Launamunur eykst hjá sveitarfélögum Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 4. september 2013 07:00 Elín Björg Jónsdóttir Óútskýrður kynbundinn launamunur mælist meiri hjá sveitarfélögum en hjá ríkinu. Launamunurinn hefur aukist hjá sveitarfélögunum milli ára en minnkað hjá ríkinu. Hjá sveitarfélögunum er munurinn 13,3 prósent en var 9,7 prósent á síðasta ári. Hjá ríkinu mælist óútskýrður kynbundinn launamunur 10,9 prósent en var 14,1 prósent á síðasta ári. Óútskýrður munur á heildarlaunum karla og kvenna innan BSRB er 11,4 prósent en var 12,5 prósent í fyrra. „Enn og aftur fáum við sömu upplýsingarnar þótt prósentan færist til og frá. Við þurfum að fá sveitarstjórnarfólk og alla viðsemjendur með okkur í þá vinnu að uppræta þetta. Ég tel að stofnanir ríkisins hafi tekið síðustu launakönnun mjög alvarlega og rýnt í launabókhald sitt, sem skýrir að einhverju leyti þessa þó litlu breytingu hjá ríkinu,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, um niðurstöður kjarakönnunar bandalagsins fyrir árið 2013 sem Capacent gerði. „Ég veit ekki um nokkurn mann sem vill viðhalda launamun kynjanna. Það vill enginn trúa að þetta sé hjá sér en tölurnar liggja fyrir. Með það í huga verða launagreiðendur að rýna í launabókhaldið á hverjum stað fyrir sig. Öðruvísi upprætum við þetta greinilega ekki,“ bætir Elín við. Það er mat hennar að menning og viðhorf stjórnenda og launagreiðenda ráði miklu. „Launamunurinn er kannski fyrst og fremst í viðbótargreiðslum sem karlar fá frekar en konur.“ Mikilvægur þáttur í baráttunni gegn launamuninum er að halda umræðunni gangandi, að sögn Elínar. „Það er margt að þegar launamunur er til staðar. Við teljum að baráttan gangi best með því að vekja athygli á þessu með könnunum sem hægt er að bera saman milli ára og umræðu. Vonandi hefur jafnlaunaátak síðustu ríkisstjórnar, sem fór seint af stað og var ekki hafið þegar könnunin var framkvæmd, áhrif á mælingar næstu könnunar.“ Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Óútskýrður kynbundinn launamunur mælist meiri hjá sveitarfélögum en hjá ríkinu. Launamunurinn hefur aukist hjá sveitarfélögunum milli ára en minnkað hjá ríkinu. Hjá sveitarfélögunum er munurinn 13,3 prósent en var 9,7 prósent á síðasta ári. Hjá ríkinu mælist óútskýrður kynbundinn launamunur 10,9 prósent en var 14,1 prósent á síðasta ári. Óútskýrður munur á heildarlaunum karla og kvenna innan BSRB er 11,4 prósent en var 12,5 prósent í fyrra. „Enn og aftur fáum við sömu upplýsingarnar þótt prósentan færist til og frá. Við þurfum að fá sveitarstjórnarfólk og alla viðsemjendur með okkur í þá vinnu að uppræta þetta. Ég tel að stofnanir ríkisins hafi tekið síðustu launakönnun mjög alvarlega og rýnt í launabókhald sitt, sem skýrir að einhverju leyti þessa þó litlu breytingu hjá ríkinu,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, um niðurstöður kjarakönnunar bandalagsins fyrir árið 2013 sem Capacent gerði. „Ég veit ekki um nokkurn mann sem vill viðhalda launamun kynjanna. Það vill enginn trúa að þetta sé hjá sér en tölurnar liggja fyrir. Með það í huga verða launagreiðendur að rýna í launabókhaldið á hverjum stað fyrir sig. Öðruvísi upprætum við þetta greinilega ekki,“ bætir Elín við. Það er mat hennar að menning og viðhorf stjórnenda og launagreiðenda ráði miklu. „Launamunurinn er kannski fyrst og fremst í viðbótargreiðslum sem karlar fá frekar en konur.“ Mikilvægur þáttur í baráttunni gegn launamuninum er að halda umræðunni gangandi, að sögn Elínar. „Það er margt að þegar launamunur er til staðar. Við teljum að baráttan gangi best með því að vekja athygli á þessu með könnunum sem hægt er að bera saman milli ára og umræðu. Vonandi hefur jafnlaunaátak síðustu ríkisstjórnar, sem fór seint af stað og var ekki hafið þegar könnunin var framkvæmd, áhrif á mælingar næstu könnunar.“
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira