 87.000 manns hafa nú greinst með nýtt afbrigði kórónuveiru í Rússlandi og eru staðfest smit þar nú orðin fleiri en í Kína ef marka má opinberar tölur. Vladímír Pútín forseti hefur ekki gefið út hvort að útgöngubann verði framlengt. 27.4.2020 15:41
Um 70 þúsund Íslendingar tilheyra áhættuhópum vegna kórónuveirunnar: „Eina vissan er óvissan“ Um það bil 70 þúsund Íslendingar tilheyra áhættuhópum vegna kórónuveirunnar og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum hennar en aðrir. Ekki er vitað hvenær fólkinu er óhætt að fara út í samfélagið að nýju. 27.4.2020 15:30
Tveggja metra reglan verði almennt viðmið Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að afnema tveggja metra regluna og ekki stendur heldur til að afnema hana sem slíka. 27.4.2020 14:58
Daglegu upplýsingafundirnir fara að líða undir lok Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundinum í dag. 27.4.2020 14:34
Johnson vill ekki slaka á takmörkunum strax Árangri sem breska þjóðin hefur náð í að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar með fórnum verður ekki kastað fyrir róða með því að slaka á takmörkunum of snemma, að sögn Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands. Ekki sé ljóst hvenær verði hægt að opna hagkerfið frekar. 27.4.2020 14:05
Andslitsgrímuskylda sett á í Þýskalandi Nýjar reglur sem gera yfirvöldum kleift að sekta þá sem bera ekki andlitsgrímur um borð í almenningssamgönguvögnum, lestum og í búðum hafa tekið gildi í flestum sambandsríkjum Þýskalands. Hæsta sektin getur numið 1,5 milljón króna. 27.4.2020 13:44
Brýnt að allir hafi greiðan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu, óháð efnahag Sálfræðingafélag Íslands sendi heilbrigðisráðherra í morgun opið bréf þar sem farið er fram á að sálfræðiþjónusta verði gerð að almennum réttindum. Félagið skorar á þingheim að setja afgreiðslu frumvarps um breytingar á Lögum um sjúkratryggingar í forgang. Frumvarpið tryggir að sálfræðiþjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. 27.4.2020 13:28
Vinna við Notre Dame hafin að nýju Vinna við endurreisn Notre Dame kirkjunnar í París er hafin að nýju eftir að hlé var gert vegna faraldurs kórónuveirunnar. 27.4.2020 13:28
Svona var 57. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 27.4.2020 13:25
Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnunina til lengri tíma litið. 27.4.2020 13:17
Enginn greinst með veiruna síðasta sólarhringinn Enginn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. 27.4.2020 13:07
Enginn með kórónuveiruna í öndunarvél í fyrsta sinn í fimm vikur Enginn sem smitast hefur af kórónuveirunni styðst nú við öndunarvél. 27.4.2020 12:36
Víðfeðmasta sveitarfélag landsins í burðarliðnum Fimm sveitarfélög með þéttbýliskjarnana Hellu, Hvolfsvöll, Vík í Mýrdal, Kirkjubæjarklaustur og Laugaland skoða sameiningu. Ef að henni verður yrði til víðfemasta sveitarfélag landsins sem næði yfir 16 prósent landsvæðis Íslands. 27.4.2020 12:36
COVID-19: Stuðningur Íslands við flóttamannabyggðir í Úganda Stofnanir Sameinuðu þjóðanna í Úganda hafa í samstarfi við tuttugu samstarfsstofnanir birt ákall um 47 milljarða króna stuðning til að draga úr áhrifum COVID-19 farsóttarinnar. 27.4.2020 12:35
Sakar glæpagengi um að notfæra sér faraldurinn Forseti El Salvador sakar þarlend glæpagengi um að notfæra sér að öryggissveitir landsins beini nú kröftum sínum að því að stöðva útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Fleiri en fimmtíu manns voru myrtir í Mið-Ameríkulandinu um helgina. 27.4.2020 11:31
Lentu eins hreyfils flugvél á hæsta fjalli Norðurlands Það er ekki á hverjum degi sem flugvélum er lent á einum af tíu hæstu tindum landsins. Félagarnir Kristján Þór Kristjánsson og Fáfnir Árnason gerðu þó tíunda hæsta fjall landsins, og hæsta fjall norðurlands, Kerlingu að flugbraut sinni í gær. 27.4.2020 11:31
Mikilvægt að halda áfram Covid-sýnatöku í vetur samhliða inflúensunni Mikilvægt er að halda áfram sýnatökum og öðrum aðgerðum í baráttunni við kórónuveiruna næstu misseri, einkum með tilliti til inflúensu sem gengur yfirleitt yfir á veturna. 27.4.2020 11:24
Kínverjar hafna því að þeir stundi upplýsingafals um veiruna Utanríkisráðuneyti Kína þvertekur fyrir að ríkisstjórnin þar dreifi nú fölskum upplýsingum kórónuveiruna og fullyrðir að hún sé sjálf fórnarlamb upplýsingafals. Umtalsverðar vísbendingar eru sagðar um leynilega samfélagsmiðlaherferð kínverskra stjórnvalda í tengslum við faraldurinn í skýrslu Evrópusambandsins. 27.4.2020 10:50
Ráðhúsið rýmt vegna reyks í borgarráðsherberginu Slökkvilið var kallað út um tíuleytið í morgun vegna reyks í borgarráðsherberginu í Ráðhúsi Reykjavíkur. 27.4.2020 10:32
Segja veirunni útrýmt á Nýja-Sjálandi Samfélagssmit á Nýja-Sjálandi hafa nærri því stöðvast og segir Jacinda Ardern, forsætisráðherra, að kórónuveirunni hafi verið útrýmt þar eins og sakir standa. Slakað verður á sumum þeirra samfélagslega takmarkana sem var komið á til að hefta útbreiðslu veirunnar á morgun. 27.4.2020 10:30
Rafmagnslaust í hluta Vesturbæjar Rafmagnsleysið má rekja til háspennubilunar en unnið er að bilanagreiningu og viðgerð. 27.4.2020 10:03
Johnson sneri aftur til vinnu eftir Covid-veikindin Johnson sagði í ávarpi fyrir utan Downingstræti 10 að breska þjóðin væri nú líklega komin yfir versta hjallann í faraldri kórónuveiru í landinu en fara þyrfti varlega í tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda. 27.4.2020 08:59
Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27.4.2020 08:30
Fréttamaður Sky lýsir símtali frá smitrakningarteyminu fyrsta daginn á Íslandi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands ræðir aðgerðir Íslands, og árangur, í baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar í viðtali við hina bresku Sky-fréttastofu sem birtist í morgun. 27.4.2020 08:23
Þyrlan send eftir göngufólki sem hafði seinkað ferðaáætlun Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var tvívegis ræst út í gærkvöldi og nótt. 27.4.2020 08:15
Suður-Kóreumenn segja Kim Jong-un sprelllifandi Fregnir af andláti leiðtoga Norður-Kóreu eru stórlega ýktar, ef marka má nágranna þeirra í suðri. 27.4.2020 07:42
„Viðunandi hitatölur“ í kortunum Það verða engar gríðarlegar sviptingar í veðrinu næstu daga að sögn Veðurstofunnar. 27.4.2020 07:06
Eldsneytissala dregst saman um 68% Sala á eldsneyti dróst saman um 42% á milli marsmánaða 2019 og 2020. Meðal dagleg sala sem af er apríl er 68% lægri en meðal dagleg sala í apríl í fyrra. 27.4.2020 07:00
Sádar hætta að taka börn af lífi Yfirvöld í Sádí Arabíu hafa afnumið dauðarefsingu fyrir börn. 27.4.2020 06:54