Fleiri fréttir

Stuttnefja talin vera á barmi útrýmingar

Fuglavernd og fjölmörg erlend systursamtök skora á grænlensku landsstjórnina að hætta veiðum á stuttnefju þegar í stað. Íslenski stofninn hefur vetursetu við Grænland og er veiddur í stórum stíl. Veiðar enn leyfðar hér við land.

Aðrir gætu boðað til kosninga um ESB

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun hefur stór hluti kjósenda í Frakklandi, Svíþjóð og Spáni áhuga á að boða til kosninga um áframhaldandi aðild að ESB. Stjórnmálafræðingur telur að ef Bretar gangi út verði staða Skota flókin.

Kallar á vitundarvakningu í læknastétt

Guðmundur Jóhannsson er bráða- og lyflæknir á bráðamóttöku Landspítalans. Hann segir auknar fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins duga skammt ef mataræði Íslendinga tekur ekki breytingum. Koma megi í veg fyrir marga króníska lífsstílssjúkdóma sem eru dýrir fyrir samfélagið með breyttu mataræði.

Miklar breytingar á landi eftir gosið

Breytingar á landsvæðinu nærri Holuhrauni eftir eldsumbrotin árið 2015 koma skýrt fram á mælitækjum Landmælinga Íslands. Fyrstu niðurstöður sýna talsverða bjögun á stóru svæði á leiðinni yfir Sprengisand og talsverð áhrif bæði á landshæðar- og landshnitakerfið.

Ljósið hlýtur Samfélagsverðlaunin

Fréttablaðið veitti í gær Samfélagsverðlaun sín í 11. sinn. Hátt í þrjú hundruð tilnefningar bárust frá lesendum. Átakið Á allra vörum hlaut heiðursverðlaun.Áfangaheimilið Draumasetrið hlaut verðlaun í flokknum Hvunndagshetjan.

Fundu skipsskrúfu undir götunni

Verktakar sem vinna við framkvæmdir við Suðurgötuna í Reykjavík ráku upp stór augu þegar þeir fundu sjö tonna skipsskrúfu á þriggja metra dýpi undir götunni.

Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2

Höftin verða afnumin síðar á árinu. Þetta tilkynnti Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á ársfundi Seðlabanka Íslands. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Leggja malbik á 125 þúsund fermetra

Rúnólfur Pálsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir göturnar koma illa undan vetri og að tjónum hafi fjölgað mikið. Dæmi séu um slys þar sem fólk reynir að sveigja framhjá holum.

Rauði krossinn gagnrýndi staðsetningu Arnarholts

Ekki var rætt sérstaklega við aðra íbúa Kjalarnes um komu hælisleitenda nema þá sem fyrir bjuggu á Arnarholti. Rauði Krossinn gagnrýndi lélegt aðgengi að samgöngum, matvöruverslunum og heilsugæslu áður en hælisleitendur voru fluttir inn.

Dómari setur lögbann á skipun Lula

Dilma Rousseff Brasilíuforseti skipaði í gær forvera sinn, Luiz Inacio Lula da Silva, í embætti starfsmannastjóra forsetaembættisins.

Óánægja með fundinn á Kjalarnesi

Íbúar segja Útlendingastofnun, Reykjavíkurborg og Rauða Krossinn ekki hafa gefið nægilega skýr svör á fundi er haldinn var í bænum í gær vegna hælisleitenda.

Sjá næstu 50 fréttir