Innlent

Munu áfram leita að Guðmundi í nótt

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Guðmundur L. Sverrisson er fæddur árið 1962 en umfangsmikil leit að honum fer nú fram á Patreksfirði og næsta nágrenni.
Guðmundur L. Sverrisson er fæddur árið 1962 en umfangsmikil leit að honum fer nú fram á Patreksfirði og næsta nágrenni.
Leit stendur enn yfir að Guðmundi L. Sverrissyni 54 ára karlmanni sem lögreglan á Vestfjörðum lýsti eftir fyrr í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg verður haldið áfram að leita í nótt en fleiri björgunarsveitarmenn eru á leið vestur og munu þeir hefja leit strax í birtingu.

Síðast er vitað um ferðir Guðmundar milli klukkan þrjú og fjögur í nótt á Patreksfirði og hefur leitarsvæðið í dag verið Patreksfjörður og næsta nágrenni. Tugir björgunarsveitarmanna taka þátt í leitinni ásamt þremur leitarhundum og þjálfuðum sporhundi.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg hafa ekki borist vísbendingar um ferðir Guðmundar en lögreglan kallar eftir öllum mögulegum upplýsingum frá þeim sem vita nokkuð um ferðir Guðmundar frá því í nótt. Hægt er að ná í lögregluna á Vestfjörðum í síma 444-0400.


Tengdar fréttir

Þjálfaður sporhundur tekur þátt í leitinni að Guðmundi

Yfir 50 björgunarsveitarmenn taka nú þátt í leitinni að Guðmundi L. Sverrissyni, 54 ára karlmanni, sem lögreglan á Vestfjörðum lýsti eftir fyrr í dag en síðast er vitað um ferðir Guðmunds milli klukkan þrjú og fjögur í nótt á Patreksfirði.

Lögreglan lýsir eftir Guðmundi

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Guðmundi L Sverrissyni. Guðmundur er fæddur árið 1962 og er búsettur á Patreksfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×