Fleiri fréttir

Kósítjöld fyrir yngstu börnin á Klambratúni

Barna- og fjölskylduhátíðin Kátt á Klambra verður haldin í fjórða skipti á Klambratúni á sunnudaginn. Skipuleggjendur hátíðarinnar eru sammála um að hátíðin sé friðsælasta útihátíð landsins, en ekki er leyfilegt að neyta áfengis á svæðinu.

Rannsakar ekki hvarf Mateusz

Rannsóknarlögreglan á Suðurnesjum rannsakar ekki hvarf Mateusz Tynski sem sást síðast í febrúar.

Flækjan á Tenerife að leysast og nýr flugtími fundinn

Allt virðist vera að blessast hjá þeim 167 strandaglópum sem áttu að fljúga heim til Íslands frá Tenerife í gærkvöld. Fundinn hefur verið nýr flugtími, klukkan 22:40 að spænskum tíma í kvöld. Sólarhring eftir að upphaflega flugið átti að fara í loftið.

27 ára karlmaður fékk ekki innlögn á geðdeild og dó í kjölfarið

"Ráðamenn eru gjörsamlega dofnir, tilfinningalega dofnir, þeim er nákvæmlega sama um almenning og sérstaklega um þá sem minna mega sín, ég get ekki séð annað. Þetta er bara virðingarleysi, þetta er bara ómannúðlegt, ég er marg búin að segja það“, segir Sigrún Ólöf Sigurðardóttir á Selfossi, sem missti 27 ára son sinn nýlega vegna fíkniefnaneyslu. Hann hafði beðið um innlögn á geðdeild en var synjað.

Hafna frumvörpum ætlað að tryggja öryggi kosninga þvert á viðvörun Mueller

Niðurstaðan er sögð vekja sérstaka athygli í ljósi þess að frumvörpunum var hafnað aðeins fáeinum klukkustundum eftir að Robert Mueller, sem stýrði rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum árið 2016, varaði þingmenn við áframhaldandi tilraunum erlendra valdhafa til að hafa áhrif á framgöngu kosninga þar í landi.

Hjartaaðgerðum frestað þrjátíu og tvisvar sinnum á árinu

Hjartaaðgerðum á Landspítalanum hefur verið frestað þrjátíu og tvisvar sinnum á árinu vegna plássleysis á gjörgæslu. Aðstoðarmaður landlæknis segir ástandið ólíðandi enda geti frestun slíkra aðgerða verið lífsógnandi og aukið sálrænt álag á sjúklinga. Þá hafa hjúkrunarfræðingar þurft að taka á sig talsverða aukavinnu til að bregðast við ástandinu.

Uppfinningamaður svifbrettis sveif hálfa leið yfir Ermarsundið

Zapata, sem þróaði sjálfur svifbrettið sem um ræðir, komst ómeiddur frá óhappinu og hyggst fara í aðra flugferð á næstu dögum. Hann vonaðist til að svífa 36 kílómetra, alla leið frá franska strandbænum Sangatte við norðurströnd Frakklands að Dover í suðaustur Englandi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað um frestun hjartaaðgerða á Landspítalanum og nýfallin hitamet í Evrópu. Einnig verður rætt við móður sem missti son sinn nýverið í kjölfar fíkniefnavanda og talað við ferðaþjónustubændur sem gera draugasögunni um djáknann á Myrká hátt undir höfði. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar sem hefjast klukkan 18:30.

Neyðarkall: Fimmtán milljónir á barmi hungursneyðar

Rúmlega fimmtán milljónir íbúa á Horni Afríku þurfa á neyðaraðstoð að halda vegna langvarandi þurrka, að sögn hjálparsamtakanna Oxfam. Fulltrúar samtakanna hvöttu framlagsríki í morgun til að bregðast við vandanum.

Hornafjarðarflugvöllur með blæ alþjóðavallar

Annir voru á Hornafjarðarflugvelli í morgun þegar þar voru á sama tíma Bombardier Q400 vél frá Flugfélagi Íslands og Jetstream-vél frá Flugfélaginu Erni og flestir farþeganna erlendir ferðamenn.

Forseti Túnis látinn

Essebsi forseti var lagður inn á sjúkrahús í gær. Hann var fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Túnis og elsti sitjandi forseti heims.

„Ert að missa drauminn um barn“

Fimmtán prósent kvenna missa fóstur eftir að hafa fengið staðfesta þungun með þungunarprófi og talið er að þriðja hver kona missi fóstur einhvern tímann á lífsleiðinni.

Sjá næstu 50 fréttir