Fleiri fréttir

Áfram fylgst náið með brjóstapúðum

Ekki er talin þörf á því að grípa til sérstakra aðgerða vegna kvenna sem eru með brjóstapúða sem tengdir hafa verið við sjaldgæft eitilfrumukrabbamein. Enginn dæmi eru um að kona hafi greinst með eitilfrumukrabbamein tengt brjóstapúðum hér á landi.

Bjarga þarf skordýrum svo bjarga megi mannkyninu

Það þarf að bjarga skordýrum heimsins svo bjarga megi mannkyninu. Þetta segir Anne Sverdrup-Thygeson, einn fremsti skordýrafræðingur heims og prófessor við Norska lífvísindaháskólann.

Gamli Þingvallavegurinn fái veglegri sess með friðlýsingu

Þrjú sveitarfélög við Mosfellsheiði og minjavörður Suðurlands vilja að hafið verði ferli til að breyta skilgreiningu á nítjándu aldar hestvagnavegi sem liggur frá Geithálsi að Almannagjá úr því að vera friðaður í það að verða friðlýstur.

Grínið er heilun fyrir samfélag í erfiðleikum

Pólitískt grín er gagnlegt andlega fyrir samfélagið, segir nemandi í stjórnmálafræði. Grínþættir landans þróuðust úr saklausri skemmtun í beitta ádeilu upp úr aldamótum. Samfélagsmiðlar tóku við af Spaugstofunni sem spéspegill.

Fleiri andvígir samþykkt orkupakkans

Tæpur helmingur er andvígur því að Alþingi samþykki þriðja orkupakkann en innan við þriðjungur er því fylgjandi samkvæmt nýrri könnun. Tæp 59 prósent segjast annaðhvort ekki hafa kynnt sér málið eða kynnt sér það illa.

Skaut föstum skotum að Rússum og Kínverjum

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í ræðu á fundi Norðurskautsráðsins í Finnlandi í dag að Rússar sýndu árásargirni á norðurslóðum og nauðsynlegt væri að fylgjast með aðgerðum Kína á svæðinu.

Sextán prósent fleiri konur hafa komið í skimun fyrir leghálskrabbameini í ár

Sextán prósent fleiri konur hafa komið í skimun fyrir leghálskrabbameini í ár miðað við sama tíma í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í mörg ár sem þátttaka dregst ekki saman. Könnun á vegum Krabbameinsfélagsins sýnir að hópur kvenna neiti sér um að fara í skimun vegna kostnaðar Á undanförnum árum hefur heldur dregið úr þátttöku kvenna hér á landi í skimun fyrir krabbameinum og er hún minni en á hinum Norðurlöndunum.

Plastpokabann samþykkt á Alþingi

Frá og með 1. janúar 2021 verður alfarið óheimilt fyrir verslanir að afhenda burðarpoka úr plasti. Hvort sem það verði með gjaldi eða ekki.

Alríkissaksóknarar segja hægt að ákæra Trump ef hann væri ekki forseti

Tæplega fjögur hundruð fyrrverandi alríkissaksóknarar, sem hafa unnið undir ríkisstjórnum bæði Repúblikanaflokksins og Demókrata, segja það fullvíst að Donald Trump hefði verið ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar, á grundvelli Rússarannsóknarinnar svokölluðu, ef hann væri ekki forseti.

Stefán Már segir aðalatriðið vegna þriðja orkupakkans að reglugerð um ACER öðlast ekki lagagildi

Sú leið sem íslenska ríkið ætlar að fara við staðfestingu reglugerða þriðja orkupakkans er líklega án fordæma. Stefán Már Stefánsson lagaprófessor segir að það skipti ekki máli því reglugerð um Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði (ACER) mun ekki taka gildi á Íslandi nema lagður verði sæstrengur og fram fari ný endurskoðun síðar á því hvort reglurnar samrýmist stjórnarskránni.

Aftur lagði bakarinn Ikea vegna ógreiddrar yfirvinnu

Miklatorg, félagið sem á og rekur verslun Ikea í Garðabæ, hefur verið dæmt til að greiða bakara 1,7 milljónir króna í yfirvinnu. Bakarinn hafði áður lagt Ikea fyrir Héraðsdómi Reykjaness en Miklatorg áfrýjaði málinu til Landsréttar.

Boeing vissi af vandanum fyrir flugslysin mannskæðu

Verkfræðingar Boeing uppgötvuðu að viðvörunarmerki sem hefði getað hjálpað flugmönnum tveggja flugvéla sem fórust væri ekki virkt í öllum vélum áður en sú fyrri hrapaði í Indónesíu í október.

Sjá næstu 50 fréttir