Erlent

Tala látinna hækkar í 6.500

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Fjölskyldu þessa manns, sem kallaður er Harishanker, er saknað í Uttarakhand-héraði eftir flóðin.
Fjölskyldu þessa manns, sem kallaður er Harishanker, er saknað í Uttarakhand-héraði eftir flóðin. mynd/afp
Tala látinna í flóðunum á Indlandi fer hækkandi og greindu yfirvöld í Uttarakhand-héraði frá því síðdegis í dag að um 6.500 væru látnir eftir þessar mestu hamfarir á svæðinu á þessari öld.

Miklar aurskriður hafa fallið í kjölfar flóðanna, sem komu í kjölfar óvenjumikilla monsúnrigninga í norðurhluta landsins.

Illa gengur að flytja fólk frá svæðinu vegna veðurs og hefur mat og lyfjum verið varpað úr flugvélum til fólks sem kemst ekki burt. Nú hefur hins vegar öllu flugi verið frestað vegna þoku og fara björgunaraðgerðir því einungis fram á jörðu niðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×