Undiralda vegna Rammans á Alþingi Svavar Hávarðsson skrifar 9. mars 2017 07:00 Tillaga verkefnisstjórnar fór óbreytt til þingsins frá hendi núverandi og fyrrverandi umhverfismálaráðherra. Hafi verið tekist um málið undanfarin ár þá virðist þess sama að vænta nú eins og heyra mátti á þingmönnum. vísir/vilhelm Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, mælti fyrir þingsályktunartillögu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, eða 3. áfanga rammaáætlunar, á þriðjudag. Af umræðum á þinginu má ráða að harðra átaka sé að vænta um málið. Tillagan er óbreytt frá hendi verkefnastjórnar rammaáætlunar sem forveri Bjartar, Sigrún Magnúsdóttir, lagði fram á liðnu þingi. Eftir að Björt hafði mælt fyrir málinu kom Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkis-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, næstur á eftir henni í ræðustól. Hann sagði: „ …þegar þetta plagg var afgreitt úr fyrri ríkisstjórn var ég með fyrirvara á plagginu og eins í þingflokki Framsóknarflokksins, því að mér finnst þetta plagg vera ónýtt.“ Sjálf sér Björt þingsályktunartillöguna í því ljósi að í senn sé um að ræða öfluga „orkunýtingaráætlun á sama tíma og hún er metnaðarfull verndaráætlun“.Teitur Björn EinarssonLagt er til að um 660 MW bætist í nýtingarflokk. Þannig feli 2. og 3. áfangi í sér mikla möguleika til orkuöflunar, rúmlega 1.400 MW. Til samanburðar er uppsett afl allra núverandi virkjana á Íslandi 2.500 MW, sagði ráðherra. „Á sama tíma er lagt til að mörg mikilvæg svæði verði sett í vernd. Þannig er mjög gott jafnvægi í þessum tillögum milli sjónarmiða verndunar og nýtingar ef það er mælt í orkueiningum en verndarflokkur og nýtingarflokkur eru nokkurn veginn jafn stórir í þessum tillögum,“ sagði Björt. Umræðurnar stóðu í á fimmtu klukkustund áður en málinu var vísað til umhverfis- og samgöngunefndar. Má minna á að á síðasta þingi var það mjög umdeilt að málið var til umfjöllunar í atvinnuveganefnd, og var þráfaldlega bent á að það ætti heima í umhverfisnefnd þingsins, eins og sitjandi ráðherra hefur fengið í gegn.Í umræðunum var sleginn varnagli af stjórnarandstöðunni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði sérstaklega um Þjórsá – ungt fólk á svæðinu hefði stigið fram og vildi ekki uppbyggingu með sama hætti og eldri kynslóðir. Heilt yfir séu önnur atvinnutækifæri efst í huga komandi kynslóða og þau byggi ekki endilega á raforkuframleiðslu. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sagði mikilvægt að spyrja sig þeirrar spurningar hvort ekki þurfi að skoða eitt og annað mun betur. Það megi spyrja hvað liggi á og hvað eigi að gera við allt það rafmagn sem leyfilegt er að framleiða með því að nýta þá orkukosti sem skipað er í nýtingarflokk rammaáætlunar nú þegar. Loftslagsmálin séu ein og sér nægt tilefni til þess að fara varlega. Á sama tíma má ráða að málið mæti andstöðu innan Sjálfstæðisflokksins – þingmaðurinn Teitur Björn Einarsson sagði að umhverfisnefnd þingsins yrði að vera í nánu samstarfi við atvinnuveganefnd við umfjöllun málsins – og vel megi búast við að einstakir kostir færist úr nýtingu eða vernd og yfir í biðflokk. Eins að gangi málið illa í meðförum þingsins þurfi að endurskoða löggjöfina. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra, sagði tíðindi felast í orðum Teits – um stjórnarmál væri að ræða og það lagt fram í nafni hennar. Teitur setji efnislega fyrirvara við málið og spurði hvort hann einn stjórnarþingmanna væri þeirrar skoðunar. Teitur sagði túlkun Svandísar á orðum hans „frjálslega“, hann styddi málið og færi einfaldlega fram á vandaða þinglega meðferð.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, mælti fyrir þingsályktunartillögu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, eða 3. áfanga rammaáætlunar, á þriðjudag. Af umræðum á þinginu má ráða að harðra átaka sé að vænta um málið. Tillagan er óbreytt frá hendi verkefnastjórnar rammaáætlunar sem forveri Bjartar, Sigrún Magnúsdóttir, lagði fram á liðnu þingi. Eftir að Björt hafði mælt fyrir málinu kom Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkis-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, næstur á eftir henni í ræðustól. Hann sagði: „ …þegar þetta plagg var afgreitt úr fyrri ríkisstjórn var ég með fyrirvara á plagginu og eins í þingflokki Framsóknarflokksins, því að mér finnst þetta plagg vera ónýtt.“ Sjálf sér Björt þingsályktunartillöguna í því ljósi að í senn sé um að ræða öfluga „orkunýtingaráætlun á sama tíma og hún er metnaðarfull verndaráætlun“.Teitur Björn EinarssonLagt er til að um 660 MW bætist í nýtingarflokk. Þannig feli 2. og 3. áfangi í sér mikla möguleika til orkuöflunar, rúmlega 1.400 MW. Til samanburðar er uppsett afl allra núverandi virkjana á Íslandi 2.500 MW, sagði ráðherra. „Á sama tíma er lagt til að mörg mikilvæg svæði verði sett í vernd. Þannig er mjög gott jafnvægi í þessum tillögum milli sjónarmiða verndunar og nýtingar ef það er mælt í orkueiningum en verndarflokkur og nýtingarflokkur eru nokkurn veginn jafn stórir í þessum tillögum,“ sagði Björt. Umræðurnar stóðu í á fimmtu klukkustund áður en málinu var vísað til umhverfis- og samgöngunefndar. Má minna á að á síðasta þingi var það mjög umdeilt að málið var til umfjöllunar í atvinnuveganefnd, og var þráfaldlega bent á að það ætti heima í umhverfisnefnd þingsins, eins og sitjandi ráðherra hefur fengið í gegn.Í umræðunum var sleginn varnagli af stjórnarandstöðunni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði sérstaklega um Þjórsá – ungt fólk á svæðinu hefði stigið fram og vildi ekki uppbyggingu með sama hætti og eldri kynslóðir. Heilt yfir séu önnur atvinnutækifæri efst í huga komandi kynslóða og þau byggi ekki endilega á raforkuframleiðslu. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sagði mikilvægt að spyrja sig þeirrar spurningar hvort ekki þurfi að skoða eitt og annað mun betur. Það megi spyrja hvað liggi á og hvað eigi að gera við allt það rafmagn sem leyfilegt er að framleiða með því að nýta þá orkukosti sem skipað er í nýtingarflokk rammaáætlunar nú þegar. Loftslagsmálin séu ein og sér nægt tilefni til þess að fara varlega. Á sama tíma má ráða að málið mæti andstöðu innan Sjálfstæðisflokksins – þingmaðurinn Teitur Björn Einarsson sagði að umhverfisnefnd þingsins yrði að vera í nánu samstarfi við atvinnuveganefnd við umfjöllun málsins – og vel megi búast við að einstakir kostir færist úr nýtingu eða vernd og yfir í biðflokk. Eins að gangi málið illa í meðförum þingsins þurfi að endurskoða löggjöfina. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra, sagði tíðindi felast í orðum Teits – um stjórnarmál væri að ræða og það lagt fram í nafni hennar. Teitur setji efnislega fyrirvara við málið og spurði hvort hann einn stjórnarþingmanna væri þeirrar skoðunar. Teitur sagði túlkun Svandísar á orðum hans „frjálslega“, hann styddi málið og færi einfaldlega fram á vandaða þinglega meðferð.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira