Fleiri fréttir

Tekur hanaslaginn alla leið

Eigandi tveggja hana í Mosfellsbæ segist ætla berjast fyrir tilverurétti þeirra eins lengi og mögulegt er en bæjaryfirvöld hafa ákveðið að hanarnir tveir skuli fjarlægðir af heimili hans eftir kvartanir nágranna.

Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir í gjaldeyrismálum á næstunni

Ríkisstjórnin mun kynna aðgerðir til viðnáms við stöðugri styrkingu krónunnar í þessum mánuði og fjármálaráðherra væntir þess að gjaldeyrishöft verði afnumin gagnvart almenningi og fyrirtækjum innan nokkurra vikna eða mánuða.

Lögreglan lýsir eftir ökumanni grárrar sendibifreiðar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns lítillar, grárrar sendibifreiðar, mögulega Citróen Berlingo, sem var ekið aftan á dökkleitan Hyundai Tucson á gatnamótum Suðurhóla og Vesturbergs í Breiðholti um hálfáttaleytið í morgun.

Annþór og Börkur sýknaðir í Hæstarétti

Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru í dag sýknaðir fyrir Hæstarétti af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012.

Þórdís Elva og Stranger ekki lengur á dagskrá

Aðstandendur ráðstefnunnar segjast þar með vera að bregðast við undirskriftasöfnun þar sem rúmlega tvö þúsund mann mótmæltu því að Stranger skyldi fá að vera á hátíðinni.

Meirihluti á móti vegtollum

Um 58 prósent Íslendinga eru á móti vegtollum, sem notaðir yrðu til uppbyggingar á vegakerfinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Maskínu

Haninn Kristján hefur ekki galað sitt síðasta

Nágrannar, bæjarfélagið og úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál vilja tvo hana brott af Syðri-Reykjum 3. Eigandi fuglanna telur að lögbýlaskrá hafi verið breytt til að losna við hanana. Nágrannar þreyttir á fimm ára hanagali.

Rannsaka lekann til WikiLeaks

Gögn frá WikiLeaks, Vault 7, benda til þess að leyniþjónusta Bandaríkjanna nýti sér öryggisgalla í snjalltækjum til að fylgjast með notendum. CIA vill ekki svara fyrir lekann. FBI leitar að uppruna lekans.

Aldrei fleiri bækur lesnar

Yfir 63 þúsund bækur voru lesnar á tveimur mánuðum í þriðja lestrarátaki Ævars vísindamanns en alls hafa um 177 þúsund bækur verið lesnar í þessum átaksverkefnum.

Greiða tugi milljóna vegna uppsagna

Kostnaður Fiskistofu vegna uppsagna sem tengdust flutningi stofnunarinnar til Akureyrar nemur tugum milljóna. Stofnunin greiðir tvær milljónir króna á mánuði fyrir húsnæði í Hafnarfirði sem stendur autt. Ríkisendurskoðun bíður með að f

Skertur opnunartími auki hættuna á fleiri sjálfsvígum

Geðlæknir telur að skertur opnunartími bráðamóttöku geðsviðs auki sjálfsvígshættu. Bið á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi sé of löng. Segir þjónustu við geðsjúka hafa versnað frá því um aldamótin.

Handabandið sem engin man

Sendiherra Rússlands var viðstaddur kosningafund Trumps á hóteli í Washington. Starfsmenn Hvíta hússins segja marga sendiherra hafa verið á svæðinu og ekki muna hverjum Trump heilsaði. Þingnefnd rannsakar fullyrðingar um samvinnu við Rússa

Undiralda vegna Rammans á Alþingi

Ef rétt er lesið í umræður þingsins um 3. áfanga rammaáætlunar er átaka að vænta. Fyrrverandi ráðherra segir málið ónýtt – en ríkisstjórn hans stóð að málinu í sama búningi. Lagt er til að tvær nefndir fjalli um málið og ef

Sjá næstu 50 fréttir