Friðargæsla er í senn nauðsyn og von Heimsljós kynnir 31. maí 2019 10:30 Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Suður-Súdan. SÞ Vernd óbreyttra borgara er orðið eitt helsta verkefni friðargæslu Sameinuðu þjóðanna. Í frétt Upplýsingaskrifstofu SÞ (UNRIC) segir að nú starfi rúmlega 90% friðargæsluliða við verkefni sem fyrst og fremst er ætlað að vernda almenning. Í vikunni var alþjóðlegur dagur friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna með yfirskriftinni: Að vernda óbreytta borgara, að gæta friðar. „Í augum milljóna manna í stríðshrjáðum löndum um allan heim er friðargæsla í senn nauðsyn og von,“ segir António Guterrers, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni dagsins. Friðargæsluliðar í Darfur, Mið-Afríkulýðveldinu, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Haítí, Líbanon, Malí og Suður-Súdan starfa samkvæmt umboði sem miðar að því að vernda almenning. Friðargæsluliðarnir hætta lífi sínu við að vernda óbreytta borgara fyrir ofbeldi á hverjum degi. Fyrsta friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna var sett á laggirnar 29. maí 1948. Frá þeim hefur ein milljón karla og kvenna starfað í 72 friðargæslusveitum og haft bein áhrif á líf milljóna manna, vernda þá sem höllustum standa fæti og bjargað óteljandi mannslífum. Fjórtán friðargæslusveitir starfa á vegum Sameinuðu þjóðanna í dag. Þær skipa 88 þúsund her- og lögreglumenn frá 124 aðildarríkjum, 13 þúsund óbreyttir borgarar og 1300 sjálfboðaliðar SÞ. „Á þessum degi heiðrum við alla þá sem hafa lagt af mörkum ómetanlegan skerf í þágu samtakanna og heiðrum þá þrjú þúsund og átta hundruð friðargæsluliða sem hafa týnt lífi undir fána Sameinuðu þjóðanna frá 1948, þar af 98 á síðasta ári,“ segir Guterres. Á síðasta ári ýtti aðalframkvæmdastjórinn úr vör frumkvæði sem nefnist Átak í þágu friðargæslu (Action for Peacekeeping, A4P) sem miðar að því að endurskipuleggja friðargæslu með það fyrir augum að hún hafi raunsæ markmið; efla friðargæslusveitir og auka öryggi þeirra og auka stuðning við pólitískar lausnir, auk þessa að bæta búnað og þjálfun friðargæsluliða.Íslensk friðargæslaÍslenska friðargæslan er rekin af utanríkisráðuneytinu. Á liðnu ári tóku fjórtán einstaklingar þátt í langtímaverkefnum á hennar vegum á sviði öryggis- og varnarmála, sjö konur og sjö karlar. Sérfræðingarnir störfuðu víða á vettvangi, meðal annars í Afganistan, á tengiliðaskrifstofu í Georgíuog í samstöðuaðgerðum í Eistlandi og Litháen. Sérfræðingar sprengjueyðingarsveitar Landhelgisgæslunnartóku þátt í þjálfunarverkefni fyrir sprengjueyðingarsérfræðinga í Írakí samstarfi við Kanadasíðastliðið sumar og Ísland stefnir að áframhaldandi stuðningi við slík verkefni, ávallt á borgaralegum forsendum. Þá tóku á liðnu ári fjórtán manns þátt í kosningaeftirliti í Rússlandi, Aserbaídsjan, Svartfjallalandi, Tyrklandi, Georgíu, Makedóníuog Armeníu, á vegum Mannréttinda- og lýðræðisstofnunar ÖSE, ODIHRÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið „Fyrir mér virðist ég vera mjög auðvelt fórnarlamb“ Innlent Munurinn nemur þriggja ára skólagöngu Innlent „Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Innlent Vildi skutla farþega heim á undan blóðugum manni Innlent Ummælin óviðeigandi en Helgi Magnús sleppur Innlent Breskar konur stíga fram og ásaka Tate um nauðgun Erlent Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Innlent Meintir nauðgarar kvarta undan birtingu mynda og nafna Erlent Auðlegðarskattur hefði skilað 37 milljörðum í fyrra Innlent Fegurðarsamkeppnin sem tók ljótan snúning Erlent
Vernd óbreyttra borgara er orðið eitt helsta verkefni friðargæslu Sameinuðu þjóðanna. Í frétt Upplýsingaskrifstofu SÞ (UNRIC) segir að nú starfi rúmlega 90% friðargæsluliða við verkefni sem fyrst og fremst er ætlað að vernda almenning. Í vikunni var alþjóðlegur dagur friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna með yfirskriftinni: Að vernda óbreytta borgara, að gæta friðar. „Í augum milljóna manna í stríðshrjáðum löndum um allan heim er friðargæsla í senn nauðsyn og von,“ segir António Guterrers, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni dagsins. Friðargæsluliðar í Darfur, Mið-Afríkulýðveldinu, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Haítí, Líbanon, Malí og Suður-Súdan starfa samkvæmt umboði sem miðar að því að vernda almenning. Friðargæsluliðarnir hætta lífi sínu við að vernda óbreytta borgara fyrir ofbeldi á hverjum degi. Fyrsta friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna var sett á laggirnar 29. maí 1948. Frá þeim hefur ein milljón karla og kvenna starfað í 72 friðargæslusveitum og haft bein áhrif á líf milljóna manna, vernda þá sem höllustum standa fæti og bjargað óteljandi mannslífum. Fjórtán friðargæslusveitir starfa á vegum Sameinuðu þjóðanna í dag. Þær skipa 88 þúsund her- og lögreglumenn frá 124 aðildarríkjum, 13 þúsund óbreyttir borgarar og 1300 sjálfboðaliðar SÞ. „Á þessum degi heiðrum við alla þá sem hafa lagt af mörkum ómetanlegan skerf í þágu samtakanna og heiðrum þá þrjú þúsund og átta hundruð friðargæsluliða sem hafa týnt lífi undir fána Sameinuðu þjóðanna frá 1948, þar af 98 á síðasta ári,“ segir Guterres. Á síðasta ári ýtti aðalframkvæmdastjórinn úr vör frumkvæði sem nefnist Átak í þágu friðargæslu (Action for Peacekeeping, A4P) sem miðar að því að endurskipuleggja friðargæslu með það fyrir augum að hún hafi raunsæ markmið; efla friðargæslusveitir og auka öryggi þeirra og auka stuðning við pólitískar lausnir, auk þessa að bæta búnað og þjálfun friðargæsluliða.Íslensk friðargæslaÍslenska friðargæslan er rekin af utanríkisráðuneytinu. Á liðnu ári tóku fjórtán einstaklingar þátt í langtímaverkefnum á hennar vegum á sviði öryggis- og varnarmála, sjö konur og sjö karlar. Sérfræðingarnir störfuðu víða á vettvangi, meðal annars í Afganistan, á tengiliðaskrifstofu í Georgíuog í samstöðuaðgerðum í Eistlandi og Litháen. Sérfræðingar sprengjueyðingarsveitar Landhelgisgæslunnartóku þátt í þjálfunarverkefni fyrir sprengjueyðingarsérfræðinga í Írakí samstarfi við Kanadasíðastliðið sumar og Ísland stefnir að áframhaldandi stuðningi við slík verkefni, ávallt á borgaralegum forsendum. Þá tóku á liðnu ári fjórtán manns þátt í kosningaeftirliti í Rússlandi, Aserbaídsjan, Svartfjallalandi, Tyrklandi, Georgíu, Makedóníuog Armeníu, á vegum Mannréttinda- og lýðræðisstofnunar ÖSE, ODIHRÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Fyrir mér virðist ég vera mjög auðvelt fórnarlamb“ Innlent Munurinn nemur þriggja ára skólagöngu Innlent „Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Innlent Vildi skutla farþega heim á undan blóðugum manni Innlent Ummælin óviðeigandi en Helgi Magnús sleppur Innlent Breskar konur stíga fram og ásaka Tate um nauðgun Erlent Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Innlent Meintir nauðgarar kvarta undan birtingu mynda og nafna Erlent Auðlegðarskattur hefði skilað 37 milljörðum í fyrra Innlent Fegurðarsamkeppnin sem tók ljótan snúning Erlent