Efast að erlendir geislafræðingar hafi næga menntun Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 31. október 2015 13:14 Vísir/VIlhelm Formaður félags geislafræðinga segist efast um að þeir erlendu geislafræðingar sem ráðnir hafa verið til starfa til á Landspítalanum séu með menntun við hæfi. Hún segist undrast að spítalinn hafi leitað út fyrir landsteinanna þegar til staðar séu hæfir einstaklingar með mikla reynslu. Stöð 2 greindi frá því í gær að sex geislafræðingar með áratuga reynslu, sem sögðu upp hjá Landspítalanum í verkfallinu í vor en sóttu aftur um vinnu eftir að gengið var frá kjarasamningum, verði ekki endurráðnir á spítalann, heldur verða erlendir starfsmenn ráðnir í þeirra stað.Sjá einnig: Geislafræðingar með áratuga reynslu ekki endurráðnir. Mikill skortur hefur verið á geislafræðingum undanfarið og lítil endurnýjun í stéttinni. Landspítalinn auglýsti í sumar eftir geislafræðingum í útlöndum og fengu konurnar þær svör að búið væri að ráða erlenda einstaklinga í þeirra stöður. „Þetta vekur náttúrulega furðu okkar og okkur finnst að þarna sé um að ræða mjög hæft fólk með langa starfsreynslu og hefur staðið sig vel í vinnu. Að þeir séu ekki ráðnir aftur til vinnu heldur teknir útlendingar,“ segir Katrín Katrín Sigurðardóttir, formaður félags geislafræðinga. Katrín segist efast um að þeir erlendu geislafræðingar sem ráðnir hafa verið til starfa séu með menntun við hæfi. „Við viljum fá að vita með útlendingana, hvernig menntun þeirra er háttað. Eftir því sem við heyrum þá eru þarna innan um fólk frá löndum þar sem að menntunarstig er á allt öðru stigi heldur en á Íslandi. Mögulega alveg hægt að einhverjir geti verið með það en það er ólíklegt að það sé með það.“ Félagið telur í raun ólíklegt að þau séu hæf til starfsins. „Já, samkvæmt okkar skilningi á lögum þá má koma fólk hér að vinna sem er einu menntunarstigi neðar en menntun í landinu og þá erum við að tala um varðandi að það sé frítt flæði innan Evrópu. En þú mátt ekki fara neðar en það. Mér finnst mjög líklegt að, eða allavega er það alveg möguleiki, að fólk þarna sé neðar en það.“En þarf fólk ekki að vera tilbúið til þess að takast á við afleiðingar þess að segja upp störfum? „Jújú. Maður verður að vera tilbúinn til að gera það, en þarna eru laus störf og það er verið að ráða annað fólk. Maður getur ekki séð að það sé hagur samfélagsins að ganga fram hjá þessu fólki,“ sagði Katrín Sigurðardóttir formaður Félags geislafræðinga. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Formaður félags geislafræðinga segist efast um að þeir erlendu geislafræðingar sem ráðnir hafa verið til starfa til á Landspítalanum séu með menntun við hæfi. Hún segist undrast að spítalinn hafi leitað út fyrir landsteinanna þegar til staðar séu hæfir einstaklingar með mikla reynslu. Stöð 2 greindi frá því í gær að sex geislafræðingar með áratuga reynslu, sem sögðu upp hjá Landspítalanum í verkfallinu í vor en sóttu aftur um vinnu eftir að gengið var frá kjarasamningum, verði ekki endurráðnir á spítalann, heldur verða erlendir starfsmenn ráðnir í þeirra stað.Sjá einnig: Geislafræðingar með áratuga reynslu ekki endurráðnir. Mikill skortur hefur verið á geislafræðingum undanfarið og lítil endurnýjun í stéttinni. Landspítalinn auglýsti í sumar eftir geislafræðingum í útlöndum og fengu konurnar þær svör að búið væri að ráða erlenda einstaklinga í þeirra stöður. „Þetta vekur náttúrulega furðu okkar og okkur finnst að þarna sé um að ræða mjög hæft fólk með langa starfsreynslu og hefur staðið sig vel í vinnu. Að þeir séu ekki ráðnir aftur til vinnu heldur teknir útlendingar,“ segir Katrín Katrín Sigurðardóttir, formaður félags geislafræðinga. Katrín segist efast um að þeir erlendu geislafræðingar sem ráðnir hafa verið til starfa séu með menntun við hæfi. „Við viljum fá að vita með útlendingana, hvernig menntun þeirra er háttað. Eftir því sem við heyrum þá eru þarna innan um fólk frá löndum þar sem að menntunarstig er á allt öðru stigi heldur en á Íslandi. Mögulega alveg hægt að einhverjir geti verið með það en það er ólíklegt að það sé með það.“ Félagið telur í raun ólíklegt að þau séu hæf til starfsins. „Já, samkvæmt okkar skilningi á lögum þá má koma fólk hér að vinna sem er einu menntunarstigi neðar en menntun í landinu og þá erum við að tala um varðandi að það sé frítt flæði innan Evrópu. En þú mátt ekki fara neðar en það. Mér finnst mjög líklegt að, eða allavega er það alveg möguleiki, að fólk þarna sé neðar en það.“En þarf fólk ekki að vera tilbúið til þess að takast á við afleiðingar þess að segja upp störfum? „Jújú. Maður verður að vera tilbúinn til að gera það, en þarna eru laus störf og það er verið að ráða annað fólk. Maður getur ekki séð að það sé hagur samfélagsins að ganga fram hjá þessu fólki,“ sagði Katrín Sigurðardóttir formaður Félags geislafræðinga.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent