Ísland skipar í fyrsta sinn ungmennafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum Heimsljós kynnir 26. júlí 2019 16:00 SÞ Íslenskur ungmennafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda verður valinn í næsta mánuði. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland skipar ungmennafulltrúa en hann kemur til með að sitja í umboði íslenskra ungmenna og sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september. Landsamband ungmennafélaga (LUF) kallar á vef sínum eftir framboðum ungmenna á aldrinum 18-25 ára til að gegna stöðunni. Aðildarfélög sambandsins geta tilnefnt fulltrúa sem verður lýðræðislega kjörinn á fundi fulltrúaráðs LUF 14. ágúst næstkomandi. Auk LUF standa Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og utanríkisráðuneytið að framboðinu. Ungmennafulltrúinn kemur til með að vera hluti af sendinefnd LUF hjá Sameinuðu þjóðunum, sem er starfshópur LUF um málefni ungs fólks hjá Sameinuðu þjóðunum. Þátttaka ungs fólks í ákvarðanatöku og stefnumótun er ein af megináherslum Sameinuðu þjóðanna og þess vegna hafa aðildarríki um árabil verið hvött til að skipa ungmennafulltrúa sem veita sérfræðiþekkingu, innsýn og nauðsynlega ráðgjöf í málefnum ungs fólks. Ungmennafulltrúarnir taka þátt í störfum allsherjarþingsins en einnig er gert ráð fyrir þátttöku þeirra á öllum viðburðum, innan ráða og stofnana Sameinuðu þjóðanna. Ísland hefur ekki tekið þátt í þessu starfi fyrr en sækir reynslu í umsóknarferlinu til ríkja sem hafa skipað ungmennafulltrúa um áratugaskeið. Algengast er að val þeirra og skipun sé í höndum landssambands ungmennafélaga í hverju ríki og á vef LUF er að finna upplýsingar um umsóknarferlið, hæfniskröfur og framboðsfrest.Nánar á vef LUF Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Sánan í Vesturbæ rifin Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent
Íslenskur ungmennafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda verður valinn í næsta mánuði. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland skipar ungmennafulltrúa en hann kemur til með að sitja í umboði íslenskra ungmenna og sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september. Landsamband ungmennafélaga (LUF) kallar á vef sínum eftir framboðum ungmenna á aldrinum 18-25 ára til að gegna stöðunni. Aðildarfélög sambandsins geta tilnefnt fulltrúa sem verður lýðræðislega kjörinn á fundi fulltrúaráðs LUF 14. ágúst næstkomandi. Auk LUF standa Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og utanríkisráðuneytið að framboðinu. Ungmennafulltrúinn kemur til með að vera hluti af sendinefnd LUF hjá Sameinuðu þjóðunum, sem er starfshópur LUF um málefni ungs fólks hjá Sameinuðu þjóðunum. Þátttaka ungs fólks í ákvarðanatöku og stefnumótun er ein af megináherslum Sameinuðu þjóðanna og þess vegna hafa aðildarríki um árabil verið hvött til að skipa ungmennafulltrúa sem veita sérfræðiþekkingu, innsýn og nauðsynlega ráðgjöf í málefnum ungs fólks. Ungmennafulltrúarnir taka þátt í störfum allsherjarþingsins en einnig er gert ráð fyrir þátttöku þeirra á öllum viðburðum, innan ráða og stofnana Sameinuðu þjóðanna. Ísland hefur ekki tekið þátt í þessu starfi fyrr en sækir reynslu í umsóknarferlinu til ríkja sem hafa skipað ungmennafulltrúa um áratugaskeið. Algengast er að val þeirra og skipun sé í höndum landssambands ungmennafélaga í hverju ríki og á vef LUF er að finna upplýsingar um umsóknarferlið, hæfniskröfur og framboðsfrest.Nánar á vef LUF Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Sánan í Vesturbæ rifin Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent