Átta lönd í samstarf um öryggismál Svavar Hávarðsson skrifar 31. október 2015 07:00 Hagsmunir Íslands eru augljósir þegar kemur að samstarfi við leit og björgun - enda er LHG ekki búin til að takast á við stórslys á svæðinu. mynd/lhg Ísland og hin sjö aðildarríki Norðurskautsráðsins undirrituðu í gær samning um víðtækt samstarf um leit og björgun á norðurskautssvæðinu. Samtökin, The Arctic Coast Guard Forum, eru sögð mikilvægt skref í átt til alþjóðlegrar samvinnu á svæðinu og undirstriki framtíðarmikilvægis þess. Forsvarsmenn strandgæslu þjóðanna átta, og þeirra á meðal forstjóri Landhelgisgæslunnar, Georg Lárusson, komu saman í New London í Bandaríkjunum í vikunni til að ljúka við samkomulagið sem var undirritað í gær. Að samtökunum standa auk Íslands, Bandaríkin, Rússland, Kanada, Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð – eða yfirvöld í aðildarlöndunum sem annast landamæravörslu til sjávar, leit og björgun, viðbrögð við umhverfisslysum, fiskveiðigæslu og varnir og öryggismál til sjávar.Ásgrímur L. ÁsgrímssonÁsgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni, segir að viðræður hafi staðið yfir í um þrjú ár. Kjarni samstarfsins er leit og björgun og samræming viðbragða við neyðarástandi sem getur skapast. Spurður hvort hugmyndir um alþjóðlega björgunarmiðstöð á Íslandi tengist samtökunum segir Ásgrímur ekki beina tengingu þar á milli. Hins vegar hafi hugmyndirnar verið kynntar fyrir aðildarþjóðunum og hvaða vinna er í gangi hér heima. Erlendir fréttaskýrendur gera mikið úr því að stofnun samtakanna náði ekki fram að ganga í fyrra vegna andstöðu kanadískra yfirvalda við þátttöku Rússlands vegna átakanna í Úkraínu. Á þeim tíma fóru Kanadamenn með formennsku í Norðurskautsráðinu sem nú er í höndum Bandaríkjanna. Þar er tekið til þess að strandgæsla flestra ríkjanna tengjast herjum landanna beint. Því hafi verið fundinn farvegur fyrir samskipti á milli ríkja sem standa í viðkvæmum deilum – og vísað beint til stirðra samskipta Rússa við alþjóðasamfélagið á síðustu misserum, enda geri samkomulagið ráð fyrir því að yfirmenn strandgæslu ríkjanna fundi á hverju ári. Fyrir er samningur á vettvangi Norðurskautsráðsins um leit og björgun á norðurslóðum frá 2011. The Arctic Coast Guard Forum er sagt setja meira kjöt á bein þess samnings þótt starfið verði ekki á vettvangi Norðurskautsráðsins. Hins vegar verður formennska samtakanna í takt við formennsku Norðurskautsráðsins – sem Bandaríkin fara með næstu tvö árin. Á næstunni verður fastsett hvaða þjóð gerir hvað – en haft er eftir yfirmanni bandarísku strandgæslunnar (U.S. Coast Guard) Paul Zukunft aðmírál í frétt CBC News, að fyrsta björgunaræfing landanna átta gæti jafnvel verið haldin svo snemma sem strax á næsta ári. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira
Ísland og hin sjö aðildarríki Norðurskautsráðsins undirrituðu í gær samning um víðtækt samstarf um leit og björgun á norðurskautssvæðinu. Samtökin, The Arctic Coast Guard Forum, eru sögð mikilvægt skref í átt til alþjóðlegrar samvinnu á svæðinu og undirstriki framtíðarmikilvægis þess. Forsvarsmenn strandgæslu þjóðanna átta, og þeirra á meðal forstjóri Landhelgisgæslunnar, Georg Lárusson, komu saman í New London í Bandaríkjunum í vikunni til að ljúka við samkomulagið sem var undirritað í gær. Að samtökunum standa auk Íslands, Bandaríkin, Rússland, Kanada, Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð – eða yfirvöld í aðildarlöndunum sem annast landamæravörslu til sjávar, leit og björgun, viðbrögð við umhverfisslysum, fiskveiðigæslu og varnir og öryggismál til sjávar.Ásgrímur L. ÁsgrímssonÁsgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni, segir að viðræður hafi staðið yfir í um þrjú ár. Kjarni samstarfsins er leit og björgun og samræming viðbragða við neyðarástandi sem getur skapast. Spurður hvort hugmyndir um alþjóðlega björgunarmiðstöð á Íslandi tengist samtökunum segir Ásgrímur ekki beina tengingu þar á milli. Hins vegar hafi hugmyndirnar verið kynntar fyrir aðildarþjóðunum og hvaða vinna er í gangi hér heima. Erlendir fréttaskýrendur gera mikið úr því að stofnun samtakanna náði ekki fram að ganga í fyrra vegna andstöðu kanadískra yfirvalda við þátttöku Rússlands vegna átakanna í Úkraínu. Á þeim tíma fóru Kanadamenn með formennsku í Norðurskautsráðinu sem nú er í höndum Bandaríkjanna. Þar er tekið til þess að strandgæsla flestra ríkjanna tengjast herjum landanna beint. Því hafi verið fundinn farvegur fyrir samskipti á milli ríkja sem standa í viðkvæmum deilum – og vísað beint til stirðra samskipta Rússa við alþjóðasamfélagið á síðustu misserum, enda geri samkomulagið ráð fyrir því að yfirmenn strandgæslu ríkjanna fundi á hverju ári. Fyrir er samningur á vettvangi Norðurskautsráðsins um leit og björgun á norðurslóðum frá 2011. The Arctic Coast Guard Forum er sagt setja meira kjöt á bein þess samnings þótt starfið verði ekki á vettvangi Norðurskautsráðsins. Hins vegar verður formennska samtakanna í takt við formennsku Norðurskautsráðsins – sem Bandaríkin fara með næstu tvö árin. Á næstunni verður fastsett hvaða þjóð gerir hvað – en haft er eftir yfirmanni bandarísku strandgæslunnar (U.S. Coast Guard) Paul Zukunft aðmírál í frétt CBC News, að fyrsta björgunaræfing landanna átta gæti jafnvel verið haldin svo snemma sem strax á næsta ári.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira