Fleiri fréttir

Saka Reebok fitness um fitufordóma

,,Fyrir utan að valda skömm og smánun með feitu fólki, eflir þetta fitufordóma innan samfélagsins,“ segir í yfirlýsingu Samtaka um líkamsvirðingu

Ástin kviknaði í háloftunum og mamma fylgdist með

Saga Helga og Todd er einstaklega rómantísk og margt ólík þeim íslensku ástarsögum sem eiga upphaf sitt á djamminu eða á kaffihúsum borgarinnar. Hér er um að ræða örlagasögu þar sem rómantíkin blómstrar og hvorki himinn, haf né tímamismunur fá aðskilið.

Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2016

Fyrrverandi ráðherra og nokkrir af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar eru í hópi þeirra þjóðþekktu Íslendinga sem kvöddu á árinu sem senn er á enda.

340 milljónir fyrir sæti í öryggisráðinu

Svíar fá sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna næstu tvö ár. Baráttan fyrir sætinu kostaði sænsk stjórnvöld 27 milljónir sænskra króna eða um 337 milljónir íslenskra króna um þriggja ára skeið.

Samið um vopnahlé í Sýrlandi

Rússar, Tyrkir og Íranar ætla að hafa eftirlit með vopnahléi í Sýrlandi og tryggja frið til framtíðar. Pútín Rússlandsforseti skýrði frá þessu í gær. Vopnahléið nær þó ekki til öfgahreyfinga á borð við Daish.

Lögreglan í Svíþjóð telur rannsóknum á morðum ógnað

Evrópudómstóllinn hefur úrskurðað að réttaröryggið í Svíþjóð sé ekki nægilegt til að fjarskiptafyrirtækjum leyfist að geyma gögn um fjarskipti viðskiptavina. Mörg fyrirtækjanna eru nú hætt að geyma slík gögn.

Hringtorgasaga túrista á Íslandi dapurleg

Engin sérákvæði eru um hringtorg í íslenskum lögum fyrir utan að þar er bannað að leggja. Erlendir ferðamenn kunna lítið á hefðina um að innri akrein eigi réttinn og komu við sögu í 102 árekstrum á fimm árum.

Hóteláform standa þótt leyfið hafi verið fellt úr gildi

Leyfi fyrir byggingu 59 herbergja hótels við Borgarbraut í Borgarnesi hefur verið afturkallað. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála segir að byggingarleyfið sé ekki í samræmi við landnotkun gildandi deiliskipulags.

Nýjar reglur um Airbnb en enginn með eftirlitið

Lagabreyting kennd við Airbnb tekur gildi um áramótin án þess að fyrir liggi hvernig eftirliti með lögunum verður háttað, enda er óljóst hvaða embætti fær verkefnið. Allt að einnar milljónar króna sekt liggur við brotum gegn lögunum

Hælisleitandi á fölsuðum passa hlaut dóm

Afganskur hælisleitandi var dæmdur í þrjátíu daga óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness þann 28. desember síðastliðinn fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum við vegabréfsskoðun hjá lögreglu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Tíundi hver er óskráður

Íbúar á höfuð­borgar­svæðinu, óskráðir á heilsugæslustöð, voru 21.771 í lok október, eða tíundi hver íbúi. Frá áramótum á heilsugæslan að vera fyrsti viðkomustaður þeirra sem þurfa heilbrigðisþjónustu.

Þyrla hefði getað flutt hjartasjúkling suður

Mýflug gerði Landhelgisgæslunni ekki viðvart um sjúkling sem þurfti að fara til Reykjavíkur frá Höfn. Mýflug tók ákvörðun um að lenda á Akureyri því ekki var hægt að lenda í borginni. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefði þó líklega

Yfirmaður fíkniefnalögreglu dæmdur fyrir hasssmygl

Jari Aarnio, fyrrverandi yfirmaður fíkniefnalögreglunnar í Helsinki, hefur hlotið tíu ára fangelsisdóm fyrir fíkniefnasmygl. Hann var handtekinn árið 2013 eftir að hafa starfað í þrjátíu ár hjá fíkniefnalögreglunni. Í september síðastliðnum var hann einnig dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fjársvik.

Sjá næstu 50 fréttir