Embættismenn eða boðberar? Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. október 2015 08:00 Kirkjuþing 2015 í Grensáskirkju afgreiddi ýmis mál en önnur bíða framhalds þingsins á fyrri hluta næsta árs. vísir/gva Tillögum starfshóps um aðgerðir til að auka nýliðun í þjóðkirkjunni var vel tekið á nýafstöðnu Kirkjuþingi sem í ályktun hvatti til þess að hugmyndir hópsins verði teknar til greina. „Sérstaklega að aukið fjármagn verði sett í fræðslu og fjölmiðlun, að þróun og notkun félagatals verði aukin og að lögð verði áhersla á að safna saman og halda utan um alla tölfræði innan þjóðkirkjunnar,“ segir í ályktun Kirkjuþings sem jafnframt ályktaði að mikilvægt væri að ráða sem fyrst fjölmiðla- og upplýsingafulltrúa þjóðkirkjunnar. „Enda er brýnt að efla kynningar- og upplýsingamál þjóðkirkjunnar.“150 milljónir í átak Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu fækkaði meðlimum þjóðkirkjunnar um átta þúsund á næstliðnum tíu árum. Nú eru tæp 74 prósent þjóðarinnar í þjóðkirkjunni miðað við yfir 84 prósent fyrir tíu árum. Starfshópur sem finna átti leiðir til að fjölga í kirkjunni sagði að byggja ætti á þeim styrleika sem kirkjan hafi nú þegar. Lagt var til að varið yrði 30 milljónum króna á ári næstu fimm árin, samtals 150 milljónum, í þetta átak. Einar Karl Haraldsson, sem sat í starfshópnum, sagði stofnanir á borð við þjóðkirkjuna og stjórnmálaflokka eiga í vandræðum með „samtal sitt“ við þjóðina. „Unga fólkið í landinu - þau sem eru undir 50 ára, skilja ekki hvað við erum að tala um. Þau hafa engan áhuga á því. Það er fyrst og fremst fólk yfir fimmtugu sem hugsanlega hlustar eitthvað á okkur og er eitthvað að botna í því hvað við erum að segja, hvernig við setjum okkar mál fram,“ sagði Einar Karl sem kvað þetta ekki aðeins vandamál kirkjunnar heldur stofnanakerfisins í landinu. „Og við erum að verulegu leyti talin hluti af því, og réttilega, þegar prestar landsins eru að öllu launaðir opinberir starfsmenn, sem veldur okkur ekki síst hvað mestum ímyndarvanda. Það er það sem sagt hvort þessir menn eru fyrst og fremst embættismenn eða erindrekar fagnaðarerindisins,“ sagði Einar Karl.Fjölgun erfið vegna innflytjenda Þótt meðlimum þjóðkirkjunnar hér fækki stöðugt eru enn færri sem nú tilheyra samsvarandi söfnuðum á Norðurlöndunum, benti Einar Karl á. „Hvernig í ósköpunum geta þá menn vænst þess að við getum farið að fjölga í þjóðkirkjunni þegar hér er töluverður innflutningur af fólki sem aðhyllist önnur trúarbrögð og unga fólkið heyrir ekki og skilur ekki hvað við erum að tala um?“ spurði hann Kirkjuþingið. Að sögn Einars Karls felast möguleikarnir fyrir þjóðkirkjuna í því sem snýr að nýliðun. Þar sé á ýmsan hátt hægt að gera betur. Vandi felist þó í því hversu íslenska þjóðkirkjukerfið sé „ósveigjanlegt og hvað það er þjakað af embættisskilningi“, eins og hann orðaði það. Einar Karl sagði kirkjuna geta gert miklu betur í að taka hugmyndafrumkvæði í umræðu á Íslandi. „Það eru aðrir sem hafa það núna. Það eru fjölmiðlamenn og það eru skoðanaleiðtogar innan fjölmiðlanna. Það er háskólinn, sem er með hið nýja kennivald í samfélaginu og sveiflar refsivendi yfir öllum sem hugsa ekki rétt,“ sagði hann.Bæta krísu- og viðbragðsstjórnun Þá minnti Einar Karl á að þjóðkirkjan í heild velti fjórum til milljörðum króna á ári. Víða væri vel gert í að breiða út boðskapinn meðal almennings en ekki næðist út í hina almennu umræðu í landinu. „Auðvitað ættum við að geta skipulagt þetta betur en við höfum engan sveigjanleika til að setja í þetta þá fjármuni sem þarf. Við þurfum sem sagt bæði skipulag og við þurfum verulega fjármuni til þess að sinna fræðslu, kynningar- og umræðustjórnun í landinu. Og það eru ekki peningar sem skipta bara einhverjum milljónum á ári. Það skiptir tugum milljóna ef menn ætla að gera það að einhverju marki og af einhverju gagni,“ boðaði Einar Karl. „Auk þess að skipuleggja umræðuþátttöku og hafa dagskrár- og hugmyndafrumkvæði þyrfti kirkjan að hafa skipulag fyrir krísustjórnun og viðbragðsstjórnun,“ sagði Einar Karl. „Eins og við sjáum oft þá er kirkjan mjög sein að svara og þegar hún svarar, að sjálfsögðu samkvæmt þeim lúterska skilningi, erum við ekki einir ása, höfum ekki bara eitt svar við öllum spurningum,“ sagði hann. Reyna ætti að sjá til þess að talað væri „sem mest einum rómi út á við.“Segja meira frá góðu hlutunum „Það er ekki nóg að við séum að gera fullt af góðum hlutum, við verðum líka að sýna þá,“ sagði séra Guðrún Karls Helgadóttir á Kirkjuþinginu. Guðrún sagði að kirkjunnar fólk þurfi að móta umræðuna. „Því það er ekki okkar bara að bregðast við því sem einhver kallar eftir heldur að hjálpa okkur að bæta ímynd okkar með því að vera duglegri að segja á faglegan og góðan hátt frá því öllu góða sem við erum að gera.“ Svana Helen Björnsdóttir sagði þjóðkirkjufólk þurfa að gera sig gildandi og koma fram með kristileg viðhorf. „Við þurfum einhvern veginn að búa okkur til netverk fólks sem við getum leitað til með engum fyrirvara, teflt fram í hita umræðu; fólk sem er tilbúið að koma í Kastljós,“ sagði Svana Helen. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Tillögum starfshóps um aðgerðir til að auka nýliðun í þjóðkirkjunni var vel tekið á nýafstöðnu Kirkjuþingi sem í ályktun hvatti til þess að hugmyndir hópsins verði teknar til greina. „Sérstaklega að aukið fjármagn verði sett í fræðslu og fjölmiðlun, að þróun og notkun félagatals verði aukin og að lögð verði áhersla á að safna saman og halda utan um alla tölfræði innan þjóðkirkjunnar,“ segir í ályktun Kirkjuþings sem jafnframt ályktaði að mikilvægt væri að ráða sem fyrst fjölmiðla- og upplýsingafulltrúa þjóðkirkjunnar. „Enda er brýnt að efla kynningar- og upplýsingamál þjóðkirkjunnar.“150 milljónir í átak Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu fækkaði meðlimum þjóðkirkjunnar um átta þúsund á næstliðnum tíu árum. Nú eru tæp 74 prósent þjóðarinnar í þjóðkirkjunni miðað við yfir 84 prósent fyrir tíu árum. Starfshópur sem finna átti leiðir til að fjölga í kirkjunni sagði að byggja ætti á þeim styrleika sem kirkjan hafi nú þegar. Lagt var til að varið yrði 30 milljónum króna á ári næstu fimm árin, samtals 150 milljónum, í þetta átak. Einar Karl Haraldsson, sem sat í starfshópnum, sagði stofnanir á borð við þjóðkirkjuna og stjórnmálaflokka eiga í vandræðum með „samtal sitt“ við þjóðina. „Unga fólkið í landinu - þau sem eru undir 50 ára, skilja ekki hvað við erum að tala um. Þau hafa engan áhuga á því. Það er fyrst og fremst fólk yfir fimmtugu sem hugsanlega hlustar eitthvað á okkur og er eitthvað að botna í því hvað við erum að segja, hvernig við setjum okkar mál fram,“ sagði Einar Karl sem kvað þetta ekki aðeins vandamál kirkjunnar heldur stofnanakerfisins í landinu. „Og við erum að verulegu leyti talin hluti af því, og réttilega, þegar prestar landsins eru að öllu launaðir opinberir starfsmenn, sem veldur okkur ekki síst hvað mestum ímyndarvanda. Það er það sem sagt hvort þessir menn eru fyrst og fremst embættismenn eða erindrekar fagnaðarerindisins,“ sagði Einar Karl.Fjölgun erfið vegna innflytjenda Þótt meðlimum þjóðkirkjunnar hér fækki stöðugt eru enn færri sem nú tilheyra samsvarandi söfnuðum á Norðurlöndunum, benti Einar Karl á. „Hvernig í ósköpunum geta þá menn vænst þess að við getum farið að fjölga í þjóðkirkjunni þegar hér er töluverður innflutningur af fólki sem aðhyllist önnur trúarbrögð og unga fólkið heyrir ekki og skilur ekki hvað við erum að tala um?“ spurði hann Kirkjuþingið. Að sögn Einars Karls felast möguleikarnir fyrir þjóðkirkjuna í því sem snýr að nýliðun. Þar sé á ýmsan hátt hægt að gera betur. Vandi felist þó í því hversu íslenska þjóðkirkjukerfið sé „ósveigjanlegt og hvað það er þjakað af embættisskilningi“, eins og hann orðaði það. Einar Karl sagði kirkjuna geta gert miklu betur í að taka hugmyndafrumkvæði í umræðu á Íslandi. „Það eru aðrir sem hafa það núna. Það eru fjölmiðlamenn og það eru skoðanaleiðtogar innan fjölmiðlanna. Það er háskólinn, sem er með hið nýja kennivald í samfélaginu og sveiflar refsivendi yfir öllum sem hugsa ekki rétt,“ sagði hann.Bæta krísu- og viðbragðsstjórnun Þá minnti Einar Karl á að þjóðkirkjan í heild velti fjórum til milljörðum króna á ári. Víða væri vel gert í að breiða út boðskapinn meðal almennings en ekki næðist út í hina almennu umræðu í landinu. „Auðvitað ættum við að geta skipulagt þetta betur en við höfum engan sveigjanleika til að setja í þetta þá fjármuni sem þarf. Við þurfum sem sagt bæði skipulag og við þurfum verulega fjármuni til þess að sinna fræðslu, kynningar- og umræðustjórnun í landinu. Og það eru ekki peningar sem skipta bara einhverjum milljónum á ári. Það skiptir tugum milljóna ef menn ætla að gera það að einhverju marki og af einhverju gagni,“ boðaði Einar Karl. „Auk þess að skipuleggja umræðuþátttöku og hafa dagskrár- og hugmyndafrumkvæði þyrfti kirkjan að hafa skipulag fyrir krísustjórnun og viðbragðsstjórnun,“ sagði Einar Karl. „Eins og við sjáum oft þá er kirkjan mjög sein að svara og þegar hún svarar, að sjálfsögðu samkvæmt þeim lúterska skilningi, erum við ekki einir ása, höfum ekki bara eitt svar við öllum spurningum,“ sagði hann. Reyna ætti að sjá til þess að talað væri „sem mest einum rómi út á við.“Segja meira frá góðu hlutunum „Það er ekki nóg að við séum að gera fullt af góðum hlutum, við verðum líka að sýna þá,“ sagði séra Guðrún Karls Helgadóttir á Kirkjuþinginu. Guðrún sagði að kirkjunnar fólk þurfi að móta umræðuna. „Því það er ekki okkar bara að bregðast við því sem einhver kallar eftir heldur að hjálpa okkur að bæta ímynd okkar með því að vera duglegri að segja á faglegan og góðan hátt frá því öllu góða sem við erum að gera.“ Svana Helen Björnsdóttir sagði þjóðkirkjufólk þurfa að gera sig gildandi og koma fram með kristileg viðhorf. „Við þurfum einhvern veginn að búa okkur til netverk fólks sem við getum leitað til með engum fyrirvara, teflt fram í hita umræðu; fólk sem er tilbúið að koma í Kastljós,“ sagði Svana Helen.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira