Bílar

Eldsneytissala dregst saman um 68%

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Það er dýrt að kaupa bensín.
Það er dýrt að kaupa bensín.

Sala á eldsneyti dróst saman um 42% á milli marsmánaða 2019 og 2020. Meðal dagleg sala sem af er apríl er 68% lægri en meðal dagleg sala í apríl í fyrra.

Samkomubann vegna COVID-19 tók gildi á miðnætti 15. mars, en í aðdraganda þess var sala á eldsneyti 8% hærri á dag að meðaltali en í mars í fyrra, samkvæmt frétt á vef Hagstofu Íslands.

Tölur yfir eldsneytissölu dagana fyrir samkvomubann og fyrstu daga samkomubannsins.

„Dagana fyrir samkomubann voru rúm 9% af sölu á erlend greiðslukort, en um miðjan mánuðinn var hlutur þeirra undir 1% af heildar sölu. Eftir að samkomubann var sett á dró úr sölu eldsneytis nokkuð stöðugt á milli vikna, en nokkur aukning í sölu mælist í byrjun apríl,“ segir enn frekar á heimasíðu Hagstofu Íslands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.