Skertur opnunartími auki hættuna á fleiri sjálfsvígum Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. mars 2017 07:00 Bráðamóttaka geðsviðs LSH er ekki opin á kvöldin heldur er þjónustan veitt í Fossvogi. vísir/eyþór Geðlæknirinn Grétar Sigurbergsson segir það mjög annarlegt að bráðamóttakan á geðsviði Landspítala skuli ekki vera opin allan sólarhringinn. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudaginn eru geðdeildirnar með opna bráðaþjónustu frá 12 til 19 á virkum dögum og 12 til 17 um helgar. „Þetta gerðum við eftir að við höfðum skoðað hvenær flestar komur eru og við sáum að 90-95 prósent af þunganum eru á þessum tíma,“ sagði María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs, í blaðinu. Utan þess opnunartíma geti fólk leitað á bráðamóttökuna í Fossvogi. „Það er náttúrlega bara slysadeildin. Ég hef nú aldeilis reynslu af því. Þetta er fleiri klukkutíma bið á biðstofu,“ segir Grétar. Hann hefur áhyggjur af því að þessi skerti opnunartími verði til þess að fólk sé veikara þegar það kemur og sjálfsvígshætta aukist. „Þetta er nú eiginlega bara hálfglæpsamlegt gagnvart fólki,“ segir hann.Grétar Sigurbergsson geðlæknirMaría bendir hins vegar á að vanur starfsmaður, sérfræðingur eða mjög reyndur hjúkrunarfræðingur, meti bráðleikann þegar sjúklingur kemur á bráðamóttökuna í Fossvogi. Ef viðkomandi segist vera í sjálfsvígshugleiðingum þá fái hann strax forgang. „En það er alveg rétt að biðin getur verið löng og best væri ef hún væri engin. Þar skiptir máli að við þurfum að vera duglegri við að leiðbeina fólki sem þarf aðstoð þannig að það leiti til bráðamóttökunnar þegar það á við og leiti til heilsugæslunnar eða annað þegar það á við,“ segir María. Þannig að það komi ekki upp sú staða að fólk sé að leita á bráðamóttökuna þegar það þarf að endurnýja lyfseðil eða annað, heldur leiti þá á heilsugæsluna. Grétar segir að bráðaþjónusta allan sólarhringinn hafi hafist á geðdeild Borgarspítalans árið 1984 og þá hafi verið sérfræðingur í geðlækningum á vakt allan sólarhringinn á geðdeildinni. „Þetta gekk mjög vel og svo tók Landspítalinn þetta upp því að þeim fannst náttúrlega óhugsandi að vera að vísa sjúklingum til okkar. Þannig að þeir neyddust til að setja upp bráðaþjónustu og hún var ágæt hjá þeim. Þetta var mjög góður kafli í íslenskri geðlækningasögu, þegar þessi sjálfsagða þjónusta var á báðum stöðum,“ segir hann. Eftir að Landspítali á Hringbraut og Borgarspítalinn voru sameinaðir hafi farið að fjara undan, enda engin samkeppni verið. Hann telur að þjónusta við geðsjúka hafi snarversnað eftir sameiningu spítalanna. „Mjög mikið, það bara gerðist strax. Það er algjört virðingarleysi fyrir geðsjúkum. Þeir fá alltaf annars flokks þjónustu. Og að bjóða upp á það að fólk í sjálfsmorðshugleiðingum fái ekki þjónustu er alveg óhugsandi,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Sjá meira
Geðlæknirinn Grétar Sigurbergsson segir það mjög annarlegt að bráðamóttakan á geðsviði Landspítala skuli ekki vera opin allan sólarhringinn. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudaginn eru geðdeildirnar með opna bráðaþjónustu frá 12 til 19 á virkum dögum og 12 til 17 um helgar. „Þetta gerðum við eftir að við höfðum skoðað hvenær flestar komur eru og við sáum að 90-95 prósent af þunganum eru á þessum tíma,“ sagði María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs, í blaðinu. Utan þess opnunartíma geti fólk leitað á bráðamóttökuna í Fossvogi. „Það er náttúrlega bara slysadeildin. Ég hef nú aldeilis reynslu af því. Þetta er fleiri klukkutíma bið á biðstofu,“ segir Grétar. Hann hefur áhyggjur af því að þessi skerti opnunartími verði til þess að fólk sé veikara þegar það kemur og sjálfsvígshætta aukist. „Þetta er nú eiginlega bara hálfglæpsamlegt gagnvart fólki,“ segir hann.Grétar Sigurbergsson geðlæknirMaría bendir hins vegar á að vanur starfsmaður, sérfræðingur eða mjög reyndur hjúkrunarfræðingur, meti bráðleikann þegar sjúklingur kemur á bráðamóttökuna í Fossvogi. Ef viðkomandi segist vera í sjálfsvígshugleiðingum þá fái hann strax forgang. „En það er alveg rétt að biðin getur verið löng og best væri ef hún væri engin. Þar skiptir máli að við þurfum að vera duglegri við að leiðbeina fólki sem þarf aðstoð þannig að það leiti til bráðamóttökunnar þegar það á við og leiti til heilsugæslunnar eða annað þegar það á við,“ segir María. Þannig að það komi ekki upp sú staða að fólk sé að leita á bráðamóttökuna þegar það þarf að endurnýja lyfseðil eða annað, heldur leiti þá á heilsugæsluna. Grétar segir að bráðaþjónusta allan sólarhringinn hafi hafist á geðdeild Borgarspítalans árið 1984 og þá hafi verið sérfræðingur í geðlækningum á vakt allan sólarhringinn á geðdeildinni. „Þetta gekk mjög vel og svo tók Landspítalinn þetta upp því að þeim fannst náttúrlega óhugsandi að vera að vísa sjúklingum til okkar. Þannig að þeir neyddust til að setja upp bráðaþjónustu og hún var ágæt hjá þeim. Þetta var mjög góður kafli í íslenskri geðlækningasögu, þegar þessi sjálfsagða þjónusta var á báðum stöðum,“ segir hann. Eftir að Landspítali á Hringbraut og Borgarspítalinn voru sameinaðir hafi farið að fjara undan, enda engin samkeppni verið. Hann telur að þjónusta við geðsjúka hafi snarversnað eftir sameiningu spítalanna. „Mjög mikið, það bara gerðist strax. Það er algjört virðingarleysi fyrir geðsjúkum. Þeir fá alltaf annars flokks þjónustu. Og að bjóða upp á það að fólk í sjálfsmorðshugleiðingum fái ekki þjónustu er alveg óhugsandi,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Sjá meira