Fleiri fréttir

Bush eldri sagður ætla að kjósa Clinton

George Bush eldri, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og glerharður Repúblikani, ætlar að kjósa demókratann Hillary Clinton í komandi forsetakosningum.

Leitin að Guðmundi hefur enn ekki borið árangur

Leit að Guðmundi L. Sverrissyni, sem hófst á Patreksfirði í gær, bar engan árangur í nótt, en kraftur verður settur í leitina strax í birtingu og eru björgunarsveitarmenn af Norður- og Vesturlandi á leið vestur til að aðstoða heimamenn við leitina.

Bandaríkjamenn kenna Rússum um árásina á bílalestina

Bandaríkjamenn segja að Rússar séu ábyrgir fyrir árásinni á bílalest sem var að flytja hjálpargögn til Aleppo í Sýrlandi í vikunni. Tólf fórust í árásinni og hefur Breska ríkisútvarpið eftir bandarískum heimildamönnum að árásin hafi verið gerð af tveimur rússneskum herþotum.

Líf orðin forseti borgarstjórnar

"Þetta er auðvitað mjög ánægjulegt. Ég er hins vegar ekki í pólitík fyrir vegtyllurnar heldur til þess að hafa áhrif og vinna að markmiðum Vinstri grænna og framfylgja meirihlutasáttmálanum okkar,“ segir Líf.

Margfalt ódýrari íbúðir fást úti á landi

Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala segir þúsundir íbúða þurfa á markaðinn til að anna eftirspurn. Framkvæmdastjóri Búseta á Norðurlandi segir áherslu á séreignarleiðina allt of mikla . Meira en fimmfaldur munur er á verði fermetr

Mikill meirihluti studdi samkomulagið

Samningarnir voru undirritaðir í fyrradag. Breytingarnar fela í sér að allt launafólk í landinu mun njóta sambærilegra lífeyrisréttinda hvort sem það starfar á opinberum eða almennum vinnumarkaði. Í framhaldinu ætla ríki og sveitarfélög að leiðrétta launamun milli opinbera vinnumarkaðarins og hins almenna.

Nýtt útlit þjóðarleikvangsins

Í tillögum Yrkis arkitekta, sem kynntar voru í borgarráði í síðustu viku, er sýnt nýtt útlit Laugardalsvallar. Á teikningunum er gert ráð fyrir að völlurinn rúmi 25.600 áhorfendur auk hótels og skóla meðal annars.

Lífeyrismálið í gegn á Alþingi ef annað fer út

Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja lítinn tíma til að ljúka breytingum á lífeyrissjóðakerfinu sem kynntar hafa verið. Stjórnarflokkarnir segja mikilvægt að klára málið til að komast hjá niðurskurði.

Konur sjaldnar í fréttum

Tæplega þriðji hver viðmælandi í fréttum á Íslandi er kvenkyns, alls um 32 prósent. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar Fjölmiðlavaktarinnar á tímabilinu 1. september 2015 til 31. ágúst 2016. Konur er 36 prósent viðmælenda í sjónvarps- og útvarpsþáttum.

Eitt þúsund frá Allianz í ofurtjaldi á Þingvöllum

Um eitt þúsund þýskir starfsmenn tryggingarisans Allianz komu til Íslands í hvataferð. Öll Harpa var leigð undir fundi. Í gærkvöldi var veisla á Þingvöllum í eitt þúsund fermetra veislutjaldi er var sérstaklega slegið upp fyrir gleðsk

Sýrlenska vopnahléið í uppnámi

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir vopnahléið í Sýrlandi í fullu gildi þrátt fyrir loftárásir síðustu daga. SÞ stöðvuðu sendingu hjálpargagna til svæðis nærri Aleppo, þar sem loftárás á bílalest felldi um 20 manns.

Tugir látnir í óeirðum í Kinshasa

Mikil mótmæli brutust út á götum Kinshasa í gær þar sem ákvörðun forseta landsins að fresta fyrirhuguðum forsetakosningum var mótmælt.

Munu áfram leita að Guðmundi í nótt

Leit stendur enn yfir að Guðmundi L. Sverrissyni 54 ára karlmanni sem lögreglan á Vestfjörðum lýsti eftir fyrr í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg verður haldið áfram að leita í nótt en fleiri björgunarsveitarmenn eru á leið vestur og munu þeir hefja leit strax í birtingu.

Launahækkanir lækna skili sér ekki í betri þjónustu: Ræða úttekt McKinsey

Viðskiptaráð Íslands segir að ný úttekt McKinsey & Company á Landspítalanum sýni að þrátt fyrir að laun lækna hafi hækkað hafi gæði þjónustunnar á spítalanum ekki aukist. Forstjóri Landspítalans er ekki sammála þessari túlkun ráðsins en framkvæmdastjórn spítalans fundaði um úttektina í gær.

Mikil endurnýjun framundan á Alþingi

Framboðsfrestur til komandi alþingiskosninga rennur út hinn 15. október. Tuttugu og tveir þingmenn hætta og líklegt að margir aðrir nái ekki kosningu.

Segir ný fóstureyðingarlög gjörbreyta stöðu pólskra kvenna

Pólska þingið tekur í vikunni til umfjöllunar umdeild lög sem gera fóstureyðingar ólöglegar og refsiverðar. Pólsk kona búsett hér á landi segist hafa þungar áhyggjur af stöðunni og að samfélag pólskra kvenna á Íslandi sé alfarið á móti lögunum, sem hún telur brjóta á mannréttindum kvenna.

Samningaviðræður um að borgin hýsi 110 hælisleitendur til viðbótar

Reykjavíkurborg og Útlendingastofnun eru langt komin í samningaviðræðum um að borgin hýsi 110 hælisleitendur til viðbótar við þá níutíu sem hún hýsir í dag. Ástand í húsnæðismálum hælisleitenda er slæmt og leitar Útlendingastofnun allra leiða til að bæta úr því.

Skrifuðu undir samkomulag í umboðsleysi

Fimm stéttarfélög opinberra starfsmanna gagnrýna samkomulag sem undirritað var í gær um jöfnun lífeyrisréttinda. Félag hjúkrunarfræðinga telur að skrifaði hafi verið undir samkomulagið í umboðsleysi og hefur óskað eftir fundi með fjármálaráðherra vegna málsins.

Þjálfaður sporhundur tekur þátt í leitinni að Guðmundi

Yfir 50 björgunarsveitarmenn taka nú þátt í leitinni að Guðmundi L. Sverrissyni, 54 ára karlmanni, sem lögreglan á Vestfjörðum lýsti eftir fyrr í dag en síðast er vitað um ferðir Guðmunds milli klukkan þrjú og fjögur í nótt á Patreksfirði.

Sjá næstu 50 fréttir