Fleiri fréttir

Fjölmargir þættir spila inn í lítið brotthvarf úr ML

51 stúdent útskrifaðist úr Menntaskólanum að Laugarvatni síðasta laugardag og er um að ræða fjölmennasta árgang í sögu skólans. Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni segir aðsókn í skólann vera meiri en hægt er að taka við og að brotthvarf úr skólanum sé lítið.

Uppbygging í Bláfjöllum geti hæglega endað í katastrófu

Forstöðumaður hjá Veitum varar við fyrirhugaðri uppbyggingu á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Brýnar úrbætur þurfi á Bláfjallavegi og frekari rannsókna sé þörf á þeim áhrifum sem hugsanleg mengunarslys geti haft á vatnsból höfuðborgarinnar.

Vegagerðin tekur við Speli í dag

Stjórn Spalar ehf. hefur komist að samkomulagi við Vegagerðina um að hún taki við félaginu á aðalfundi Spalar sem boðað er til á Akranesi í dag.

Eldur í hafnfirskum ruslahaug

Allt tiltækt slökkvilið var kallað að Hringhellu í Hafnarfirði um klukkan hálfellefu í gærkvöldi þegar reyk tók að leggja yfir Vellina og sást reykurinn vel frá Reykjanesbraut.

Segir völdum rænt um stundarsakir

Málþóf Miðflokksmanna heldur áfram á Alþingi og önnur mál komast ekki á dagskrá. Forseti þingsins segir þingvilja ekki komast til skila nema með at"Það er augljóst að það er búið að ræna völdum hér um stundarsakir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og á þar við að Miðflokksmenn stunda nú það sem flestir vilja kalla grímulaust málþóf um þriðja orkupakkann.kvæðagreiðslu. Formaður Miðflokksins segir dagskrárvaldið hins vegar vera hjá þingforseta

Segir aðgerðir Spánar skandal fyrir lýðræðið

Oriol Junqueras, nýkjörinn spænskur og Evrópuþingmaður og fyrrverandi varaforseti Katalóníu, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé andlýðræðislegt að hann hafi verið sendur í leyfi frá þingstörfum gegn vilja sínum.

Eldhúsdagur á Alþingi í dag

Almennar stjórnmála­umræður, sem í daglegu tali kallast eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi klukkan hálf átta í kvöld.

Kjötfrumvarp úr nefnd

Frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á fersku kjöti var afgreitt út úr atvinnuveganefnd í gærkvöldi.

Kyrrsetta Wow þotan leigð til Englands

Airbus A321 farþegaþotunni, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli vegna tveggja milljarða króna skuldar hins gjaldþrota WOW air, hefur verið stefnt til Englands.

Ópíóðar stærsta heilbrigðisógn í sögu ríkisins

Lyfjaframleiðandinn Johnson & Johnson kom fyrir dóm í Oklahoma í dag en fyrirtækið er ákært fyrir að hafa vísvitandi gefið ópíóðafaraldrinum svokallaða byr undir báða vængi, notað rangar upplýsingar við markaðssetningu verkjalyfja og að hafa lagt lítið upp úr hættu á fíkn.

Hópur stuðningsmanna Trumps reisir landamæramúr

Hópur stuðningsmanna Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa hafið að reisa fyrsta hluta múrsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sem reistur hefur verið með einkaframtaki.

Elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands

Þristaveislan mikla er enn í gangi á Reykjavíkurflugvelli en þar lenti nú síðdegis DC 3-öldungur á níræðisaldri sem komst um leið í sögubækur sem elsta flugvél sem flogið hefur til Íslands.

Tunga hrefnunnar tútnaði út

Sverrir Daníel Halldórsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, fór í dag og skoðaði hræ hrefnunnar sem rak á land við Granda skömmu eftir hádegi.

Næsti þristur verður elsta flugvél sögunnar til að komast til Íslands

DC 3-vélin, sem fór í loftið frá Narsarsuaq á Grænlandi núna í hádeginu, verður elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands, þegar hún lendir á Reykjavíkurflugvelli síðdegis, tæplega 82 ára gömul. Hún er jafnframt sá þristur sem mestan flugtíma á að baki.

Rak á land við Granda

Talið er að dauðan hval hafi rekið á land við Granda nú skömmu eftir hádegi.

Sex franskir ISIS-liðar dæmdir til dauða í Írak

Yfirvöld Frakklands segjast ætla að reyna að koma í veg fyrir að mennirnir verði teknir af lífi vegna andstöðu Frakka við dauðadóma en ríkisstjórn Emmanuel Macron, forseta, hefur ekki viljað taka við frönskum ISIS-liðum sem eru í haldi.

Sjá næstu 50 fréttir