Fleiri fréttir

„Ég er ekki í neinum hefndarhug“

"Ég dró mig úr sviðsljósinu meðan þetta mál var í gangi. Afhverju ætti ég að draga mig úr sviðsljósinu til lengri tíma, ég er saklaus af þessum viðbjóði sem ég var sakaður um. Það kemur náttúrulega ekkert til greina að ég láti nokkra vitleysinga og rangar sakargiftir stjórna lífi mínu," segir Egill "Gillzenegger" Einarsson, í einlægu viðtali við unglingablaðið Monitor sem kom út í dag.

Rúta hafnað á vegriði

Rútubíll með fimm manns um borð snerist í hálku á Gemlufallsheiði á milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar á Vestfjörum um áttaleytið í morgun og hafnaði á vegriði. Það hélt rútunni, en annars er snar bratt út af veginum. Rútan var hinsvegar í sjálfheldu utan í riðinu og voru björgunarsveitarmenn sendir til hjálpar. Engan sakaði í rútunni og fluttu björgunarmenn fólkið og rútuna til byggða.-

Sleggjuárás í Háholti dregur dilk á eftir sér

Hinn 9. október síðastliðinn kom 26 ára maður á lögreglustöðina í Kópavogi og lagði fram kæru á hendur Bergi Má Ágústssyni fyrir alvarlega líkamsárás. Maðurinn, Smári Valgeirsson, kvað Berg hafa ráðist að sér á Moe's bar í Breiðholti, stungið hann í lærið með hnífi og snúið hnífnum í sárinu.

Hjón í eina gröf eftir mistök í kirkjugarði

"Þetta er út í hött. Ástvinir vilja vera saman," segir Gísli Líndal í Holti í Garðabæ, sem telur að ókunnug kona hafi verið jarðsett í leiði sem frátekið var fyrir fjölskylduna í kirkjugarðinum í Garðaholti.

Línuveiðiskip fékk á sig ólag undan Norðfirði

Engan sakaði þegar 200 tonna línuveiðiskip fékk á sig ólag um fjórtán sjómílur austur af Norðfirði um klukkan fimm í morgun í sérstöku veðrafyrirbrigði sem líkist einskonar hvirfilbyl.

Upprættu kókaínsmyglhring í Hollandi

Lögreglan í Hollandi hefur upprætt kókaínsmyglhring í landinu og handtekið 12 manns í tengslum við rannsókn málsins sem er eitt stærsta fíkiniefnamál sem komið hefur upp í landinu á síðustu árum.

Loftslagsbreytingar í Evrópu eru staðreynd

Umhverfisstofnun Evrópu segir í nýrri skýrslu að loftslagsbreytingar í Evrópu séu staðreynd. Síðasti áratugur hafi verið sá heitasti í álfunni síðan að veðurmælingar hófust.

Vopnahléið á Gaza heldur

Vopnahléið sem samið var um á Gazasvæðinu hefur haldið í gærkvöldi og nótt þótt fréttir hafi borist um að nokkrum eldflaugum hafi verið skotið frá Gaza skömmu eftir að formlega var gengið frá vopnahléssamkomulaginu síðdegis í gærdag. Enginn skaði varð af þeim eldflaugaskotum og Ísraelar svöruðu ekki í sömu mynt.

Margir berjast um öruggu sætin

Línur verða æ skýrari fyrir alþingiskosningarnar í vor og um helgina ræðst hvernig skipað verður á lista Sjálfstæðisflokksins í þremur kjördæmum; báðum Reykjavíkurkjördæmunum og Norðvesturkjördæmi. Þá kjósa félagar í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði um frambjóðendur í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi. Sé litið til skoðanakannana má áætla sem svo að fækka muni í þingliði Vinstri grænna, en fjölga hjá Sjálfstæðisflokknum. Slagurinn um efstu sætin hjá báðum flokkum verður því nokkuð spennandi.

Gögn hækka bætur til þolenda ofbeldis

Sérfræðigögn í kynferðisbrotamálum gegn börnum virðast skipta sköpum fyrir rétti þegar kemur að því að dæma fórnarlömbum ofbeldisins bætur. Alla jafna eru bætur hærri í dómum þar sem sérfræðigögn eru lögð fram í málinu; eins og umsagnir um líðan þolanda frá sálfræðingum, geðlæknum, sjúkrahúsum, lögreglu og fleiri aðilum, samkvæmt rannsókn síðan í ár.

Hafa safnað 42 milljónum króna fyrir frí kort

Rauði krossinn dreifir nú sínu árlega jólakortahefti inn um bréfalúgur landsmanna. Alls fá tæplega 120 þúsund heimili í landinu heftið í ár, eða öll sem taka við fjölpósti.

Óttast afleiðingar herskipabanns í borginni

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir þá afstöðu Jóns Gnarr borgarstjóra að banna ætti komur herskipa til Reykjavíkur stefna í voða farsælu björgunarsamstarfi við aðrar þjóðir, sérstaklega Dani og Norðmenn.

Ósátt bæjarráð í Vesturbyggð

„Enn og aftur upplifa íbúar sunnanverðra Vestfjarða að opinber störf eru lögð niður með tilheyrandi neikvæðum áhrifum og byggðaröskun,“ segir bæjarráð Vesturbyggðar sem kveðst harma ákvörðun Kirkjuþings um að sameina prestaköll á sunnanverðum Vestfjörðum og leggja niður embætti sóknarprests í Bíldudals- og Tálknafjarðarprestakalli sem jafnframt þjónaði Barðaströnd.

Banaslys í umferð óvíða færri

Ísland er í fimmta til sjötta sæti í Evrópu hvað varðar banaslys í umferðinni. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu OECD, þar sem heilsa og heilsumein Evrópubúa eru borin saman.

Krakkar verða í spennistöðinni

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær að gamalli spennistöð við Austurbæjarskóla sem Orkuveitan nýtti síðast sem geymslu yrði breytt í félags- og menningarmiðstöð fyrir börn og unglinga og aðra íbúa hverfisins.

Ætla að ná öllu Kongó undir sig

Uppreisnarmenn í Afríkuríkinu Austur-Kongó hafa hertekið borgina Goma og segjast nú ætla að ná öllu landinu undir sig, líka höfuðborginni Kinshasa.

Tíu ára fangelsi fyrir spillingu

Ivo Sanader, fyrrverandi forsætisráðherra Króatíu, var á þriðjudag dæmdur til tíu ára fangelsisvistar fyrir að hafa þegið mútur frá ungversku olíufélagi og austurrískum banka.

Sjúkrabíll fastur í Ljósavatnsskarði

Sjúkrabíll í útkalli festist í Ljósavatnsskarði um kvöldmatarleytið en kalla þurfti á björgunarsveitina til þess að aðstoða sjúkraflutningamennina. Engin hætta reyndist vera á ferð, en einn sjúklingur var í bílnum en til stóð að flytja hann til Húsavíkur þegar bíllinn festist.

Minni sýking í síldinni - megnið til manneldis

Dregið hefur úr sýkingu íslensku síldarinnar, sem veiðst hefur undanfarnar vikur á Breiðafirði, og fer megnið af henni nú til manneldis. Síldarvinnslan er langstærsta fyrirtæki Norðfirðinga, með 220 manns í vinnu, og hér er eitt af skipum félagsins, Beitir, komið að bryggju með síld úr Breiðafirði. Í fréttum Stöðvar 2 við Jón Má Jónsson, yfirmann landvinnslu hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað, kemur fram að veiðum á Íslandssíldinni sé að ljúka um næstu mánaðamót, og að 95% af síldinni fari til manneldis. Þetta þýðir mikla vinnu við að flaka síldina og heilfrysta en alls starfa sextíu manns í Neskaupstað í landvinnslu uppsjávarfisk til manneldis. Í fiskimjölsverksmiðjunni eru svo 24 starfsmenn.

Milljónatjón í brunanum á Óseyrarbraut

Milljóna tjón varð í eldsvoða í fiskvinnslu við Óseyrarbraut í Hafnarfirði í nótt, framkvæmdastjórinn segir mikla vinnu framundan en vonast til að geta hafið vinnslu í öðru húsi bráðum. Slökkviliðsmenn voru enn að slökkva í glóðum á vettvangi síðdegis í dag.

Stóriðjusamningar gætu klárast um mitt næsta ár

Forstjóri Landsvirkjunar gerir ráð fyrir að orkusamningar vegna stóriðju við Húsavík klárist um mitt næsta ár. Rammasamningar hafa verið gerðir við fjögur fyrirtæki. Fullur salur af fólki hlýddi á forystumenn Landsvirkjunar fara yfir stöðu félagsins og verkefnin framundan.

Konan sem syngur "Lóan er komin" er látin

Konan sem syngur vorið inn hjá Íslendingum og kveður burt snjóinn er látin. Erla Stefánsdóttir söngkona var jarðsungin í dag. Hún hóf söngferilinn árið 1964 og frá því lagið um lóuna kom út 1967 hefur hún verið ein af heimilisröddum þjóðarinnar.

Íbúðalánasjóður gæti endað í ruslflokki

Áframhaldandi óvissa um aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að bregðast við vanda Íbúðalánasjóðs gætu skaðað sjóðinn. Þetta segir framkvæmdastjóri Íbúðalánsjóðs. Beðið er eftir tillögum vinnuhóps sem átti að skila niðurstöðu um síðust mánaðamót. Hætta er á að sjóðurinn verði færður niður í ruslflokk náist ekki að leysa málið fyrir áramót.

Segja að vopnahlé taki gildi í kvöld

Ísraelar og Hamas hafa komist að samkomulagi um vopnahlé og má búast við að það taki gildi klukkan sjö í kvöld. Samkvæmt BBC hafa nærri 160 látið lífið í átökunum.

Tók vörur fyrir hundruð þúsunda út á stolið kort

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun konu í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa svikið út vörur og þjónustu í 94 skipti fyrir samtals verðmæti 682 þúsund krónur. Konan greiddi fyrir vörurnar með kreditkorti annarrar konu sem hún hafði komist yfir. Konan játaði brot sín fyrir dómi. Hæsta úttektin var í Samkaup Úrval en þar tók hún út vörur fyrir tæpar 65 þúsund krónur.

Vilhjálmur segir sig úr stjórn Félags eldri borgara

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, sem hefur verið meðstjórnandi í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík síðastliðin tvö ár, hefur sagt sig úr stjórninni. Þetta gerir hann vegna þess að talið er að seta hans þar gæti skaðað hagsmuni félagsins og trúverðugleika. Fyrsti varamaður í stjórninni hefur tekið sæti hans.

Hámarkslán verði 40 milljónir

Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins samþykkti á fundi í dag breytingar á lánareglum sjóðsins sem fela í sér að hámarkslán til sjóðfélaga verða framvegis 40 milljónir króna en undanfarin ár hefur ekki verið skilgreint hámark á sjóðfélagalánum að því tilskyldu að nægjanlegt veðrými og greiðslugeta væri fyrir hendi. Jafnframt var ákveðið að setja sérstakar reglur um meðferð lánsumsókna þegar aðilar sem tengjast sjóðnum eiga í hlut.

Eldur blossaði upp að nýju

Eldur blossaði upp aftur í húsnæðinu á Óseyrarbraut þegar lögregla var að rannsaka brunavettvang eftir hádegi í dag. Eldurinn hafði læst sig í klæðningu á þaki hússins og hafa glóð líklegast kraumað þar fram eftir öllum morgni. Þegar lögreglumenn við störf urðu varir við eldinn núna eftir hádegi kölluðu þeir strax til slökkvilið sem fór af vettvangi núna um þrjúleytið.

Tökum á Noah lokið

Tökum á myndinni Noah lauk um helgina. Darren Aronofsky, leikstjóri myndarinnar, segir frá þessu á Twitter. Eins og margir vita var stór hluti myndarinnar tekinn upp hér á landi. Aðalleikarar myndarinnar vöktu töluverða athygli þegar þeir voru hér, einkum Russell Crowe, sem hélt meðal annars tónleika hér á Menningarnótt.

Isavia tekur við bílastæðunum við Leifsstöð - 80% farþegar keyra sjálfir í flugstöðina

Frá og með áramótum mun Isavia taka við afgreiðslu á bílastæðunum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Rekstur stæðanna hefur veri í höndum fyrirtækisins Icepark frá því árið 2009. Þetta kemur fram á vefsíðunni Túristi.is. Í dag kostar 800 krónur að geyma bíl í sólarhring á stæðunum við flugstöðina. Átta af hverjum tíu lesendum síðunnar velja að keyra sjálfir í Leifsstöð - þrátt fyrir að tvö rútufyrirtæki sinni áætlunarferðum á milli höfuðborgarinnar og flugstöðvarinnar.

Strætókortin hækka

Frá og með 1. desember næstkomandi mun verð á kortum og afsláttarfargjöldum strætó hækka en hækkunin var samþykkt á stjórnarfundi félagsins í lok síðasta mánaðar. Eftir breytinguna munu farþegar greiða um 25 prósent af kostnaði hverrar ferðar.

Niðurtalning í heimsenda hafin

Nú nálgast 21. desember óðfluga. Á þessum degi mun eitt af dagatölum Maya taka enda og eru margir sannfærðir um að tilvist mannsins muni þá taka stórfelldum breytingum.

Sjá næstu 50 fréttir