Innlent

Stúdentaráðskosningar í Háskóla Íslands í dag og á morgun

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands. vísir/ernir
Fyrri kjördagur í kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands er í dag. Fylkingarnar tvær, Vaka og Röskva, sem nú eiga sæti í Stúdentaráði bjóða fram lista á öllum sviðum háskólans auk þess sem einn nemandi, Gierde Razgute, býður sig fram sem einstakling en hún stundar nám í íslensku sem öðru máli.

27 fulltrúar skipa Stúdentaráð en stúdentaráðsfulltrúar sitja einnig í svokölluðum sviðsráðum stúdenta við HÍ. Í raun er kosið í sviðsráðin á hverju sviði fyrir sig og þeir fulltrúar sem ná kjöri í sviðsráðin mynda svo Stúdentaráð.

Fimm manns sitja í fjórum sviðsráðum, það er á hugvísindasviði, heilbrigðisvísindasviði, menntavísindasviði og verkfræði- og náttúruvísindasviði en sjö manns sitja í sviðsráði félagsvísindasviðs.

Kosningarnar fara fram inni á Uglunni, innri vef háskólans, í dag og á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×