Samvinna Suzuki og Volkswagen á enda Finnur Thorlacius skrifar 4. ágúst 2015 13:43 Ekki verður af samstarfi Suzuki og Volkswagen. Árið 2009 var stofnað til samvinnu Suzuki og Volkswagen og keypti Volkswagen þá 19,9% hlut í Suzuki. Með samvinnunni átti Suzuki að fá aðgang að nýjustu tækni Volkswagen en á móti hjálpa Volkswagen að ná fótfestu á Indlandi, en þar hefur Suzuki verið leiðandi í sölu bíla. Ekki gekk þetta samstarf eftir og fljótt slettist í kekki milli fyrirtækjanna. Allar götur síðar hafa þau talast við í gegnum lögfræðinga og dómstóla. Nú gæti loks verið bundinn endi á þessa deilu en það gerist í kjölfar kaupa nýrra fjárfesta í Suzuki, en þar fer fjárfestingasjóðurinn Third Point LLC. Aðeins á eftir að ganga frá sölunni á þessum 19,9% hlut Volkswagen í Suzuki, en nýtt fjármagn frá Third Point ætti að gera Suzuki kleift að kaupa aftur bréfin frá Volkswagen. Third Point sér mikil tækifæri í Suzuki vegna yfirburðastöðu fyrirtækisins í Indlandi og telur að verulega aukin sala á bílum þar í framtíðinni muni skapa bjarta tíma fyrir Suzuki. Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent
Árið 2009 var stofnað til samvinnu Suzuki og Volkswagen og keypti Volkswagen þá 19,9% hlut í Suzuki. Með samvinnunni átti Suzuki að fá aðgang að nýjustu tækni Volkswagen en á móti hjálpa Volkswagen að ná fótfestu á Indlandi, en þar hefur Suzuki verið leiðandi í sölu bíla. Ekki gekk þetta samstarf eftir og fljótt slettist í kekki milli fyrirtækjanna. Allar götur síðar hafa þau talast við í gegnum lögfræðinga og dómstóla. Nú gæti loks verið bundinn endi á þessa deilu en það gerist í kjölfar kaupa nýrra fjárfesta í Suzuki, en þar fer fjárfestingasjóðurinn Third Point LLC. Aðeins á eftir að ganga frá sölunni á þessum 19,9% hlut Volkswagen í Suzuki, en nýtt fjármagn frá Third Point ætti að gera Suzuki kleift að kaupa aftur bréfin frá Volkswagen. Third Point sér mikil tækifæri í Suzuki vegna yfirburðastöðu fyrirtækisins í Indlandi og telur að verulega aukin sala á bílum þar í framtíðinni muni skapa bjarta tíma fyrir Suzuki.
Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent