Fleiri fréttir

Zika vírusinn fannst í Texas

Zika vírusinn, sem breiðist nú hratt út um Suður Ameríku hefur nú fundist í manneskju í Texas í Bandaríkjunum. Hingað til hafa flestöll tilfelli sjúkdómsins borist í menn í gegnum bit moskítóflugunnar en í tilfellinu í Texas virðist vírusinn hafa smitast í gegnum kynmök, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá.

Enn bilar sneiðmyndatæki í Fossvogi

Mikill erill hefur verið hjá sjúkraflutningamönnum eftir að enn varð bilun í tölvusniðmyndatæki Landspíalans í Fossvogi í gær. Allir sem þrufa að fara í tækið þar, eru fluttir á Landspíalann við Hringbraut og til baka að myndatöku lokinni og var að minnsstakosti helmingur allra sjúkraflutninga í nótt vegna þessa.

Minna fugla- og dýralíf í Heiðmörk en fyrri ár

Viðkoma villtra fugla og spendýra í Heiðmörk var minni árið 2015 en fyrri ár. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu Hafsteins Björgvinssonar, eftirlitsmanns Veitna [dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur] með vatnsverndarsvæðum höfuðborgarsvæðisins.

Krafa um að flýta landsfundi Samfylkingar hávær

Samfylkingin á Akureyri hefur boðað til félagsfundar í kvöld vegna stöðunnar í flokknum. Kannanir hafa mælt flokkinn undir tíu prósenta fylgi í nokkurn tíma og er hljóðið þungt meðal Samfylkingarfólks. Lögð verður fram bókun á fundinum um að flýta aðalfundi svo hægt verði að kjósa nýjan formann í flokknum.

Skólarnir á Norðurlandi verða ekki sameinaðir

Fimm framhaldsskólar á Norðurlandi, frá Ólafsfirði til Húsavíkur, munu eiga með sér náið samstarf strax á næsta skólaári. Ekki mun koma til sameiningar skólastofnana. Er það niðurstaða skýrslu starfshóps um stöðu og framtíð framhaldsskólastarfs á norðaustursvæði sem skilað var til ráðuneytis menntamála í síðustu viku.

Cameron fær neyðarhemil frá ESB

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, kynnti í gær viðbrögð við kröfum Breta, sem vilja ná fram breytingum á Evrópusambandinu.

Samningi landað við ríkið eftir 27 ára bið

Um miðjan mánuð kemur í ljós hvort samningar sem skrifað var undir í Karphúsinu aðfaranótt þriðjudags verði samþykktir. Verkfalli vélstjóra og skipstjórnarmanna var frestað og verkfalli flugvirkja hjá Samgöngustofu aflýst.

Berfættur í brunagaddi

Kristófer Kvaran kýs að ganga berfættur og fer aðeins tilneyddur í skó. Uppátækið hófst þegar hann gerði tilraunir með að hlaupa berfættur fyrir nokkrum árum síðan. Nú segist hann háður því að finna tenginguna við jörðina.

Úrslitin í Iowa komu flestum á óvart

Clinton og Sanders nánast hnífjöfn en Cruz vann óvæntan sigur á Trump. Rubio gerir sér síðan vonir um að þriðja sætið gefi honum forskot á aðra. Jeb Bush eyddi nærri tveimur milljörðum króna í auglýsingar í Iowa. Hann náði ekki ne

„Svarar engu að sjá borgarstjórann dansa á sviði“

Á borgarstjórnarfundi í gær voru hagræðingaraðgerðir upp á tæpa tvo milljarða samþykktar. Borgarstjórn var gagnrýnd fyrir óljósar sparnaðaráætlanir. Borgarstjóri segir að sparað verði mest í ráðhúsinu og miðlægri þjónustu.

Ætla að skjóta á loft gervihnetti

Talið er að skotið sé eingöngu tilraun stjórnvalda til að þróa eldflaug sem gæti flutt kjarnorkuvopn til meginlands Bandaríkjanna.

Nauðgað aftur á sjúkrahúsi

Fimmtán ára indversk stúlka sem var til aðhlynningar á sjúkrahúsi eftir nauðgun segist hafa verið nauðgað aftur af öryggisverði.

Sex vilja feta í fótspor Jóhanns

Alls bárust sex umsóknir um stöðu forstjóra Hafrannsóknastofnunar, rannsókna- og ráðgjafarstofnunar hafs og vatna en umsóknarfrestur rann út 31. janúar.

Segir ISIS ógna Líbýu

Vestrænar þjóðir hugsa um að ráðast gegn uppgangi samtakanna þar í land og stöðva mögulega tekjuöflun þeirra.

Segir að íslenskar konur vanti dass af kæruleysi

Anna Steinsen segir að konur í dag taki of mikið að sér og setji miklar kröfur á sig að standa sig vel á öllum sviðum. Þetta valdi þeim mikilli streitu og segir Anna að á ýmsum sviðum sé íslenska ofurkonan hreinlega að kafna úr streitu.

Sjá næstu 50 fréttir