Fleiri fréttir

„Getum ekki endalaust borgað með þessu“

Sauðfjárbændur hafa áhyggjur af stöðu greinarinnar eftir tilkynningu um að afurðaverð til þeirra yrði lækkað verulega. Bóndi á Suðurlandi segir tekjuskerðinguna svo mikla að ungt fólk í greininni sé farið að hugsa sinn gang, ekki sé endalaust hægt að borga með framleiðslunni.

Ari Trausti leiðir lista VG í Suðurkjördæmi

Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur leiðir lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi en tillaga uppstillingarnefndar flokksins vegna komandi þingkosninga var samþykkt á félagsfundi í Selinu á Selfossi í dag.

Veiðimenn undrandi á Náttúrufræðistofnun

Umhverfisstofnun og Skotveiðifélag Íslands gagnrýna aðferðir Náttúrufræðistofnunar við rannsóknir og tilhögun veiða á rjúpu. Varpstofninn er talinn 47 þúsund til 1,2 milljónir fugla. Rannsóknir kostuðu yfir 100 milljónir á 20 árum.

Fleytti jafnvel kerlingar í Skaftárhlaupi í fyrra

Þeim möguleika er nú velt upp að sverðið, sem fannst í Skaftárhreppi á dögunum, hafi aðeins legið þar í stutta stund. Hlaup í ánni gæti hafa numið það með sér og fært til.

Ellefu fylkja slagurinn

Línur eru farnar að skýrast í baráttunni um forsetaembættið í Bandaríkjunum. Donald Trump og Hillary Clinton verja stærstum hluta fjármagns síns og tíma í aðeins nokkrum lykilfylkjum. Ekkert fylkjanna fær jafnmikla athygli og Ohio.

Ekkja Ólafs Lárussonar gefur Nýlistasafninu fjölda verka

Sigrún Bára Friðfinnsdóttir, ekkja Ólafs Lárussonar myndlistarmanns, hefur gefið Nýlistasafninu fjölda verka og allt innihald vinnustofu listamannsins. Á nýju ári er fyrirhuguð yfirlitssýning á verkum Ólafs í Marshall-húsinu á Granda.

Grunnskólastjórar lýsa "grafalvarlegu“ ástandi

Skólastjórafélag Íslands segir ástandið í mörgum grunnskólum grafalvarlegt. Fé skorti til daglegs reksturs. Skerða þurfi lögbundin hlutverk. Meirihlutinn í borgarstjórn er óhæfur til að takast á við vandann, segir oddviti minnihlutans.

Obama heitir frekari þvingunum

Forseti Bandaríkjanna segir að Bandaríkin muni aldrei sætta sig við að Norður-Kórea búi yfir kjarnorkuvopnum.

Ætlar að fara fram á rannsókn

Ritari Samfylkingarinnar segist vera brugðið vegna ásakana um að innflytjendum hafi verið lofað ríkisborgararétti gegn því að kjósa tiltekinn frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar 2013.

Staða ungs fólks hefur versnað

Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir brýnt að skapa vel launuð störf fyrir ungt fólk til að þjóðin missi það ekki úr landi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Fólk á aldrinum tuttugu til þrjátíu ára er í mun lakari stöðu efnahagslega en sama kynslóð fyrir tæpum þrjátíu árum.

Ríkið tekur úr gildi yfirlýsingu um ábyrgð á innistæðum landsmanna

Eftir samráð við Fjármálaeftirlitið og Seðlabanka Íslands hefur ríkisstjórn Íslands ákveðið að ekki sé tilefni til að hafa í gildi yfirlýsingu um ábyrgð ríkissjóðs á innistæðum í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi.

Lögreglan lýsir eftir blárri Toyotu Avensis

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir blárri Toyotu Avensis með skráningarnúmerið PE147, en bílnum var stolið frá Fögrubrekku í Kópavogi í nótt eða morgun.

Forsetafrúin á Grænlandi

Eliza Reid fór í sína fyrstu utanlandsferð sem forsetafrú Íslands þegar hún fagnaði nýrri flugleið til Grænlands og afhenti grænlenskum börnum taflsett.

Sjá næstu 50 fréttir