Fleiri fréttir

Ginger Baker látinn

Trommarinn Ginger Baker, sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Cream, er látinn.

Alvarlegar ásakanir Harrys á hendur götublöðunum

Harry Bretaprins heldur því fram að bresk götublöð hafi leynt eða eytt sönnunargögnum um það hvernig þau komust yfir upplýsingar um hann, vini hans og ráðgjafa með ólöglegum aðferðum.

Skiptineminn ræðismaður

Almannatengillinn Andrés Jónsson var í byrjun mánaðarins skipaður kjörræðismaður Indónesíu á Íslandi.

Einar Bragi fallinn frá

Einar Bragi Bragason, tónlistarmaður, skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar og einn stofnenda hljómsveitarinnar Stjórnarinnar, er fallinn frá 54 ára gamall.

Hauk­fránir varð­veislu­menn stríðs­minja kemba Hlíðar­fjall

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á dögunum í Hlíðarfjall við Akureyri til að athuga með grunsamlegan hlut sem þar fannst frá tímum Seinni heimstyrjaldarinnar. Vösk sveit manna gengur reglulega á fjallið til varðveita stríðsminjar sem þar má finna.

Kvenfélagskonur gegn fatasóun

Kvenfélagskonur stöguðu og stoppuðu í gömul föt og jafnvel leðurhanska fyrir þá sem þess óskuðu í dag eða þurftu á aðstoð að halda.

Byggt og byggt á Hvolsvelli

Mikið er byggt á Hvolsvelli um þessar mundir því nú eru þrjá tíu íbúðarhús þar í byggingu.

Eiga ekkert annað en stoltið

Fátækir eru farnir að leita fyrr til hjálparsamtaka, sem er til marks um að róður þeirra sé að þyngjast að mati talsmanns slíkra samtaka

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Fátækir eru farnir að leita fyrr til hjálparsamtaka, sem er til marks um að róður þeirra sé að þyngjast að mati talsmanns slíkra samtaka. Einstæðum mæðrum á örorku og öldruðum hefur fjölgað hratt í hópi fátækra, sem þurfa að kyngja stoltinu til að leita sér aðstoðar.

Tala látinna í mótmælum í Írak nálgast eitt hundrað

Undanfarna fimm daga hafa Írakar víða safnast saman á götum úti og mótmælt ríkisstjórn forsætisráðherrans Adil Abdul-Mahdi. Íraskar mannréttindastofnanir segja að um eitt hundrað manns hafi látist í átökum vegna mótmælanna.

Grunaður ISIS-liði handtekinn nærri Madríd

Tuttugu og þriggja ára gamall karlmaður var handtekinn í bænum Parla nærri spænsku höfuðborginni Madríd vegna gruns um að tilheyra hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu, ISIS.

Sjálfboðaliðar á biðlista

Verkefnið Frú Ragnheiður fagnar tíu ára afmæli sínu á morgun. Þau sinna jaðarsettu fólki sem notar vímuefni í æð að staðaldri og veita því skaðaminnkandi þjónustu.

Ásakanir um stríðsglæpi í eldlínunni fyrir þingkosningar í Kósóvó

Þingkosningar fara fram í Austur-Evrópuríkinu Kósóvó á morgun, 6. október. Boðað var kosninganna í júní þegar að sitjandi forsætisráðherra landsins, Ramush Haradinaj sagði af sér embætti eftir að hann hafði verið kallaður í yfirheyrslur vegna gruns um að hann hafi framið stríðsglæpi sem foringi í frelsisher Kósóvó á síðasta áratug síðustu aldar.

Löng bið eftir niðurstöðu í klukkumálinu

Stuðningsfólk þess að seinka klukkunni á Íslandi er farið að lengja eftir því að stjórnvöld ákveði næstu skref í málinu. Nú þegar nærri sjö mánuðir síðan að hætta var að taka við umsögnum um málið er það enn í skoðun hjá forsætisráðuneytinu.

Myrti fjóra á götum New York

Lögreglan í New York var aðfaranótt laugardags kölluð til Chinatown-hverfis borgarinnar þar sem að maður hafði gengið berserksgang og myrt fjóra heimilislausa menn með barefli.

Flæddi upp á Fiskmarkaðnum

Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir í samtali við Vísi að lagnakerfi staðanna hafi ekki haft undan og því flætt upp.

Bretaprins höfðar mál gegn the Sun

Hertoginn af Sussex, Harry Bretaprins, hefur fetað í fótspor eiginkonu sinnar, Meghan Markle, og hefur höfðað mál gegn eigendum fjölmiðlanna the Sun, the Daily Mirror og blaðinu News of the World, sem lagði upp laupana 2011, vegna meintra innbrota í síma prinsins.

Vitni styðja Jóhann í dómsmálinu

Lögmaður Jóhanns Helgasonar í málinu um hvort lagið You Raise Me Up sé stuldur á laginu Söknuði hefur lagt fyrir dómstólinn í Los Angeles skjöl með yfirlýsingum tiltekinna einstaklinga sem eiga að sýna fram á að Rolf Løvland hafi haft margvísleg tækifæri til að heyra lagið Söknuð áður en hann sendi frá sér You Raise Me Up.

Dóttir mín var bara málsnúmer

Móðir ungrar konu sem kærði alvarlegt kynferðisofbeldi til lögreglu vill viðhorfsbreytingu og breytt verklag. Hún skrifar opið bréf til dómsmálaráðherra um reynslu sína af því að standa við hlið dóttur sinnar.

Nýjar stofnanir verði á lands­byggðinni

For­sætis­ráð­herra hefur brýnt fyrir ráð­herrum að hugsa til lands­byggðarinnar þegar nýjar stofnanir eru settar á lag­girnar. Minnis­blað um málið lagt fram í ríkis­stjórn. Fjórar nýjar stofnanir eru í far­vatninu á yfir­standandi þing­vetri.

Sjá næstu 50 fréttir