Breti ók niður heilt hjólalið á Spáni Finnur Thorlacius skrifar 2. febrúar 2016 13:37 Giant-Alpecine liðið. Bretar aka jú vinstra megin í umferðinni en það eiga þeir ekki að gera í öðrum löndum Evrópu þar sem er hægri umferð. Svo virðist sem að einn breskur túristi hafi ekki alveg áttað sig á þessu þar sem hann ók bíl á vinstri helmingi og tók í leiðinni niður 6 atvinnuhjólreiðamenn úr liðini Giant-Alpecin nálægt borginni Calpe á Spáni. Þeir voru allir fluttir á spítala en enginn þeirra virðist þó hafa slasast mjög alvarlega. Hjólreiðamennirnir sem urðu fyrir bíl bretans eru John Degenkolb, Warren Barguil, Chad Haga, Fredrik Ludvigsson, Max Walscheid og Ramon Sinkeldam. Þjóðverjinn John Degenkolb er þeirra frægastur og þekktur meðal hjólreiðaáhugmanna. Afar litlar líkur eru til þess að hann geti keppt í komandi Paris-Roubaix hjólreiðakeppni, sem hann vann í fyrra, en til stóð að hann reyndi að verja titil sinn þar. Hann vann einnig Milan-San Remo keppnina í fyrra, sem og Saitama Criterium keppnina í Japan. Degenkolb hefur samtals unnið 9 dagleiðir í hinni þekktu Vuelta hjólreiðakeppni á Spáni, sem fram fer ár hvert. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent
Bretar aka jú vinstra megin í umferðinni en það eiga þeir ekki að gera í öðrum löndum Evrópu þar sem er hægri umferð. Svo virðist sem að einn breskur túristi hafi ekki alveg áttað sig á þessu þar sem hann ók bíl á vinstri helmingi og tók í leiðinni niður 6 atvinnuhjólreiðamenn úr liðini Giant-Alpecin nálægt borginni Calpe á Spáni. Þeir voru allir fluttir á spítala en enginn þeirra virðist þó hafa slasast mjög alvarlega. Hjólreiðamennirnir sem urðu fyrir bíl bretans eru John Degenkolb, Warren Barguil, Chad Haga, Fredrik Ludvigsson, Max Walscheid og Ramon Sinkeldam. Þjóðverjinn John Degenkolb er þeirra frægastur og þekktur meðal hjólreiðaáhugmanna. Afar litlar líkur eru til þess að hann geti keppt í komandi Paris-Roubaix hjólreiðakeppni, sem hann vann í fyrra, en til stóð að hann reyndi að verja titil sinn þar. Hann vann einnig Milan-San Remo keppnina í fyrra, sem og Saitama Criterium keppnina í Japan. Degenkolb hefur samtals unnið 9 dagleiðir í hinni þekktu Vuelta hjólreiðakeppni á Spáni, sem fram fer ár hvert.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent