Skertur opnunartími auki hættuna á fleiri sjálfsvígum Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. mars 2017 07:00 Bráðamóttaka geðsviðs LSH er ekki opin á kvöldin heldur er þjónustan veitt í Fossvogi. vísir/eyþór Geðlæknirinn Grétar Sigurbergsson segir það mjög annarlegt að bráðamóttakan á geðsviði Landspítala skuli ekki vera opin allan sólarhringinn. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudaginn eru geðdeildirnar með opna bráðaþjónustu frá 12 til 19 á virkum dögum og 12 til 17 um helgar. „Þetta gerðum við eftir að við höfðum skoðað hvenær flestar komur eru og við sáum að 90-95 prósent af þunganum eru á þessum tíma,“ sagði María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs, í blaðinu. Utan þess opnunartíma geti fólk leitað á bráðamóttökuna í Fossvogi. „Það er náttúrlega bara slysadeildin. Ég hef nú aldeilis reynslu af því. Þetta er fleiri klukkutíma bið á biðstofu,“ segir Grétar. Hann hefur áhyggjur af því að þessi skerti opnunartími verði til þess að fólk sé veikara þegar það kemur og sjálfsvígshætta aukist. „Þetta er nú eiginlega bara hálfglæpsamlegt gagnvart fólki,“ segir hann.Grétar Sigurbergsson geðlæknirMaría bendir hins vegar á að vanur starfsmaður, sérfræðingur eða mjög reyndur hjúkrunarfræðingur, meti bráðleikann þegar sjúklingur kemur á bráðamóttökuna í Fossvogi. Ef viðkomandi segist vera í sjálfsvígshugleiðingum þá fái hann strax forgang. „En það er alveg rétt að biðin getur verið löng og best væri ef hún væri engin. Þar skiptir máli að við þurfum að vera duglegri við að leiðbeina fólki sem þarf aðstoð þannig að það leiti til bráðamóttökunnar þegar það á við og leiti til heilsugæslunnar eða annað þegar það á við,“ segir María. Þannig að það komi ekki upp sú staða að fólk sé að leita á bráðamóttökuna þegar það þarf að endurnýja lyfseðil eða annað, heldur leiti þá á heilsugæsluna. Grétar segir að bráðaþjónusta allan sólarhringinn hafi hafist á geðdeild Borgarspítalans árið 1984 og þá hafi verið sérfræðingur í geðlækningum á vakt allan sólarhringinn á geðdeildinni. „Þetta gekk mjög vel og svo tók Landspítalinn þetta upp því að þeim fannst náttúrlega óhugsandi að vera að vísa sjúklingum til okkar. Þannig að þeir neyddust til að setja upp bráðaþjónustu og hún var ágæt hjá þeim. Þetta var mjög góður kafli í íslenskri geðlækningasögu, þegar þessi sjálfsagða þjónusta var á báðum stöðum,“ segir hann. Eftir að Landspítali á Hringbraut og Borgarspítalinn voru sameinaðir hafi farið að fjara undan, enda engin samkeppni verið. Hann telur að þjónusta við geðsjúka hafi snarversnað eftir sameiningu spítalanna. „Mjög mikið, það bara gerðist strax. Það er algjört virðingarleysi fyrir geðsjúkum. Þeir fá alltaf annars flokks þjónustu. Og að bjóða upp á það að fólk í sjálfsmorðshugleiðingum fái ekki þjónustu er alveg óhugsandi,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira
Geðlæknirinn Grétar Sigurbergsson segir það mjög annarlegt að bráðamóttakan á geðsviði Landspítala skuli ekki vera opin allan sólarhringinn. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudaginn eru geðdeildirnar með opna bráðaþjónustu frá 12 til 19 á virkum dögum og 12 til 17 um helgar. „Þetta gerðum við eftir að við höfðum skoðað hvenær flestar komur eru og við sáum að 90-95 prósent af þunganum eru á þessum tíma,“ sagði María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs, í blaðinu. Utan þess opnunartíma geti fólk leitað á bráðamóttökuna í Fossvogi. „Það er náttúrlega bara slysadeildin. Ég hef nú aldeilis reynslu af því. Þetta er fleiri klukkutíma bið á biðstofu,“ segir Grétar. Hann hefur áhyggjur af því að þessi skerti opnunartími verði til þess að fólk sé veikara þegar það kemur og sjálfsvígshætta aukist. „Þetta er nú eiginlega bara hálfglæpsamlegt gagnvart fólki,“ segir hann.Grétar Sigurbergsson geðlæknirMaría bendir hins vegar á að vanur starfsmaður, sérfræðingur eða mjög reyndur hjúkrunarfræðingur, meti bráðleikann þegar sjúklingur kemur á bráðamóttökuna í Fossvogi. Ef viðkomandi segist vera í sjálfsvígshugleiðingum þá fái hann strax forgang. „En það er alveg rétt að biðin getur verið löng og best væri ef hún væri engin. Þar skiptir máli að við þurfum að vera duglegri við að leiðbeina fólki sem þarf aðstoð þannig að það leiti til bráðamóttökunnar þegar það á við og leiti til heilsugæslunnar eða annað þegar það á við,“ segir María. Þannig að það komi ekki upp sú staða að fólk sé að leita á bráðamóttökuna þegar það þarf að endurnýja lyfseðil eða annað, heldur leiti þá á heilsugæsluna. Grétar segir að bráðaþjónusta allan sólarhringinn hafi hafist á geðdeild Borgarspítalans árið 1984 og þá hafi verið sérfræðingur í geðlækningum á vakt allan sólarhringinn á geðdeildinni. „Þetta gekk mjög vel og svo tók Landspítalinn þetta upp því að þeim fannst náttúrlega óhugsandi að vera að vísa sjúklingum til okkar. Þannig að þeir neyddust til að setja upp bráðaþjónustu og hún var ágæt hjá þeim. Þetta var mjög góður kafli í íslenskri geðlækningasögu, þegar þessi sjálfsagða þjónusta var á báðum stöðum,“ segir hann. Eftir að Landspítali á Hringbraut og Borgarspítalinn voru sameinaðir hafi farið að fjara undan, enda engin samkeppni verið. Hann telur að þjónusta við geðsjúka hafi snarversnað eftir sameiningu spítalanna. „Mjög mikið, það bara gerðist strax. Það er algjört virðingarleysi fyrir geðsjúkum. Þeir fá alltaf annars flokks þjónustu. Og að bjóða upp á það að fólk í sjálfsmorðshugleiðingum fái ekki þjónustu er alveg óhugsandi,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira