„Ég fer ekkert sjálfviljug í einhver skuggasund“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. október 2015 18:00 Fólksfjöldi og birtuskilyrði hafa meðal annars áhrif á öryggistilfinningu kvenna í miðborg Reykjavíkur. vísir/hari Myrkrið hefur slæm áhrif á öryggistilfinningu kvenna í miðborg Reykjavíkur og þá efnisgerist ótti þeirra í karlmönnum. Óttinn snýr öðru fremur að því sem getur hugsanlega gerst í framtíðinni. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Bjarkar Hólm Þorsteinsdóttur, mastersnema í þjóðfræði, en hún kynnti lokaverkefni sitt „Ég vil helst ekki labba ein heim“ – upplifun kvenna af öryggi í miðborg Reykjavíkur““ á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands í dag. Björk tók eigindleg viðtöl við 14 konur sem búa í póstnúmeri 101 í Reykjavík. Þá sendi hún jafnframt út rafræna spurningaskrá sem 151 kona svaraði og studdu þau svör við niðurstöðurnar sem komu út úr eigindlegu viðtölunum.Fara um upplýst svæði og labba um með lykil í höndinni „Allar heimildakonurnar mínar byrjuðu á því að taka fram að Reykjavík væri ekki hættuleg borg og það væri engin ástæða til að hræðast. Þær töluðu um miðborgina sem stað sem þeim leið vel á og sögðu að fólk sem talaði illa um miðbæinn væri almennt fólk sem byggi í úthverfum og á landsbyggðinni,“ sagði Björk í erindi sínu í dag. Hins vegar þegar líða tók á viðtölin fóru konurnar að nefna dæmi um brögð sem þær beittu fyrir sig ef þær væru einar á ferð, eins og til dæmis að ganga með lykilinn í höndinni, vera á ferð á upplýstum svæðum og labba hraðar. Björk sagði að svo virtist vera af viðtölum hennar við konurnar að öryggisaðferðir þeirra væru eðlilegar og partur af hversdeginum enda væri um síendurteknar athafnir að ræða. „Ég fer ekkert sjálfviljug inn í einhver skuggasund,“ sagði til dæmis ein konan.Ein manneskja meiri ógn en tvær manneskjur Önnur sagði að henni fyndist hún tiltölulega örugg í miðborginni „en það er líka bara af því ég vel mér að fara öruggar leiðir, ég labba alltaf frekar götur sem eru vel upplýstar eða þar sem er umferð, frekar en að labba litla stíga.“ Fólksfjöldi hefur því líka áhrif á öryggistilfinningu kvennanna sem sögðust leitast við að fara um fjölfarin rými. Þá kom jafnframt fram að ein manneskja í sama rými væri meiri ógn en tvær, þrjár eða tíu manneskjur. „Karlmenn höfðu svo neikvæðari áhrif á öryggistilfinningu kvennanna og þær hræðast þá frekar sem ofbeldismenn. [...] Karlmenn falla í svokallaðan „stranger danger“ flokk án undantekninga og þar spilar inn í ótti við kynferðislegt ofbeldi en líka við rán og líkamsmeiðingar,“ sagði Björk.Vökult auga eftirlitsmyndavélar veitir ekki meiri öryggiskennd Eftirlitsmyndavélar eru víða í miðborg Reykjavíkur og spurði Björk konurnar út í áhrif þeirra á öryggistilfinningu þeirra þar sem vélarnar eiga meðal annars að stuðla að auknu öryggi fyrir konur. Björk komst hins vegar að því að konurnar upplifa ekki aukna öryggistilfinningu frá myndavélum. „Þær vissu ekki hvar myndavélarnar væru og hugsuðu því ekkert út í þær. Auk þess sögðust konurnar ekki trúa á getu þeirra til aðgerða og nefndu að eftirlitsmyndavélin getur ekki tekið burt tilfinningaskaðann ef eitthvað myndi gerast þó að hún myndi kannski auðvelda sönnunarbyrði eftir á, ef hún væri þá yfirhöfuð í gangi. Vökult auga myndavélarinnar veitir því ekki meiri öryggiskennd,“ sagði Björk. Í lok erindis síns sagði Björk að ekki væri hægt að skera úr um hvort að Reykjavík sé örugg borg eða ekki. Hins vegar veittu þær innsýn inn það hvernig það er að vera kona í almenningsrými miðborgarinnar. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Myrkrið hefur slæm áhrif á öryggistilfinningu kvenna í miðborg Reykjavíkur og þá efnisgerist ótti þeirra í karlmönnum. Óttinn snýr öðru fremur að því sem getur hugsanlega gerst í framtíðinni. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Bjarkar Hólm Þorsteinsdóttur, mastersnema í þjóðfræði, en hún kynnti lokaverkefni sitt „Ég vil helst ekki labba ein heim“ – upplifun kvenna af öryggi í miðborg Reykjavíkur““ á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands í dag. Björk tók eigindleg viðtöl við 14 konur sem búa í póstnúmeri 101 í Reykjavík. Þá sendi hún jafnframt út rafræna spurningaskrá sem 151 kona svaraði og studdu þau svör við niðurstöðurnar sem komu út úr eigindlegu viðtölunum.Fara um upplýst svæði og labba um með lykil í höndinni „Allar heimildakonurnar mínar byrjuðu á því að taka fram að Reykjavík væri ekki hættuleg borg og það væri engin ástæða til að hræðast. Þær töluðu um miðborgina sem stað sem þeim leið vel á og sögðu að fólk sem talaði illa um miðbæinn væri almennt fólk sem byggi í úthverfum og á landsbyggðinni,“ sagði Björk í erindi sínu í dag. Hins vegar þegar líða tók á viðtölin fóru konurnar að nefna dæmi um brögð sem þær beittu fyrir sig ef þær væru einar á ferð, eins og til dæmis að ganga með lykilinn í höndinni, vera á ferð á upplýstum svæðum og labba hraðar. Björk sagði að svo virtist vera af viðtölum hennar við konurnar að öryggisaðferðir þeirra væru eðlilegar og partur af hversdeginum enda væri um síendurteknar athafnir að ræða. „Ég fer ekkert sjálfviljug inn í einhver skuggasund,“ sagði til dæmis ein konan.Ein manneskja meiri ógn en tvær manneskjur Önnur sagði að henni fyndist hún tiltölulega örugg í miðborginni „en það er líka bara af því ég vel mér að fara öruggar leiðir, ég labba alltaf frekar götur sem eru vel upplýstar eða þar sem er umferð, frekar en að labba litla stíga.“ Fólksfjöldi hefur því líka áhrif á öryggistilfinningu kvennanna sem sögðust leitast við að fara um fjölfarin rými. Þá kom jafnframt fram að ein manneskja í sama rými væri meiri ógn en tvær, þrjár eða tíu manneskjur. „Karlmenn höfðu svo neikvæðari áhrif á öryggistilfinningu kvennanna og þær hræðast þá frekar sem ofbeldismenn. [...] Karlmenn falla í svokallaðan „stranger danger“ flokk án undantekninga og þar spilar inn í ótti við kynferðislegt ofbeldi en líka við rán og líkamsmeiðingar,“ sagði Björk.Vökult auga eftirlitsmyndavélar veitir ekki meiri öryggiskennd Eftirlitsmyndavélar eru víða í miðborg Reykjavíkur og spurði Björk konurnar út í áhrif þeirra á öryggistilfinningu þeirra þar sem vélarnar eiga meðal annars að stuðla að auknu öryggi fyrir konur. Björk komst hins vegar að því að konurnar upplifa ekki aukna öryggistilfinningu frá myndavélum. „Þær vissu ekki hvar myndavélarnar væru og hugsuðu því ekkert út í þær. Auk þess sögðust konurnar ekki trúa á getu þeirra til aðgerða og nefndu að eftirlitsmyndavélin getur ekki tekið burt tilfinningaskaðann ef eitthvað myndi gerast þó að hún myndi kannski auðvelda sönnunarbyrði eftir á, ef hún væri þá yfirhöfuð í gangi. Vökult auga myndavélarinnar veitir því ekki meiri öryggiskennd,“ sagði Björk. Í lok erindis síns sagði Björk að ekki væri hægt að skera úr um hvort að Reykjavík sé örugg borg eða ekki. Hins vegar veittu þær innsýn inn það hvernig það er að vera kona í almenningsrými miðborgarinnar.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira