Fleiri fréttir

Ræða að flytja hundruð þúsunda flóttamanna frá Evrópu

Í leynilegum gögnum sem innanríkisráðherrar Evrópusambandsins ræða á morgun er skýrt kveðið á um að ríki ESB verði að vísi margfalt fleiri flóttamönnum úr landi. Það skuli gert með valdi og tryggja verður að flóttamenn hverfi ekki áður en slíkt kemst til framkvæmda.

Reglur um tengsl koma í veg fyrir nýrnagjöf til fárveikrar konu

Sautján manns hafa sett sig í samband við systur tæplega fertugrar konu með alvarlegan nýrnasjúkdóm, eftir að hún auglýsti eftir nýra í gegnum Facebook. Málið stoppar á reglum Landspítala um að einhverskonar tengsl þurfi að vera til staðar svo hægt sé að gefa líffæri.

„Hæfasta fólkið var ráðið“

Framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs Landspítala segir mjög hæfa einstaklinga hafa sótt um stöður geislafræðinga hér þegar þær voru auglýstar erlendis í haust. Hann vísar því á bug að kjarabarátta geislafræðinga hafi haft áhrif á ráðningar spítalans.

Ekið á gangandi vegfarenda

Konan var flutt á slysadeild með áverka í andliti og brotnar tennur og meiddist hún einnig á fæti.

Samkomulag um öruggari skemmtistaði

Þríhliða samkomulag milli Reykjavíkurborgar, Samtaka ferðaþjónustunnar og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um öruggari og ofbeldislausa skemmtistaði í miðborginni verður undirritað um miðjan nóvember.

Kvarta undan seinagangi ríkisins

Nokkur hópur stéttarfélaga sem enn hefur ekki verið samið við stendur fyrir utan SALEK-samkomulagið um breytta nálgun við kjarasamninga á vinnumarkaði. Leiðrétta þarf samninga á almenna markaðnum segir formaður SGS.

Unga fólkið tekur völdin

Ein hringdi í Þjóðarsálina þegar hún var tíu ára og annar segir að flokkapólitíkin sé vandamálið. Tíu ungir og efnilegir Íslendingar fara yfir málin.

Bandarískir hermenn sendir til Sýrlands

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að senda skyldi tæplega fimmtíu sérsveitarmenn til norðurhluta Sýrlands. Sérsveitarmennirnir eiga að styðja við sýrlenska uppreisnarmenn í baráttunni gegn Íslamska ríkinu.

Embættismenn eða boðberar?

Kirkjuþing samþykkti tillögur starfshóps sem vill setja 150 milljónir króna í fjölgun í þjóðkirkjunni. Kirkjan er sögð eiga að taka frumkvæði í umræðu í samfélaginu.

Norræn yfirlýsing á loftslagsráðstefnu

Sex borgarfulltrúar í Reykjavík sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í desember. Sömuleiðis munu fulltrúar umhverfisnefndar Alþingis fara utan auk embættismanna á þessu sviði.

Átta lönd í samstarf um öryggismál

Lönd Norðurskautsráðsins hafa stofnað The Arctic Coast Guard Forum - samtök um víðtæka samvinnu um leit og björgun og viðbrögð við neyðarástandi á norðurslóðum. Talið mikilvægt skref í átt til alþjóðlegrar samvinnu á svæðinu.

Prestum óheimilt að synja samkynja pörum

Kirkjuþing samþykkti mótatkvæðalaust að opinberum embættismönnum þjóðkirkjunnar er óheimilt að synja tveimur einstaklingum um hjónavígslu á grundvelli kynhneigðar þeirra.

Horfinn í 17 daga

„Við erum ekki hættir, við leitum enn eftir sterkum vísbendingum, segir Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ágúst hefur nú yfirumsjón með leitinni að Herði sem hefur enn engan árangur borið.

Áhyggjuefni ef mannúð og hjálpsemi ýta undir öfgar

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir áhyggjuefni ef stjórnmálin séu að breytast í þá veru að mannúð og hjálpsemi í garð þeirra sem óttast um líf verði til þess að efla öfgaskoðanir og hatur.

Geislafræðingar með áratuga reynslu ekki endurráðnir

Sex geislafræðingar með áratuga reynslu, sem sögðu upp hjá Landspítalanum í verkfallinu í vor en sóttu aftur um vinnu eftir að gengið var frá kjarasamningum, verða ekki endurráðnir heldur verða erlendir starfsmenn ráðnir í þeirra stað.

Sjá næstu 50 fréttir