Fleiri fréttir

Sendi­herra Ís­lands í Brussel kallaður heim

Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Brussel, hefur verið kallaður heim. Gunnar hefur verið mjög gagnrýninn á drög utanríkisráðherra um breytingar á því hvernig sendiherrar skuli skipaðir.

Vor­veður í Reykja­vík

Bjartviðri og 8 til 12 stiga hita og norðaustan 3-8 m/s er spáð á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þá er hægviðri spáð á morgun en þó er því spáð að skýjað verði og 6 til 9 stiga hiti.

Var með hníf í bílnum sér til varnar

Innbrot var framið í skartgripaverslun í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Tilkynning barst lögreglunni laust upp úr klukkan 4 í nótt og voru tveir menn handteknir stuttu eftir í næstu götu við verslunina.

Styrkurinn kemur ekki í stað fjölmiðlafrumvarpsins

350 milljóna króna stuðningur við einkarekna fjölmiðla sem tilkynntur var í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar kemur ekki í stað þeirrar upphæðar sem kveðið er á um í fjölmiðlafrumvarpinu.

Tilfellum fjölgar í fátækari ríkjum

Rúmlega tvær komma sjö milljónir hafa nú smitast af kórónuveirunni í heiminum. Hundrað og níutíu þúsund hafa látist. Á meðan það hægist á útbreiðslunni í Evrópu er búist við því að staðan versni í fátækari heimshlutum.

Þeir sem veikjast mynda sterkara mótefni gagnvart veirunni

„Við munum hins vegar fara af stað og safna blóði og vera tilbúin þegar að besta rannsóknin, eða rannsóknaraðferðin. Það eru mjög merkilegar upplýsingar um þetta sem eru að koma í ljós núna hjá Íslenskri erfðagreiningu,“ segir sóttvarnalæknir. Þeir sem veikist meira myndi sterkara mótefni gagnvart veirunni.

Takmarka sölu á niktótínvörum í Frakklandi

Eftir að athuganir vísindamanna bentu til þess að notkun nikótíns gæti dregið úr líkum á því að smitast af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum hafa frönsk yfirvöld bannað sölu nikótínvara á netinu.

Forvarnargildi fólgið í því að rannsaka líðan fólks

Í morgun var opnað fyrir þátttöku í rannsókn sem ber heitið „Líðan þjóðar á tímum Covid-19“. Arna Hauksdóttir, sem stýrir rannsókninni ásamt Unni Önnu Valdimarsdóttur prófessor við HÍ segir rannsóknina geta nýst til að betrumbæta viðbragðsáætlanir ef og þegar þjóðin stendur á ný frammi fyrir viðlíka vá og kórónuveirufaraldurinn er.

Geislavarnir vara við útfjólublárri geislun gegn veirunni

Útfjólublá geislun gagnast ekki sem meðferð gegn kórónuveirunni eða Covid-19-sjúkdómnum sem hún veldur og vara Geislavarnir ríkisins eindregið við því að slíkt sé reynt. Hugmyndin að sólarljós drepi veirur í fólki byggi ekki á staðreyndum.

„Geimkórall“ á þrítugsafmæli Hubble-geimsjónaukans

Hubble-geimsjónaukinn hefur valdið straumhvörfum í stjörnufræði á þeim þrjátíu árum sem hann hefur nú hringsólað um jörðina. Í tilefni tímamótanna hafa vísindamenn birt nýja mynd af risavaxinni stjörnuþoku þar sem nýjar stjörnur eru að fæðast.

N1 mótið enn á dagskrá en með gjörbreyttu sniði

Íþróttafélög víða um land leita nú allra leiða til að útfæra íþróttamót fyrir börn í sumar til að þau samræmist reglum almannavarna vegna heimsfaraldursins sem geisar. Mótin hafa gríðarlega þýðingu, bæði fyrir börnin sem vilja fá að sýna hvað í þeim býr og bæjarfélögin.

Skátar fresta mótum í sumar

Landsmóti skáta, sem fram átti að fara að Hömrum á Akureyri í sumar, hefur verið frestað um ár.

Alvarlega slasaður eftir vélhjólaslys

Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur alvarlega slasaður á bráðamóttöku Landspítalans í gærkvöldi eftir vélhjólaslys á mótorkrossbrautinni í Garðaflóa við Akranes.

Framleiðendur brýna fyrir fólki að neyta ekki hreinsiefnis eftir ummæli Trump

Fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða sótthreinsiefni eða sprauta sig með því, að sögn eins stærsta framleiðanda slíkra efna í heiminum. Fyrirtækið gaf út eindregna viðvörun þessa efnis eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta ýjaði að því að nota mætti sótthreinsiefni gegn kórónuveirunni.

Eldur í Súðarvogi

Tilkynnt var um eld í Súðarvogi skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag.

Stefnir í skólalokanir í Kópavogi á ný

Útlit er fyrir að einhverjum skólum í Kópavogi verði lokað í byrjun næsta mánaðar vegna verkfalls félagsmanna Eflingar sem starfa hjá nokkrum sveitarfélögum, verði verkfallsboðun samþykkt.

Framhaldsskólakennarar skrifuðu undir

Félagsmenn í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta.

Sjá næstu 50 fréttir