Fleiri fréttir

Rannsókn á plastmengun í maga fýla á Íslandi er hafin

Aukið fjármagn veitt til rannsókna sem tengjast plastmengun. Rannsókn á fýlum er þekkt í Norðursjó en stunduð í fyrsta sinn á Íslandi. Niðurstöður munu liggja fyrir í lok árs. Vöktun verður haldið áfram í lengri tíma.

Fá 850 milljónir frá ósjúkratryggðum

Erlendir ósjúkratryggðir einstaklingar eru ákveðin tekjulind fyrir LSH en þeim fylgir einnig mikil þjónusta og aukinn kostnaður. Kulnun í starfi og mönnunarvandi helsta ógn við spítalann til framtíðar að mati forstjórans.

Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað

Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá.

Óútskýrð hækkun bílatrygginga

Samanlagður hagnaður íslensku tryggingafélaganna í fyrra var 7.435 milljónir króna og arðgreiðslur námu 5.322 milljónum.

Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund

Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára.

Klöguhnappur TR er löglegur

Ábendingahnappur á heimasíðu Tryggingastofnunar ríkisins sem hægt er að nota til að senda inn nafnlausar ábendingar um meint brot einstaklinga samrýmist lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Vongóð um samstarf við Kára

Meira en tuttugu þúsund Íslendingar hafa skráð sig á vef Íslenskrar erfðagreiningar þar sem sækja má upplýsingar um stökkbreytingu í BRCA2 geninu. Landlæknir er vongóður um samstarf og telur æskilegt að úrræðið sé á forræði heilbrigðiskerfisins. Erfðaráðgjafi varar þó við að vefurinn geti veitt falskt öryggi.

Hægt að gera breytingar á kjörskrá fram á kjördag

Þjóðskrá Íslands stefnir á að ljúka athugun sinni á lögheimilisskráningum fólks í Árneshrepp sem áttu sér stað um síðustu mánaðamót öðru hvoru megin við helgina, það er í lok þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu.

Guðlaugur Þór tók upp málefni Palestínumanna á fundi í Washington

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, lýsti áhyggjum Íslendinga af ástandinu á Gaza ströndinni þegar hann hitti James Mattis varnarmálaráðherra í Washington í gær. Hann segir flutning bandaríska sendiráðsins til Jerúsalem hafa skapað óróa fyrir botni Miðjarðarhafs.

Sjá næstu 50 fréttir