Fleiri fréttir

Drög að flugstefnu lögð fram

Verkefnisstjórn sem unnið hefur að mótun flugstefnu fyrir Ísland hefur skilað Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, drög­um að grænbók um stefnuna. Grænbókin hefur nú verið lögð fram til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.

Sigur harðlínumanna í Íhaldsflokknum

Öfgamenn í Evrópuandstöðunni hafa orðið ofan á í átökunum um breska Íhaldsflokkinn. Að minnsta kosti í bili. Átökin staðið lengi yfir. Nýr forsætisráðherra sagður líklegur til að þrýsta á samningslausa útgöngu og kosningar.

Ekki öruggt að stéttarfélögin samþykki frekari undanþágur

Hvorki formaður Flugfreyjufélags Íslands né formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna geta svarað því hvort frekari undanþágur verði veittar frá kjarasamningum, en hinn síðarnefndi telur það erfitt. Icelandair vill leigja vélar með er

18 dagar í gíslingu

Muhammad Azfar Karim, grunnskólakennari á Hellu, ræðir í fyrsta sinn um mannránið sem markaði djúp spor, bæði fyrir hann og fjölskyldu hans í Pakistan.

Fólk svangt en engar matarúthlutanir

Lokað er bæði hjá Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp langt fram í ágúst. Sú staða er komin upp að fjöldi fólks er matarlaus og hafa fjölmargir leitað til hóps á Facebook. Stjórnendur hans leita allra leiða til að hjálpa fólki.

Fátækt fer ekki í sumarfrí segir forsvarskona Matarhjálp neyðarkall

Helmingi fleiri leita nú aðstoðar hjá á síðunni Matarhjálp Neyðarkall á Facebook að sögn forsvarskonu hópsins. Hún gagnrýnir að stjórnvöld veiti ekki opinberum hjálparsamtökum meira fjármagn til að aðstoða bágstadda en bæði Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpin eru lokaðar í júlí. Fátækt fer ekki í sumarfrí, segir hún.

Hitabylgjan nær til Íslands eftir helgi

Hitabylgjan sem nú gengur yfir Skandinavíu og Evrópu nær að öllum líkindum til Íslands á mánudag eða þriðjudag með hitatölum upp í 23 stig.

Fimm flugslys á síðustu tveimur mánuðum

Tólf alvarleg flugatvik eru til rannsóknar hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Fimm þeirra eru flugslys sem öll hafa orðið á síðustu tveimur mánuðum.

Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik

Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa vantalið tekjur sínar árin 2005-2008 að fjárhæð rúmlega 245 milljóna króna.

VR stefnir Fjármálaeftirlitinu

Stjórn VR hefur samþykkt að stefna Fjármálaeftirlitinu. VR afhenti Héraðsdómi Reykjavíkur stefnuna í dag.

Óbreytt staða í Straumsvík

Enn hefur ekki verið lagt mat á það hversu mikið fjárhagslegt tjón lokun kerskála þrjú í álveri Rio Tinto í Straumsvík hefur í för með sér.

Sjá næstu 50 fréttir