Bíl Queen Latifah stolið á bensínstöð Finnur Thorlacius skrifar 30. desember 2016 11:25 Queen Latifah og Benz bíll hennar í baksýn. Fræga fólkið verður ekki síður fyrir barðinu á þjófum en almenningur og á því fékk leikkonan og söngvarinn Queen Latifah að kenna á fyrir skömmu. Mercedes Benz bíl hennar var stolið af óprúttnum náungum á bensínstöð þann 20. desember. Latifah var þó ekki sjálf á bílnum þegar honum var stolið, heldur Keith nokkur Shephard. Keith var að fjarlægja bensíndæluna úr bílnum þegar hann fór allt í einu af stað og hvarf sýnum. Til allrar hamingju er búnaður í Mercedes Benz bíl Queen Latifah sem tryggir að ávallt má sjá staðsetningu bílsins og með aðstoð Mercedes Benz og lögreglunnar var haft uppá bílnum og hann því aftur kominn í hendurnar á drottningunni. Bíllinn fannst í bænum Mechanicsville í Georgíuríki. Rétt fyrir þjófnaðinn sáust þrír menn dökkir á hörund koma að bensínstöðinni á hvítum BMW og Dodge Charger bílum og reyndust þar fara þjófarnir. Engar skemmdir voru unnar á Mercedes bíl Latifah, en líklega sitja nú þjófarnir bak við lás og slá. Búnaður eins og sá sem er í bíl Latifah er nú í boði hjá sífellt fleiri bílaframleiðendum og reynist einkar hjálplegur til að finna stolna bíla. Ekki veitir víst af því í Bandaríkjunum og mun vonandi fækka þjófnuðum á bílum þar sem annarsstaðar. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent
Fræga fólkið verður ekki síður fyrir barðinu á þjófum en almenningur og á því fékk leikkonan og söngvarinn Queen Latifah að kenna á fyrir skömmu. Mercedes Benz bíl hennar var stolið af óprúttnum náungum á bensínstöð þann 20. desember. Latifah var þó ekki sjálf á bílnum þegar honum var stolið, heldur Keith nokkur Shephard. Keith var að fjarlægja bensíndæluna úr bílnum þegar hann fór allt í einu af stað og hvarf sýnum. Til allrar hamingju er búnaður í Mercedes Benz bíl Queen Latifah sem tryggir að ávallt má sjá staðsetningu bílsins og með aðstoð Mercedes Benz og lögreglunnar var haft uppá bílnum og hann því aftur kominn í hendurnar á drottningunni. Bíllinn fannst í bænum Mechanicsville í Georgíuríki. Rétt fyrir þjófnaðinn sáust þrír menn dökkir á hörund koma að bensínstöðinni á hvítum BMW og Dodge Charger bílum og reyndust þar fara þjófarnir. Engar skemmdir voru unnar á Mercedes bíl Latifah, en líklega sitja nú þjófarnir bak við lás og slá. Búnaður eins og sá sem er í bíl Latifah er nú í boði hjá sífellt fleiri bílaframleiðendum og reynist einkar hjálplegur til að finna stolna bíla. Ekki veitir víst af því í Bandaríkjunum og mun vonandi fækka þjófnuðum á bílum þar sem annarsstaðar.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent