Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 14:43 Maðurinn hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Vísir/GVA Sigurður Kristinsson, sem handtekinn var við heimkomu frá Málaga í lok janúar og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli, var í dag úrskurðaður í fjögurra vikna langt gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þetta segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi en fimm daga gæsluvarðhald sem Sigurður var úrskurðaður í síðastliðinn föstudag rann út í dag. Margeir segist ekki vera kunnugt um hvort úrskurðurinn hafi verið kærður til Landsréttar. Aðspurður segir Margeir að rannsókn málsins miði ágætlega en vill að öðru leyti lítið tjá sig um málið. Þannig vill hann ekki svara því hversu mikið magn af efnum né hvaða efni málið snýst um né hvaðan fíkniefnin komu með póstsendingu til landsins. Annar maður er einnig í haldi á grundvelli almannahagsmuna vegna málsins. Alls hafa fjórir menn setið í gæsluvarðhaldi í tengslum við málið en tveimur þeirra hefur verið sleppt. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir um fjórum vikum. Var þá sagt frá því að sérsveit ríkislögreglustjóra hefði farið í aðgerðir í húsnæði Skáksambands Íslands en fíkniefnin komu til landsins í stórum skákmunum. Starfsmenn Skáksambandsins eru þó ekki taldir tengjast málinu. Sigurður var handtekinn á Spáni um miðjan janúar vegna gruns um alvarlegt ofbeldisbrot gagnvart konu sinni. Honum var sleppt úr haldi þar ytra að loknum yfirheyrslum og svo handtekinn við komuna hingað til lands. Eiginkona hans liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni eftir að hafa fallið á milli hæða á heimili þeirra þar.Fréttablaðið greindi frá því á mánudag að grunur leiki á stórfelldum undanskotum eigna og þjófnaði úr félaginu SS hús ehf. en það var tekið til gjaldþrotaskipta þann 10. janúar. Sigurður, sem átti félagið ásamt syni sínum og stjúpföður, hefur stýrt því undanfarið. Samkvæmt heimildum blaðsins eiga undanskot eigna sem og óútskýrðar millifærslur af reikningum félagsins að hlaupa á hundruðum milljóna. Þá mun félagið einnig vera til rannsóknar hjá skattayfirvöldum meðal annars vegna mikilla vanskila á vörslusköttum. Málið mun þó ekki komið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Tengdar fréttir Fíkniefnin í stórum skákmunum Aðgerðir lögreglu á Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ og í húsnæði Skáksambands Íslands eru hluti af umfangsmeira fíkniefnamáli. Ráðist hefur verið í þrjár húsleitir tengdar málinu í vikunni. Forseti Skáksambandsins segir efnin hafa borist í stórum skákmunum. 13. janúar 2018 20:00 Tveir til viðbótar í gæsluvarðhald grunaðir um meiriháttar fíkniefnainnflutning Tveir menn til viðbótar voru í lok síðustu viku úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kom upp fyrr í mánuðinum. 29. janúar 2018 11:47 Handtekinn við heimkomu frá Málaga: Úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald Maður sem handtekinn var við heimkomu frá Málaga í liðinni viku og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í fimm daga. 2. febrúar 2018 15:03 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Sigurður Kristinsson, sem handtekinn var við heimkomu frá Málaga í lok janúar og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli, var í dag úrskurðaður í fjögurra vikna langt gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þetta segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi en fimm daga gæsluvarðhald sem Sigurður var úrskurðaður í síðastliðinn föstudag rann út í dag. Margeir segist ekki vera kunnugt um hvort úrskurðurinn hafi verið kærður til Landsréttar. Aðspurður segir Margeir að rannsókn málsins miði ágætlega en vill að öðru leyti lítið tjá sig um málið. Þannig vill hann ekki svara því hversu mikið magn af efnum né hvaða efni málið snýst um né hvaðan fíkniefnin komu með póstsendingu til landsins. Annar maður er einnig í haldi á grundvelli almannahagsmuna vegna málsins. Alls hafa fjórir menn setið í gæsluvarðhaldi í tengslum við málið en tveimur þeirra hefur verið sleppt. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir um fjórum vikum. Var þá sagt frá því að sérsveit ríkislögreglustjóra hefði farið í aðgerðir í húsnæði Skáksambands Íslands en fíkniefnin komu til landsins í stórum skákmunum. Starfsmenn Skáksambandsins eru þó ekki taldir tengjast málinu. Sigurður var handtekinn á Spáni um miðjan janúar vegna gruns um alvarlegt ofbeldisbrot gagnvart konu sinni. Honum var sleppt úr haldi þar ytra að loknum yfirheyrslum og svo handtekinn við komuna hingað til lands. Eiginkona hans liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni eftir að hafa fallið á milli hæða á heimili þeirra þar.Fréttablaðið greindi frá því á mánudag að grunur leiki á stórfelldum undanskotum eigna og þjófnaði úr félaginu SS hús ehf. en það var tekið til gjaldþrotaskipta þann 10. janúar. Sigurður, sem átti félagið ásamt syni sínum og stjúpföður, hefur stýrt því undanfarið. Samkvæmt heimildum blaðsins eiga undanskot eigna sem og óútskýrðar millifærslur af reikningum félagsins að hlaupa á hundruðum milljóna. Þá mun félagið einnig vera til rannsóknar hjá skattayfirvöldum meðal annars vegna mikilla vanskila á vörslusköttum. Málið mun þó ekki komið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.
Tengdar fréttir Fíkniefnin í stórum skákmunum Aðgerðir lögreglu á Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ og í húsnæði Skáksambands Íslands eru hluti af umfangsmeira fíkniefnamáli. Ráðist hefur verið í þrjár húsleitir tengdar málinu í vikunni. Forseti Skáksambandsins segir efnin hafa borist í stórum skákmunum. 13. janúar 2018 20:00 Tveir til viðbótar í gæsluvarðhald grunaðir um meiriháttar fíkniefnainnflutning Tveir menn til viðbótar voru í lok síðustu viku úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kom upp fyrr í mánuðinum. 29. janúar 2018 11:47 Handtekinn við heimkomu frá Málaga: Úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald Maður sem handtekinn var við heimkomu frá Málaga í liðinni viku og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í fimm daga. 2. febrúar 2018 15:03 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Fíkniefnin í stórum skákmunum Aðgerðir lögreglu á Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ og í húsnæði Skáksambands Íslands eru hluti af umfangsmeira fíkniefnamáli. Ráðist hefur verið í þrjár húsleitir tengdar málinu í vikunni. Forseti Skáksambandsins segir efnin hafa borist í stórum skákmunum. 13. janúar 2018 20:00
Tveir til viðbótar í gæsluvarðhald grunaðir um meiriháttar fíkniefnainnflutning Tveir menn til viðbótar voru í lok síðustu viku úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kom upp fyrr í mánuðinum. 29. janúar 2018 11:47
Handtekinn við heimkomu frá Málaga: Úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald Maður sem handtekinn var við heimkomu frá Málaga í liðinni viku og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í fimm daga. 2. febrúar 2018 15:03