Menntamálaráðherra fundaði með seðlabankastjóra Suður Kóreu Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2018 20:00 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, sem í dag átti fund með seðlabankastjóra Suður Kóreu, segir margt líkt með fjármálakreppum sem ríkin hafa þurft að eiga við en þau hafi þó unnið sig út úr þeim með ólíkum hætti. Ráðherra er komin til Sól til að vera viðstödd opnunarathöfn ólympíuleikanna á föstudag. Það má segja að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sé komin á fornar slóðir því hún nam við kvennaháskólann Ewha í Sól í Suður Kóreu árið 1994 og skrifaði þá lokaritgerð sína um sameiningu Kóreuríkjanna. Í dag gekk hún hins vegar á fund með Lee Ju-yeol seðlabankastjóra Suður Kóreu eftir að hún flutti erindi í bankanum. Þar fór hún yfir aðdraganda og áhrif hrunsins hér á landi árið 2008. Þá bar hún íslenska hrunið saman við fjármálaáfall sem átti sér stað í Suður Kóreu árið 1997. „Já það er margt líkt með þessum kreppum. Hjá báðum ríkjum var það svo að gríðarlega mikið fjármagnsinnflæði kemur inn í bæði löndin. Kröftugur hagvöxtur, mikil einkaneysla, ásamt því að lánveitingar í bankakerfinu voru til tengdra aðila í miklum mæli. Svo verður þetta gríðarlegur skellur hjá báðum ríkjum,“ segir Lilja. Bæði ríkin hafi verið skuldlítil fyrir kreppu og gjaldeyrisforði lítill. Hins vegar hafi ríkin brugðist ólíkt við fjármálakreppunni þótt á báðum stöðum hafi gjaldmiðillinn fallið mikið. „Til að mynda voru sett fjármagnshöft á Íslandi en ekki í Suður Kóreu. Þannig að raunvaxtastig Suður Kóreu var talsvert hærra í lengri tíma en á Íslandi,“ segir Lilja. Ríkin tvö geti unnið meira saman. Nú hafi íslenskir háskólar stofnað til nemendaskipta við þrjá háskóla í Sól og því séu samskiptin að aukast. En menntamálaráðherrann er annars komin til að vera viðstödd opnunarathöfn vetrar ólympíuleikanna í Sól á föstudag.Ertu farin að hlakka til fyrir hönd íslenska liðsins? „Já, ég hlakka mikið til að hitta íslenska liðið. Fylgjast með okkar góðu keppendum. Við erum með fimm keppendur og það verður virkilega gaman að fylgjast með og taka þátt í þessu með okkar góða íþróttafólki,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, sem í dag átti fund með seðlabankastjóra Suður Kóreu, segir margt líkt með fjármálakreppum sem ríkin hafa þurft að eiga við en þau hafi þó unnið sig út úr þeim með ólíkum hætti. Ráðherra er komin til Sól til að vera viðstödd opnunarathöfn ólympíuleikanna á föstudag. Það má segja að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sé komin á fornar slóðir því hún nam við kvennaháskólann Ewha í Sól í Suður Kóreu árið 1994 og skrifaði þá lokaritgerð sína um sameiningu Kóreuríkjanna. Í dag gekk hún hins vegar á fund með Lee Ju-yeol seðlabankastjóra Suður Kóreu eftir að hún flutti erindi í bankanum. Þar fór hún yfir aðdraganda og áhrif hrunsins hér á landi árið 2008. Þá bar hún íslenska hrunið saman við fjármálaáfall sem átti sér stað í Suður Kóreu árið 1997. „Já það er margt líkt með þessum kreppum. Hjá báðum ríkjum var það svo að gríðarlega mikið fjármagnsinnflæði kemur inn í bæði löndin. Kröftugur hagvöxtur, mikil einkaneysla, ásamt því að lánveitingar í bankakerfinu voru til tengdra aðila í miklum mæli. Svo verður þetta gríðarlegur skellur hjá báðum ríkjum,“ segir Lilja. Bæði ríkin hafi verið skuldlítil fyrir kreppu og gjaldeyrisforði lítill. Hins vegar hafi ríkin brugðist ólíkt við fjármálakreppunni þótt á báðum stöðum hafi gjaldmiðillinn fallið mikið. „Til að mynda voru sett fjármagnshöft á Íslandi en ekki í Suður Kóreu. Þannig að raunvaxtastig Suður Kóreu var talsvert hærra í lengri tíma en á Íslandi,“ segir Lilja. Ríkin tvö geti unnið meira saman. Nú hafi íslenskir háskólar stofnað til nemendaskipta við þrjá háskóla í Sól og því séu samskiptin að aukast. En menntamálaráðherrann er annars komin til að vera viðstödd opnunarathöfn vetrar ólympíuleikanna í Sól á föstudag.Ertu farin að hlakka til fyrir hönd íslenska liðsins? „Já, ég hlakka mikið til að hitta íslenska liðið. Fylgjast með okkar góðu keppendum. Við erum með fimm keppendur og það verður virkilega gaman að fylgjast með og taka þátt í þessu með okkar góða íþróttafólki,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira