Fjárlaganefnd ræðir á opnum fundi hvers vegna 2,5 milljarðar féllu á ríkið við stofnun Arion-banka Birgir Olgeirsson skrifar 2. febrúar 2016 20:35 Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar. Vísir Fulltrúar frá Fjármálaeftirlitinu verða gestir fundar fjárlaganefndar á morgun þar sem farið verður yfir hvers vegna kostnaður upp á 2,5 milljarða féll á ríkissjóð í tengslum við stofnun og endurfjármögnun Arion-banka. Verður dagskrárliðurinn þar sem fulltrúar FME sitja fyrir svörum opinn fjölmiðlum en að honum loknum mæta fulltrúar fjármálaráðuneytisins á fundinn og hafa fjölmiðlar ekki aðgang að þeim umræðum. „Reglurnar varðandi þessa fundi eru þær að ef ráðuneytisstarfsfólk situr þá, þá má ekki hafa þá opna,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar. „Við ákváðum hins vegar að fá fulltrúa Fjármálaeftirlitsins á fundinn til að fara yfir þetta því þeir mótmæltu harðlega svörum og útskýringum fjármálaráðuneytisins varðandi þessa gjörninga frá 2009 og við ætlum að gefa fjölmiðlum kost á því að heyra sjónarmið fjármálaeftirlitsins en svo verðum við að loka fundinum þegar embættismennirnir úr fjármálaráðuneytinu koma,“ segir Vigdís.Morgunblaðið fjallaði um málið í byrjun janúar. Þar hafnaði Fjármálaeftirlitið þeirri skýringu fjármála- og efnahagsráðuneytisins að tafir á vettvangi FME hafi valdið því að ríkissjóður sitji uppi með 2,5 milljarða króna vaxtakostnað í tengslum við stofnun og endurfjármögnun Arion-banka á árunum 2008 til 2010. Vigdís segir þetta hafa verið skrýtna atburðarás. „2.500 milljónir sem voru gefnar eftir í vaxtaafslátt þegar Arion var stofnaður. Þarna er komið í ljós að þáverandi fjármálaráðherra gaf 2.500 milljóna króna vaxtaafslátt þegar Arion-banki var stofnaður frá ríkinu,“ segir Vigdís. Fundurinn verður opinn fjölmiðlum frá klukkan 10:00 til 10:45. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Fulltrúar frá Fjármálaeftirlitinu verða gestir fundar fjárlaganefndar á morgun þar sem farið verður yfir hvers vegna kostnaður upp á 2,5 milljarða féll á ríkissjóð í tengslum við stofnun og endurfjármögnun Arion-banka. Verður dagskrárliðurinn þar sem fulltrúar FME sitja fyrir svörum opinn fjölmiðlum en að honum loknum mæta fulltrúar fjármálaráðuneytisins á fundinn og hafa fjölmiðlar ekki aðgang að þeim umræðum. „Reglurnar varðandi þessa fundi eru þær að ef ráðuneytisstarfsfólk situr þá, þá má ekki hafa þá opna,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar. „Við ákváðum hins vegar að fá fulltrúa Fjármálaeftirlitsins á fundinn til að fara yfir þetta því þeir mótmæltu harðlega svörum og útskýringum fjármálaráðuneytisins varðandi þessa gjörninga frá 2009 og við ætlum að gefa fjölmiðlum kost á því að heyra sjónarmið fjármálaeftirlitsins en svo verðum við að loka fundinum þegar embættismennirnir úr fjármálaráðuneytinu koma,“ segir Vigdís.Morgunblaðið fjallaði um málið í byrjun janúar. Þar hafnaði Fjármálaeftirlitið þeirri skýringu fjármála- og efnahagsráðuneytisins að tafir á vettvangi FME hafi valdið því að ríkissjóður sitji uppi með 2,5 milljarða króna vaxtakostnað í tengslum við stofnun og endurfjármögnun Arion-banka á árunum 2008 til 2010. Vigdís segir þetta hafa verið skrýtna atburðarás. „2.500 milljónir sem voru gefnar eftir í vaxtaafslátt þegar Arion var stofnaður. Þarna er komið í ljós að þáverandi fjármálaráðherra gaf 2.500 milljóna króna vaxtaafslátt þegar Arion-banki var stofnaður frá ríkinu,“ segir Vigdís. Fundurinn verður opinn fjölmiðlum frá klukkan 10:00 til 10:45.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira