Fleiri fréttir

Farþegalestir rákust saman

Að minnsta kosti tuttugu og fjórir eru látnir og á þriðja tug slasaðir eftir tveggja lesta árekstur á Indlandi í nótt.

Rifu niður auglýsingar Svíþjóðardemókrata

Fjöldi mótmælenda ruddist inn í neðanjarðarlestarstað í Östermalm í Stokkhólmi í kvöld og reif niður umdeildar auglýsingar Svíþjóðardemókrata sem beinast gegn innflytjendum, betlurum og erlendum glæpagengjum.

Reynt að smygla metmagni af fílabeini

Tollarar í Zurich í Sviss stöðvuðu þrjá Kínverja á leið frá Tansaníu með 262 kíló af fílabeini, bæði af fullorðnum fílum og kálfum.

Upplýstu um kynferðisbrot vegna frétta frá neyðarmóttöku

Þrjár konur hafa leitað til neyðarmóttöku kynferðisbrota á Landspítalanum í Fossvogi eftir Verslunarmannahelgina. Brotin voru öll framin á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Einn þriðji þeirra sem leitar á neyðarmóttökuna er undir lögaldri. Páley Borgþórsdóttir sér ekki eftir ákvörðun um að upplýsa ekki um fjölda kynferðisbrota á Þjóðhátíð. Ekki stóð til að upplýsa strax um fjölda kynferðisbrota en upplýsingagjöf neyðarmóttökunnar varð til þess að lögreglan í Vestmannaeyjum fylgdi á eftir.

Auka þurfi framboð leikskólakennara til muna

Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að mikinn fjölda nýrra leikskólakennara þurfi svo tillaga hennar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi nái fram að ganga. Hún leggur til að dagforeldrar gangi í störf á ungbarnaleikskólum.

Samkynhneigð hjón fá ekki skilnað því ákvæði vantar

Samkynhneigð hjón frá Rússlandi og Lettlandi fengu ekki skilnað hjá sýslumanni þrátt fyrir að hafa gift sig hér á landi. Hjónin geta ekki skilið í heimlöndum sínum því hjónabönd samkynhneigðra eru ekki viðurkennd þar.

Búist við stormi í dag

Veðurstofa Íslands varar við stormi á miðhálendinu í dag. Búist er við allt að átján metrum á sekúndu og snörpum vindhviðum sunnan Vatnajökuls og á sunnanverðum Austfjörðum.

Lögðu hald á Picasso-verk

Tollayfirvöld á frönsku eyjunni Korsikíu lögðu í nótt hald á Picasso málverk sem flytja átti til Sviss.

Sjá næstu 50 fréttir