Bað orðinu griða Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. maí 2019 11:59 Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, notaði kveðskap Einars Ben og söngtexta Bubba Morthens til að biðla til þingmanna um að misþyrma ekki orðinu í ræðustól Alþingis í dag. Guðmundur Andri beindi orðum sínum að öllum líkindum að þingmönnum Miðflokksins án þess að nefna þá á nafn. Umræða um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann á Alþingi hefur nú staðið yfir í rúmar 132 klukkustundir og nálgast Icesave-málið í lengd sem er lengsta umræða á Alþingi undanfarin 30 ár en hún stóð í 135 klukkustundir. Þingmenn Miðflokksins hafa séð um málþófið nær hjálparlaust en þeir hafa talað um þriðja orkupakkann í rúmlega 110 klukkustundir Guðmundur Andri hvatti þingmenn í morgun, undir liðnum störf þingsins, til að láta af misþyrmingum á orðinu. „Við almenningi blasir þessi ræðustóll, svona dálítið eins og ein þeirra gif-mynda þar sem sama hreyfingin er sýnd aftur og aftur og aftur. Sama fólkið kemur hingað upp í ræðustólinn og skiptist á að halda sömu ræðurnar með sömu andsvörunum svo manni verður hugsað til vísu Stefáns G. um einhvern mann sem hafði mikla unun að því að heyra sjálfan sig tala, með leyfi forseta: List er það líka og vinna lítið að tæta upp í minna, alltaf í þynnra að þynna þynnkuna allra hinna.Manni detta jafnvel í hug línur Bubba Morthens: „Hann talaði og talaði og malaði og malaði.“Það koma jafnvel í hugann línur Einars Ben úr ljóðinu Einræður Starkaðar: „Er mælt hér eitt orð, sem ei fyrr var kunnað?“Svo má líka rifja upp ljóðið ódauðlega eftir Sigfús Daðason, Orð, þar sem koma fyrir þessar línur, með leyfi forseta:Hvað sem öðru líður vil ég biðja menn að fara varlega með orð þau geta sprungið og þó er hitt öllu hættulegra að það getur vöknað í púðrinu. Herra forseti. Við tölum um að hafa orðið þegar einhver talar, gefa orðið, því að orðið er frjálst, en hitt, að taka orðið, hrifsa orðið til sín og fara með það sem sína eign, það er fullmikið. Það er kannski ofmælt að tala hér í þessu sambandi um ofbeldismenn, kannski frekar orðbeldismenn. Virðulegi forseti. Mig langar að biðja orðinu griða. Orðið á ekki að vera herfang heldur víddin sem við mætumst í,“ sagði Guðmundur Andri. Hægt er að horfa á upptöku af ræðunni hér fyrir neðan. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, notaði kveðskap Einars Ben og söngtexta Bubba Morthens til að biðla til þingmanna um að misþyrma ekki orðinu í ræðustól Alþingis í dag. Guðmundur Andri beindi orðum sínum að öllum líkindum að þingmönnum Miðflokksins án þess að nefna þá á nafn. Umræða um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann á Alþingi hefur nú staðið yfir í rúmar 132 klukkustundir og nálgast Icesave-málið í lengd sem er lengsta umræða á Alþingi undanfarin 30 ár en hún stóð í 135 klukkustundir. Þingmenn Miðflokksins hafa séð um málþófið nær hjálparlaust en þeir hafa talað um þriðja orkupakkann í rúmlega 110 klukkustundir Guðmundur Andri hvatti þingmenn í morgun, undir liðnum störf þingsins, til að láta af misþyrmingum á orðinu. „Við almenningi blasir þessi ræðustóll, svona dálítið eins og ein þeirra gif-mynda þar sem sama hreyfingin er sýnd aftur og aftur og aftur. Sama fólkið kemur hingað upp í ræðustólinn og skiptist á að halda sömu ræðurnar með sömu andsvörunum svo manni verður hugsað til vísu Stefáns G. um einhvern mann sem hafði mikla unun að því að heyra sjálfan sig tala, með leyfi forseta: List er það líka og vinna lítið að tæta upp í minna, alltaf í þynnra að þynna þynnkuna allra hinna.Manni detta jafnvel í hug línur Bubba Morthens: „Hann talaði og talaði og malaði og malaði.“Það koma jafnvel í hugann línur Einars Ben úr ljóðinu Einræður Starkaðar: „Er mælt hér eitt orð, sem ei fyrr var kunnað?“Svo má líka rifja upp ljóðið ódauðlega eftir Sigfús Daðason, Orð, þar sem koma fyrir þessar línur, með leyfi forseta:Hvað sem öðru líður vil ég biðja menn að fara varlega með orð þau geta sprungið og þó er hitt öllu hættulegra að það getur vöknað í púðrinu. Herra forseti. Við tölum um að hafa orðið þegar einhver talar, gefa orðið, því að orðið er frjálst, en hitt, að taka orðið, hrifsa orðið til sín og fara með það sem sína eign, það er fullmikið. Það er kannski ofmælt að tala hér í þessu sambandi um ofbeldismenn, kannski frekar orðbeldismenn. Virðulegi forseti. Mig langar að biðja orðinu griða. Orðið á ekki að vera herfang heldur víddin sem við mætumst í,“ sagði Guðmundur Andri. Hægt er að horfa á upptöku af ræðunni hér fyrir neðan.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira