Fleiri fréttir

Níddist á börnum en starfar sem ökukennari

Ökukennari, sem dæmdur var í Hæstarétti um miðjan tíunda áratuginn fyrir barnaníð gegn stjúpdætrum sínum sem stóðu yfir í á fimmta ár, hefur starfað sem ökukennari í tugi ára. Ekki gerð krafa til ökukennara um hreint sakavottorð.

Enn teygist á valdatíð Angelu Merkel

Jafnaðarmenn og Kristilegir demókratar í Þýskalandi hafa gert samkomulag um stjórn­ar­myndun. Merkel mun deila öðru sætinu á lista yfir þá kanslara sem þjónað hafa lengst með Helmut Kohl, sitji hún allt kjörtímabilið.

Mátti neita lesbíum um brúðartertu

Bakara í Kaliforníu var heimilt að neita lesbísku pari um brúðartertu vegna trúarsannfæringar sinnar og tjáningarfrelsis ef marka má niðurstöðu dómstóls í ríkinu.

Elsti lögreglubíllinn 17 ára

Elsti lögreglubíllinn sem er í notkun hér á landi er frá aldamótum, en átak stendur yfir til að reyna að endurnýja lögreglubílaflotann.

Ráðgjafi Trump hættir eftir frásagnir fyrrverandi

Einn af helstu ráðgjöfum Bandaríkjaforsetans Donald Trump hefur verið gert að segja upp störfum eftir að tvær fyrrverandi eiginkonur ráðgjafans sökuðu hann um líkamlegt og andlegt ofbeldi.

Segir eiginmann sinn hafa stolið úr sér nýra

Eiginmaðurinn og bróðir hans hafa verið handteknir vegna málsins en þeir munu hafa stolið nýranu og selt það eftir að hafa kvartað yfir skorti á heimanmundi sem fylgdi konunni .

Sló met með átta klukkutíma ræðu

Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í neðri deild Bandaríkjaþings setti í dag ræðumet með rúmlega átta klukkutíma langri ræðu sinni þar sem hún mótmælti samkomulagi um fjárlög til næstu tveggja ára.

Norska lögreglan áfram óvopnuð

Lögreglumenn í Noregi verða áfram óvopnaðir á almannafæri, samkvæmt nýrri ákvörðun norsku ríkisstjórnarinnar. Þó eru á þessu undantekningar.

52 flóttamenn á leið til landsins

Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ.

Sjúk ást í nánum samböndum ungmenna

70 prósent þeirra sem leita aðstoðar hjá Stígamótum urðu fyrir ofbeldi fyrir átján ára aldur. Vefsíðan sjúk ást hefur verið sett i loftið til að fræða ungt fólk um mörk og samþykki. Auka þarf kynfræðslu og hætta kynhræðslu, segir unga fólkið.

Formaður Dögunar segir af sér

Pálmey Gísladóttir, formaður Dögunar – stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði, hefur ákveðið að segja af sér.

Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market

Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi.

Sjá næstu 50 fréttir