Fleiri fréttir

UNICEF fagnar nýju Barnahúsi

UNICEF á Íslandi fagnar fyrirhuguðum áformum ríkisstjórnarinnar um að auglýsa eftir stærra húsnæði undir starfsemi Barnahúss.

Ekkert vopn til beittara menntun

Malala Yousafzai, sextán ára pakistanska stúlkan sem lifði það af að vera skotin í höfuðið af talíbönum í Pakistan í október 2012, opnaði formlega stórt bókasafn í Birmingham í gær.

Ómetanlegum hring stolið: „Eina sem ég erfði eftir mömmu“

„Hringurinn er það eina sem ég erfði eftir mömmu og er óbætanlegur. Öll fjölskyldan er í sjokki,“ segir Sigurlín Gústafsdóttir sem varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að brotist var inn til hennar og ýmsum verðmætum stolið.

Segir slitastjórnina „djöflast“ á Sigurjóni

Slitastjórn Landsbankans krefur Sigurjón Þ. Árnason um samanlagt 65 milljarða króna í skaðabætur fyrir störf sín fyrir hrun. Lögmaður Sigurjóns segir hann ekki borgunarmann og að slitastjórnin sé að "djöflast“ á honum.

Nauðsynlegar upplýsingar eða brot á friðhelgi fólks

Persónuvernd leggst enn gegn frumvarpi forsætisráðherra um Hagstofu Íslands, þrátt fyrir breytingar. Þingmaður Pírata segir frumvarpið ófreskju sem brjóti gegn friðhelgi einkalífsins. Stjórnarþingmaður segir frumvarpið nauðsynlegt til að geta metið áhrif

Öngþveiti í Caracas

Víðtækt rafmagnsleysi herjar nú á íbúa Venesúela en um sjötíu prósent landsins eru án rafmagns og þar á meðal er stór hluti höfuðborgarinnar Caracas.

Þráðormur í líkama Ríkharðs III

Við rannsóknir á beinagrind Ríkaharðs III hefur komið á daginn að líklega herjaði á líkama hans fremur viðbjóðslegur þráðormur, sníkjudýr, sem getur orðið allt að 33 sentímetrar að lengd.

Pútín vill fá sannanir

Pútín Rússlandsforseti varaði í gærkvöldi Bandaríkin og samherja þeirra við því að taka einhliða ákvörðun í málefnum Sýrlands.

Castro fannst hengdur í klefa sínum

Mannræninginn og níðingurinn Ariel Castro, sem á dögunum var dæmdur í þúsund ára fangelsi,fannst hengdur í klefa sínum í ríkisfangelsinu í Ohio í gær.

Launamunur eykst hjá sveitarfélögum

Óútskýrður kynbundinn launamunur hefur aukist hjá sveitarfélögum milli ára en minnkað hjá ríkinu. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, telur ríkisstofnanir hafa rýnt í launabókhaldið. Segir menningu og viðhorf launagreiðenda ráða miklu.

Hafði aðgang að símum foreldra

Lögregla hefur haft til rannsóknar hvort maður, sem hefur verið ákærður fyrir að nema unga telpu á brott í Vesturbæ Reykjavíkur og brjóta á henni kynferðislega, hafi notfært sér aðstöðu sína sem starfsmaður farsímaviðgerðarfyrirtækis til að afla sér upplýsinga um telpuna og jafnvel einnig önnur börn.

Þór Óliver ákærður fyrir að hóta lögreglumönnum

Dómsmál Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Þór Óliver Gunnlaugssyni, sem áður hét Þórhallur Ölver Gunnlaugsson, fyrir hótanir í garð lögreglumanna sem höfðu afskipti af honum þegar hann var staddur í annarlegu ástandi inni á bensínstöð.

Tími í sjúkraflugi hefur lengst

Aðbúnaður sjúklinga og aðstaða heilbrigðisstarfsfólks skiptir ekki síður máli en tíminn sem fer í sjúkraflug. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar.

Lögregla egndi gildru fyrir súkkulaðikúgara

Tveir menn stungu umslagi inn um lúguna hjá forstjóra Nóa Síríuss með bremsuvökvamenguðu Pipp-súkkulaði og bréflegri kröfu um tíu milljóna greiðslu. Þeir voru handteknir eftir að hafa sótt pakka sem þeir töldu að innihéldi peningana.

Gullnámumenn í verkfalli

Upphaflega fóru gullnámumenn fram á allt að 60% launahækkun en eru nú tilbúnir til að snúa aftur til starfa fái þeir 10% launahækkun.

Lestrarhátíð í bókmenntaborg

Ljóð og textar um borgina verða í brennidepli á Lestrarhátíð í Reykjavík sem haldin verður í annað sinn í október.

Thorning segir Dönum skylt að styðja aðgerðir gegn Sýrlandsstjórn

Dönum ber skylda til þess að styðja hernaðaraðgerðir gegn Assad Sýrlandsforsta og stjórnarhers hans, að sögn Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra. Thorning mun hitta Obama Bandaríkjaforseta í Stokkhólmi á morgun, en í samtali við fréttafólk í dag sagði hún að hafið sé yfir vafa að Assad hafi beitt efnavopnum gegn eigin þjóð og Danmörk geti ekki“ horft framhjá því og látið eins og ekkert sé“.

Hæstu launin leiða launaskriðið

Launahæstu hóparnir á almenna vinnumarkaðnum, sérstaklega í fjármálageiranum, hafa híft upp meðaltalshækkun launa á undanförnum árum, að mati forseta Alþýðusambandins.

Sjá næstu 50 fréttir